Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 23

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 23
 23 að hætti CAPONE -Hvaða landi finnst ykkur ísland þá líkjast? „Bandaríkjunum, af því að íslend- ingar eru endalaust að reyna að rembast við að líkjast Bandaríkjun- um, sleikjandi rassgatið á Bush og Opruh endalaust." -Ofbeldi á íslandi. Hvað á að gera? „Ekki neitt," svara þeir báðir. „Ég held að þetta ofbeldi á Islandi sé vegna þess að það er svo mikið tal- að um það. Unglingar gera alltaf það sem á ekki að gera og ef þeir lesa endalaust um það sem á ekki að gera kyndir það þara upp I þeim," galdurinn? Hvað fíla kallar? „Hmmm... ég held að stelpur forðist bara alltaf allt sem heitir X-eitthvað," segir Andri: „Samt sem áður eru nú stelpur byrjaðar að tékka á okkur reglulega, enda erum við mjúkir menn og eins og þið sjáið núna á forsíðunni þá erum við líka fallegir menn," bætir hann við. „Kallar fíla örugglega bara að geta hringt mikið inn og fengið að tjá sig. Ég held að kallar séu athyglissjúkari en konur." En hvernig eiga stelpur að tæla strákana? Andri hugsar sig lengi um en svarar svo að stelpur eigi frekar að bjóða stráknum á fyllirí heldur en í vídeó eða leikhús. „Stelpa getur líka tælt strák með því að bjóða honum í grill, en vera bara í svuntunni og engu öðru og með vindil. Ég held samt að stelpur tæli stráka best með því að vera þær sjálfar og ekki - með neitt kjaftæði." „Það þarf líka að veita þeim ákveðið frelsi," bætir Búi við. „Ekki vera að skipta sér of rmkið af þeim og virða skoðanir þeirrá,, áhugamál og fleira. Þá fá þær það 100 sinnum til baka. Síðan þarf að hrósa strákunum en . stelpur eru ekki mjög duglegar við þ^ð. Karlmenn vilja fá hrós... það þaPf-ekkert að vera mikið, kannski bara "Vá, flottur bolur." Við Andri erum sjálfir rosalega duglegir við að dekra við kærusturnar okkar." „Það er rokk að vera rómantískur!" bætir Andir við. lenskri pólitik... eða öllu heldur að klæðaburði íslenskra pólitíkusa... „Já, af hverju í andskotanum erum við með þetta þing? Ég meina Hall- dór og Davíð ráða öllu. Það er alveg sama hversu mikið þingmennirnir tuða, þeir fá aldrei að gera neitt. Við ættum frekar að hafa bara tíu manna nefnd í staðinn fyrir að hafa 63 menn sem rífa kjaft," segir Búi. „Það er enginn á þingi í dag sem tal- ar tungumál fólksins. Hvað er það til dæmis að þingmennirnir þurfi alltaf að vera með bindi?" segir Andri. „Öll svona boð og bönn eru bara komin til fjandans," bætir Búi við: „Fólk hlýtur að hafa eitthvað betra við tímann sinn að gera en að vera að velta sér upp úr því hvort einhver gaur sé með bindi við gallabuxur. Það er of mikið af reglum sem skipta engu máli." -En Andri, hvernig var að hitta for- setann? „Hann Óli er eðal fokking dúd. Þetta er bara einhver gaur sem er eldri en maður sjálfur með risa hús." „Mér finnst allt þetta forsetadæmi samt hálfgert grín," segir Búi í fram- haldinu. „Af hverju erum við ekki bara honest og köllum þetta kóng? Það er ekki eins og hann sé að gera eitthvað." „Já, hvað segir það okkur þegar Ólafur Ragnar fer til Kína til að kenna fólki á lýðræðið. Eru Kín- verjar hálfvitar?" bætir Andri við. -Eitt svona i iokin. Hvað verður inn í sumar að mati Capone? „Snoðkollurinn ersumarklippingin" (enda eru þeir báðir snoðaðir). „Síð- an væri líka gaman að sjá jogging- buxurnar með teygjunni að neðan sem maður setur undir skóna. Svona stretsbuxur með röndum og kínaskó við. Rúllukragabolirnir, skíðaklossar á malbik, fólk með skalla að safna hári og tribal tattoo á bílum hafa aldrei verið sterkari. Það vantar líka gyðingahúfurnar og alpahúfur, þær eiga eftir að koma sterkt inn í sumar." -Talið berst þá að íslensku kven- fólki og umræðunni um lauslæti kvenþjóðarinnar. Hvernig er ís- lenskt kvenfólk í ykkar augum? „Það er auðvitað fullt af lauslátum kellingum út um allt, en það er fullt af kellingum sem eru það ekki," segir Búi: „Menn ættu frekar að hugsa bara um sitt eigið rassgat en vera ekki að einbeita sér að öðrum. fyndið með íslendinga aó þeir viljá alftaf vera í einhverju ákveðnu formi og ef þeir fitta ekki Inn í það form þá er það bara rangt." A'ndri hefur skoðanir_á þessu..líka: „Það sannar þessa kenningu ha Búa að ef þú labbar niður Laugaveg- i,nn þá er önnur hver stelpa í fötum : úr sömu fatabúðinni og til að bæta gráu ofan á svart þá er önnur hver stelpa hérna aflituð, sem er náttúru- lega hellað. (slenskar stelpur eru bara jafn mis- jafnar og þær eru margar, en þær eru ekkert öðruvísi en til dæmis gell- urnar í Svíþjóð. Það er bara einhver minnimáttarkennd í íslendingum að halda að allir séu svo sérstakir. Fal- legastir, bestir og allt þetta helvítis rugl. Þegar allt kemur til alls þá er þorri þjóðarinnar plebbar sem grilla og horfa á Eurovision. Er eitthvað sérstakt við það?" segir Andri. „Það er alltaf sama liðið sem er að ráðast á einhverja. Þeir eru líka alltaf í einhverjum hópum í dag, ólíkt því í gamla daga. Núna ráðast fimm eða sex gaurar á einhvern einn sem ræður kannski við hálfan," bæt- ir Búi við. Um Ólaf Ragnar og ís- lenska pólitíkusa Hvað er mesta turnoffið? „Það eru til dæmis svartar sokkabuxur og öll svona tilgerð, stelpur sem eru að reyna að vera eitthvað annað en þaét^ eru. Það sem kveikir í karlinum 'er þegar konur koma til dyranna eins og þær eru klæddar á eðlilegan hátt," segir Búi. V -Þegar hingað er komið labbar Gunnar Örn Örlygsson fram hjá glugganum þar sem við sitjum inni á Prikinu og talið berst því að ís- Þegar allt kemur til alls þá er þorri þjóð- arinnar plebbar sem grilla og horfa á Eurovision. Er eitthvað sérstakt við það?

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.