Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 26
 ir skotið IondLSu^ álsins er ro nær sem er m r |h§1|£|. ; ■ feS*?í8P»iP' . rnabarnið segi "fíls barns sem stendur á gati þegar amman segir á við drullupoll. Er kynslóðabilið, í formi mismunandi málvenja, að breikka? Orðlaus fór á stúfana og kannaði málið. Við spurðum ungmenni landsins um orð sem hafa verið tekin góð og gild á einhverjum tíma. Og eldra fólk- ið fékk svo.að spreyta sig á orðum sem unglingarnir nota og hafa notað. Kannski er það lýsandi fyrir kynslóðabil- ið að á meðan ungmennin hreyfðu engum andmælum við að blaðamaður smellti af þeim mynd voru þeim eldri menn og konur mun feimnari við tæknina. En skilja þau hvort annað? urmull? Ég veit ekki svona. rusti? Rusl eða eitthvað. skúffelsi? Það er... dúskurinn á þjóðbún- gumpur? Ég veit það ekki. ábrystir? Ég kannast við það. Það þýðir að ingshettunni. föðurland? Það þýðir heimaland. bresta á. mör? Fjara, eða eitthvað. gambri? Ég hef ekki hugmynd. Kannski kaskeiti? Það eru skilaboð. fjalla- eitthvað. tólg? Það er afgangur af fiski eða eitt- hvað svoleiðis. barlómur? Eitthvað kynferðislegt, ábyggi- lega! brillur: Það tengist hérna... það er eldhús- áhald. internet: Það er náttúrulega bara upplýs- ingamiðill. að meika'ða: Að takast það. pumpa: Það getur verið verklegt. Bara að pumpa í dekk og svoleiðis. metró: Bara neðanjarðarlest, eða borgar- búi. bögga: Að gera mönnum lífið leitt, að abb- ast upp á fólk. svalur: Hugaður, kjarkmikill. dissa: Að vera leiðinlegur við. hnakki: Það veit ég ekki. ipod: Ég kem því ekki fyrir mig núna. gemsi: Er það ekki svona rassvasasími? chilla: Það veit ég ekki. Hef aldrei heyrt það. bæt(byte); Ég veit ekki hvað það er. Frá örófi alda hefir umræða um íslenska tungu, og sérdeilis þróun hennar, markað sam- félag vort. Því má halda fram að slík sé staðan í hverju því þjóðlandi er annt er um eigin tungu. Málið hlýtur líf sitt í munni hvers manns er það talar. Mjólkursamsalan hefir lagt sitt á plóginn, hampað stríðsexi í þjóðlitunum og messað: "Á vörum okkar verður tungan þjál - þar vex og grær og dafnar okkar mál. Að gæta hennar gildir hér og nú. Það gerir enginn nema ég og þú." Sú er staðreynd tungumála að lísbarátta þeirra er háð í hugum þeirra er þau tala. En beina má þó sjónum að þvi að prentmiðlar, og allt það er festir tungumálið í sessi og skorðar það af í reglur, eru tiltölulega nýlega komnir fram á sjónarsviðið ef litið er til sögu heimsins og mála hans. Því má hér nánast afskrifa upp- hafsorð þessarar litlu tölu og þykir næsta víst að í upphafi hafi hver talað sitt móðurmál án inngripa frá stjórnvöldum eða verndarsinnuð- um hermönnum tungunnar. Saga frændmáls okkar - og eins helsta ógnvalds - enskunnar, kennir okkur að umræða um hrörnun málsins hafi ekki dafnað fyrr en tilraunir voru gerðar til að njörva það niður og setja því reglur. Fyrir þann tíma talaði hver með sínu nefi, alls grun- laus um að til væri eitthvert æðra form tungu- málsins. í enskunni, hvar hvers kyns mállýskur takast á, var því slegið föstu að ein mállýska skaraði fram úr systkinum sínum og í kjölfar þessa þróaöist sú skoðun að hin óheppnu systk- ini væru mörkuð einkennum hrörnunar. Þess má til gamans geta að nokkrar þessara óæðri systra eru þær mállýskur er mestum tryggðum hafa haldið við hið forna mál; eigi fengið að láni jafn mörg orð úr frönsku og latínu, en haldið sínum fornensku orðum við lýði. En svo má náttla ekki heldur bara gleyma þvi að í MS-dæminu syngur gellan líka: "þar vex og grær og dafnar okkar mál" sem þýðir að hún er að segja að málið eigi að dafna. Og það gerir það náttla ekki öðruvísi en að breytast. Annað væri bara eitthvað dúbíus. Og þó við fáum soldið lánað úr ensku, só? Það eru allir að gera það og eins og stendur þarna fyrir ofan þá fékk enskan alveg böns úr frönsku og latínu. Það mé eiginlega segja að það sé líka soldið tvisted að latína sé eitthvað fansí tungu- mál þar sem það er búið að vera steindautt í langan tima og er ekkert að þróast. Annars væri það bókað líka orðið geðveikt breytt. Og það er ekki eins og brillur og skúffelsi hafi ekki einhvern tíma verið stolið úr dönsku - eru það eitthvað flottari orð en metró og bögga? Spurningin er náttla bara hvað við erum að fíla og hvað ekki - á málið að breytast eða ekki? Milliveginn má alltaf fara. En að sjálfsögðu mun hann einnig færast til - það er eðli miðj- unnar. Ef enskan togar meira og meira mun hann ósjálfrátt, og kannski gegn eigin vilja, færast nær henni. Hver þarf að feta sinn. Ég þekki íslenskukennara sem eftir nokkurra ára búsetu erlendis er kominn á þá skoðun að það eigi að fella niður fallbeygingar í íslensku. Eins og enskan gerði á sínum tíma. Spurning- in stendur: hvað er málið? Og hvað mun það verða? Sunna Dis Másdóttir

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.