Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 28
r-dLBu»C3 Sóðabælið lifnar við Ein umtalaðasta mynd ársins, Sin City, í leikstjórn Ro- berts Rodriguez og Franks Miller kemur í kvikmynda- hús föstudaginn 8. júlí. Undirrituð er búin að sjá mynd- ina og ég verð bara að segja eitt stórt VÁ! Hún er einn tæknilegur kokkteil full af ofbeldi, frábærum leikurum, leikstjórum, og tæknimönnum. Stórstjörnur eru í hverju hlutverki og auk Rodriguez og Millers er Quentin Tar- antino gestaleikstjóri. Hvernig gæti þetta líka klikkað? Undirheimarugl í spilltustu borg Bandaríkjanna Myndin er gerð eftir margverðlaunuðum teiknimyndasögum Franks Millers, Sin City sem hafa notið gífurlegra vinsælda hjá mynda- sögugúrúum um árabil. Glæpasögurnar gerast í borginni Basin City sem er svo spillt og full af glæpalýð og undirheimarugli að hún gengur undir nafninu Sin City. Þeir Miller og Rodrigu- ez færðu þessar frægu sögur yfir á hvita tjald- ið og útkoman varð hreint út sagt mögnuð samblanda af nokkrum sögum sem flækjast saman á stórskemmtilegan hátt. Aðalhetjan er hörkutólið Marv sem leikinn er af sjálfum Mickey Rourke. Þegar hann finnur hina gull- fallegu Goldie, (sem hann hafði eytt nóttinni með) dauða í rúminu sínu hefst stórkostlegur eltingaleikur um alla borgina þar sem Marv valtar yfir mann og annan til að leita að morð- að þeim í mörg, mörg ár. Það var því langþráð- ur draumur hans að fá að kvikmynda söguna, en að telja Miller á þessa frábæru hugmynd átti ekki eftir að verða eins auðvelt. Miller hafði komið að gerð kvikmynda áður, þegar hann vann að handritinu að Robocop 2, og hafði heitið því að láta Hollywood aldrei gera kvik- mynd eftir sög- unum sínum. Það stoppaði þó ekki leik- stjórann (sem hefur unnið að myndum á borð við Desperado, Once Upon a Time in Mex- Náin samvinna Millers og Rodrigu- ez skilar sér hér í meistaraverki sem menn geta verið sammála um að sé eitthvað sem aldrei hef- ur sést á hvíta tjaldinu áður. ingjanum án þess að hugsa sig um hvern hann drepur eða meiðir. Saga löggunnar Hardigans sem leikin er af Bruce Willis, og ungu stúlkunn- ar Nancy Callahan (Jessica Alba), sem hann hefur helgað lífi sínu í að bjarga, blandast inn í hefndarför Marvs, auk þess sem mannæt- an Kevin (Elijah Wood), barþjónninn Shellie (Brittany Murphy), spillta löggan Jackie Boy (Benicio DelToro) leðurklæddu vændiskonurn- ar og spæjarinn Dwight (Clive Owen) spinnast inn í söguna með ofbeldi, morðum og mann- áti. í myndinni eru í rauninni engar hetjur, ein- ungis ólíkir karakterar með mismikinn vott af siðferði. Þær allar virðast vera að leita að ein- hvers konar misbrenglaðri ást í þessum svart- hvíta heimi. Leikstjórateymið eitt það besta sem hægt er að biðja um Rodriguez var alltaf mikill aðdáandi Sin City teiknimyndabókanna og segist hann hafa safn- ico, The Faculty og Spy Kids). Hann fékk vini sína til liðs við sig og skaut stuttmynd eft- ir einni Sin City sögunni sem hann sannfærði Miller um að kíkja á. „Ég sagði honum að það yrði skömm að taka sögurnar og troða þeim í kvikmynd. Þess vegna ættum við að nota kvikmyndagerðina og alla tæknina tengda henni og breyta kvikmyndinni í lifandi teikni- myndasögu," sagði Rodriguez í viðtali við 60 Mínútur. Miller kolféll fyrir þessu. Til þess að toppa þetta lét Rodriguez Miller setjast í leik- stjórastólinn við hlið sér. Hann vildi gera mynd Franks Miller, ekki sína útgáfu af sögunni. Þeir skyldu því gera myndina saman. hittust ekki einu sinni fyrr en á frumsýningu myndarinnar þrátt fyrir að hafa leikið í sömu atriðunum. Svona er tæknin orðin! Þar sem ekki þurfti að byggja stóra sviðsmynd kostaði myndin ekki fúlgu fjár, bara rúmlega 40 millj- ónir dollara. Á ótrúlegan hátt tókst þeim Miller og Rodriguez að koma teiknimyndunum á hreyf- ingu. Myndin er svarthvít eins og sögurnar en Rodriguez notar liti hér og þar til þess að leggja áherslu á viss atriði. Þó að maður horfi á skotbardaga sem enda með því að blóð spýt- ist um allt, horfi á endalaust ofbeldi, mannát og morð, þá virkar ekkert af því eins og það sé að gerast í raunveruleikanum. Hver ein- asti rammi er í rauninni eins og kljpptur út úr teiknimyndabókinni, gjörsamlega útpældur. Þó að ofbeldið hafi farið fyrir brjóstið á sum- um gagnrýnendum blæs Miller á allt slíkt og verið er að vinna að gerð annarrar myndar um syndabælið, sem væntanleg er árið 2007. Náin samvinna Millers og Rodriguez skilar sér hér í meistaraverki sem menn geta verið sammála um að sé eitthvað sem aldrei hefur sést á hvíta tjaldinu áður. Steinunn Jakobsdóttir Þó að Frank Miller hafi aldrei leikstýrt kvik- mynd áður hefur hann gífurlega reynslu í mynda- og sögugerð. Hann byrjaði ungur að skrifa teiknimyndasögur - einungis 19 ára var hann farinn að starfa sem slíkur í New York og varð mjög stór í bransanum strax á áttunda og níunda áratugnum. Hann hefur meðal annars samið og þó ekki til þess að tapa sjarmanum af teikni- myndagerðinni því gífurleg vinna var lögð í þúninga og förðun. „Við tókum myndina í einu herbergi, einu grænu herbergi alveg eins og þú myndir gera við veðurfréttamann fyrir framan veðurkortið sem sett er inn á á eftir," sagði Rodriguez. Leikararnir þurftu því ekki að vera lengi í settinu, þeir þurftu ekki einu sinni að vera þarna á sama tíma. Sumir þeirra teiknað Daredevil- seriuna, en sú sería kom honum á kort- ið. Auk hennar vann hann að Ronin sem sló i gegn, skrifaði handritið að Ro- bocop 2 (1990) og RoboCop 3 (1993) og vann að mynda- seríunni um skamma hríð. Hann hefur skrifað teiknimynda- sögur um persón- una Elektra, vann að Hard Boiled, Give Me Liberty og 300 seríunnni. Mesti hróðurinn var þó brautryðjandaverk hans um Batman, The Dark Knight Returns, frá árinu 1987. Mill- er skapaði síðan hinn svarthvíta Sin City heim árið 1991 og fjórtan árum síðan horfði hann á sögurnar sínar á hvíta tjaldinu. Tölvutæknin notuð á nýjan hátt Myndin var öll tekin í stúdíói Rodriguez, Troublemaker. Þarna var engin raunveruleg sviðsmynd, einungis leikarar og leikstjóri og umhverfið búið til í tölvu á eftir. Það varð I bíó - Frumsýningar á næstu vikum A Lot líke Love frumsýnd 3. júní Rómantísk gamanmynd með þeim Ashton Kutcher og Amöndu Peet í aðalhlut- verkum. Nigel Cole leikstýr- ir myndinni sem fjallar um tvær ungar persónur sem lenda í hinu og þessu í til- hugalífinu eins og gengur og gerist. Sin City frumsýnd 8. júlí Mögnuð mynd frá snill- ingunum Frank Miller og Robert Rodriguez með gommu af stórstjörnum í að- alhlutverkum. (Sjá umfjöll- un fyrir ofan). Mr. and Mrs. Smith frumsýnd 10. júní Skötuhjúin Brad Pitt og Angelina Jolie fara með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Dougs Liman og leika þar Smiths-hjónin sem starfa bæði sem leigumorð- ingjar. Þegar þau fá það verkefni að drepa hvort annað byrjar hasarinn fyrir alvöru. Batman Begins frumsýnd 15. júní Ein af stóru smellum sum- arsins fjallar um það hvern- ig Bruce Wayne verður að ofurhetjunni Batman. Það er Christian Bale sem tekur að sér hlutverk Batmans, en aðrir leikarar eru Ken Watanabe, Cillian Murphy, Michael Caine, Morgan Freeman, Katie Holmes og Liam Neeson. The Amityville Horror frumsýnd 17. júní Andrew Douglas leikstýr- ir þessari hrollvekju sem byggð er á sannsöguleg- um atburðum. Myndin er framleidd af Michael Bay, sem færði okkur hina ógn- vekjandi endurgerð Texas Chainsaw Massacre, og er þessi mynd sögð einkar óhugnanleg. Are We There Yet frumsýnd 17. júní lce Cube fer á kostum í þessari nýju gamanmynd sem fór beint á toppinn í Bandarikjunum. Þegar pip- arsveinninn Nick (lce Cube) þarf að passa krakka fráskil- innar móður, sem hann er ný byrjaður að hitta, endar allt í einum stórum hræri- graut. Guess Who frumsýnd 22. júní Bernie Mac og Ashton Kutcher leika í þessari grínmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Ashton Kutcher þarf að sanna sig fyrir tengdapabba sinumsemíeikinn eraf Bern- ie Mac, en tengdapabbinn er alls ekki sáttur við nýja kærasta dótturinnar.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.