Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 6
e Djammið á næstunni... ■I ■ I- -I ■ I- -I ■ I- Laugardagurinn 28. maí Á móti sól verður með tónleika á Gauknum, dj Árni Sveins á Kaffibarnum, Tommi White á Prikinu, rokksveitin Mercenary frá Danmörku með Iron Maiden upphitun á Grandrokk, í Svörtum fötum á Nasa. m <fj o 15:00 Hljómsveitin Huun-Huur-Tu sem tróð svo eftirminnilega upp á Nasa um daginn spilar í Galleríi Humar eða frægð i tengslum við tónleikaröð Grapevine og Smekkleysu Gallerys. Tónleika- röðin hefst núna um helgina og stendurtil 9. september. Haldnir verða þrír tónleikar í viku, fim., fös. og lau. Á fimmtudögum í garðinum á Sirkus kl. 20, á föstudögum í Gallery Humar og frægð kl. 17 og á laugardögum í Gallery Humar og frægð kl. 15. I ■ l> -I ■ I- >1 ■ I- DJ Yoga að slá I gogn Ashtanga yoga, Bikram yoga, Cripalu yoga, þú hefur heyrt það allt áður. En nú er komið nýtt form af Yoga, enda gera Yogakennarar hvað þeir geta til að ná fólki í tíma hjá sér. í Los Angels hefur yogakennari tekið upp á því að blanda saman skemmtanalifinu og Yoga og býður upp á DJ Yoga. Það geng- ur þannig fyrir sig að á föstudögum kemur DJ inn í tímann og spilar tónlist sem lætur bekkinn líta út eins og tónlistarmynd- band frekar en Yogatíma. Hver væri ekki til í að taka forskot á djammið á föstudögum og fara í DJ Yoga tíma? Stafrænt veggfóður Búið er að finna upp stafrænt veggfóður. Það breytir um liti og munstur eftir vild eigandans. Einnig er hægt að láta það aðlagast umhverfi sínu o.m.fl. Veggfóðrið er enn ekki komið á markað en þess er þó ekki langt að bíða. „Út að borða" hlotnast viðfeðmari merkingu Það fólk er sest hefur að í efnuðum úthverfum Bandaríkjanna og hef- ur ekki lengur tíma til að bæði elda og borða sökum anna, getur nú afgreitt tveggja vikna eldamennsku á tveimur klukkustundum. Veit- ingastaðir hafa skotið upp kollinum hér og þar í úthverfum Banda- ríkjanna sem bjóða önnum köfnum 21. aldar hjúum að doka við í tvo tíma og elda. Veigarnar flytur fólkið svo með sér heim og geymir tveggja vikna birgðir inni í frysti. Næstu tvær vikurnar getur parið svo raðað í sig herlegheitunum án þess að fá kvíðakast yfir elda- mennsku vegna þess að réttina þarf aðeins að hita upp örskamma stund í ofni. í stað þess að eyða tíma í óþarfa samskipti er fylgja eldamennsku geta hjúin nú notið fjarveru hvort annars og horft á Sex and the City hvort fsínum enda stofunnar. Veitingakeðjurnar Dream Dinners, Let's Dish og Super Suppers hafa birst hér og þar og líklegt þykir að þær fari að færa út kvíarnar sökum eftirspurnar. Að sjálfsögðu selja veitingastaðirnir plasthnífapör með - til að kóróna himneska kvöldstund. Sunnudagurinn 29. maí Styrktartónleikar í Hellinum, Tónlistarþróunarmiðstöð, undir yfirskriftinni "Blankir krakk- ar eru líka krakkar". Þar mun fjöldi hljómsveita troða upp frá klukkan 15 til 23 og má þar nefna Sweet sins, Koda, Pan, Hello Norbert, Mania Locus, Johnny Poo, Hraunl, Benny Crespo's Gang, Andrúm, Ókind, Big Kahuna og Hölt hóra. Miðaverð er 500 krónur. ■ I- «1 ■ I- >1 ■ I- Miðvikudagurinn 1. júní Lights On The Highway með tónleika á Gauknum, dj Benni á Kaffibarnum. ■ I- -I ■ l> >l ■ I- Fimmtudagurinn 2. júní Tónleikar með hljómsveitinni Ókind á Gauknum, dj Árni E á Kaffibarnum, Menningarhátíð Grandrokk byrjar. Smirnoff Partí I Iðuhúsinu >l Föstudagurinn 3. júní Thomas P. Heckmann + Exos + Bjössi Brunahani + dj Aldís + Hermigervill (live) á Gauknum, dj Árni Sveins á Kaffibarnum, Sálin hans Jóns míns á Nasa, að ógleymdri Menningarhátíð Grandrokk. ■ !>>!■ I> -I ■ I- Laugardagurinn 4. júní Risarokk á Gauknum, dj Adda & Edda á Kaffibarnum, Hjálmar efna til tónleika á Nasa, Menningarhátíð Grandrokk. ■ I- -I ■ I- >l ■ I- Þriðjudagurinn 7. júní Iron Maiden í Egilshöll ■ l- -l ■ l> >l ■ H Miðvikudagurinn 8. júní DJ Kári á Kaffibarnum. 4. júní n.k. verður haldið brjálað partý í Iðuhúsinu í Lækjargötu. Tilefnið er öðruvísi sumardjamm Svipað partí var haldið fyrir ári í húsi Karlakórs Ýmis og komust þá færri að en vildu. Þetta partí verður enn stærra í sniðum því væntan- legur ertil lands Dj Spinna frá Bandaríkjunum en hann mun spila ásamt Hunk Of A Man og Dj Lazer. Partýíið byrjar kl. 22 og stendur til kl. 03. Þessa dagana er verið að dreifa boðsmiðum þannig að um er að gera fyrir fólk sem ekki vill missa af þessu að hafa augun opin. Dj Spinna er einn flottasti dj-inn í bransanum í dag. Hann hefur unnið með ekki ómerkilegra fólki en Eminem, De La Soul, Michael Jackson, George Mich- ael, Mary J. Blige, Mos Def, svo einhverjir séu nefndir. Hann hefur spilað á öll- um helstu klúbbum um allan heim og afbókaði hann gigg í London til þess að geta komið og spilað í Smirnoff partíinu 4. júní. Dj Spinna spilar allt frá Hip-Hop og R& B yfir í Classic Soul, Funk, Jazz, Disco dassics og House. Því má búast við brjáuðu stuði fram eftir nóttu. Hunk Of A Man, einnig þekktur sem Maggi Lego úr Gus Gus ásamt Dj Lazer ætla svo aðstoða Spinna með eðal-electro og fleiru. Partíið hefst stundvíslega kl. 22 og um að gera fyrir fólk að verða sér úti um miða í tíma því miðaupplag er takmarkað. Gallabuxur sem passa bara á þig! Nú eru komnar verslanir í Bandaríkjunum sem eru bókstaflega sniðnar að þínum þörfum. Ear- nest Sewn Jeans er gallabuxnaverslun sem geng- ur þannig fyrir sig að viðskiptavinurinn mætir í búðina, velur sér efni, snið, vasa, rennilás, liti og áferð sem honum líkar best. Þá tekur búðin við og saumar gallabuxur eftir hans vali á aðeins tveimur tímum. Þannig að þú ferð bara og færð þér kaffi, kemur síðan til baka að tveimur tímum liðnum og nærð í þínar sérsaumuðu gallabuxur. Og hvað kost- ar þetta? Buxurnar eru frá 19.500kr. upp í 23.000 kr. Við skorum hér með á Svövu og Bolla að taka upp á þessari þjónustu, enda er það orðið þekkt að íslend- ingar klæði sig alltaf eins. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Biggi - Maus ■I >1 Fimmtudagurinn 9. júní DJ Jón Atli á Kaffibarnum. Föstudagurinn 10. júní Jack Live Night á Gauknum. ■ !>>!■ I> >l ■ l> Laugardagurinn 11. júní Old School Breakbeat kvöld á Gauknum. ■ I- -I ■ I- >l ■ l> Fimmtudagurinn 16. júní Jet Black Joe hitar upp fyrir lýðveldisdaginn á Gauknum. Föstudagurinn 17. júní Hæ hójibbí jei! Ball með Eðlunni á Gauknum. ■ I- -I ■ I- >l I Er komið nafn á gripinn? Nei, ég er með vinnuheiti en ég vil ekki að platan heiti Biggi, það er einhver klippari sem heitir það þannig að ég kalla mig Biggital sem listamannsnafn. Platan heitir í augnablikinu I Surrender en það á samt örugglega eftir að breytast því það eru tveir mánuðir eftir og ég er alltaf að breyta um nöfn á lögum og svoleiðis. Sölvl - Quarashi ngvari Maus, er staddur .ondon þar sem hann vinnur jm höndum að því að koma ólóplötunni sinni. Okkur lék i/itni á að vita hvernig gengi ð væri að frétta af Maus. [ Hvað er að frétta af Bigqa? |Er ekkert að qerast hjá Maus? B Hún er ekki starfandi eins og er. Eggert var að gifta sig og er að fara að flytja til San Fransisco. Danni er að gera sólóplötu og Palli er í Listaháskólanum að læra tónsmíðar þannig að við erum allir að rækta sjálfa okkur núna. Sölvi Blöndal er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann var í heimsókn hjá vinum sínum. Við slógum á þráðinn og athuguðum hvað væri að gerast hjá Quarashi og hvað hann ætlar að gera í sumar. En ertu ekki að pródúsera: fyrir einhverja aðra? , Jú, alltaf eitthvað, en ég er mikið að leika mér með vinum mínum við að gera tónlist, en maður veit ekki hvort það verður eitthvað úr því, við erum þara að leika okkur. Ég er aðeins að hvíla mig á tónlist í bili því ég "over- dósaði" eiginlega á músíkinni... ég hélt að það væri ekki hæg en það er greinilega hægt. En eru einhverjir tónleikar semfl I er bara að vinna sólóplötu érna í London sem kemur út Ég er að vinna með jög góðu fólki og það er ra drullugaman hjá mér. :þú ert spenntur fyrir i sumar Ég ætla að kíkja á tónleika í Hinu húsinu eftir að hafa tekið mér pásu frá því í átta ár og tékka á grasrótinni. jÆtlar þú að vera lengi Ég ætla að ver lengi og ég ge ár, London? i>l (Þeir staðir sem vilja birta dagskrána sína hér á síðunni, vinsamlegast sendið póst á steinunn@ordlaus.is) ■i ■ i- -i ■ i- >i ■ \M Ertu að vinna með einhverj-B um sem fólk þekkir? ■ Ég veit ekkí hvort fólk þekki hann en hann heitir Tim Zimmenam og pródúseraði m.a. Ultra með Depeche Mode, Playdead með Björk og eitthvað fleira. eins .m.k. út þetta rauninni verð ég bara svo lengi sem ég hef eitthvað að gera og mér finnst skemmti- legt. Ég er a.m.k. ekki farinn að sakna ykkar ennþá. |Hvað er að frétta af Quarashi? | Mjög lítið, við erum ekk- ert að gera þessa dag- ana... bara að chilla. Þannig að þið eruð ekkert á leiðinni út í sumar? Ertu kominn með eina breska upp á arminn? i>£ Nei, ekki ennþá, enda er ég er algjör munkur... hehehe. Nei, við erum bara í fríi. Ég verð svolítið í skólanum í sum- ar og ætla að gera upp íbúð- ina þannig að ég verð bara að smíða í sumar og reyni síðan að ferðast, maður verður að gera það. Til að lifa af á íslandi þá verður maður að ferðast. Hverja værir þú tMað fá hinqað? | Ég veit það ekki, það er ekk- ert í augnaþlikinu sem ég er extra spenntur yfir... eða jú, ég væri til í að sjá Super Fury Animals koma og spila.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.