Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 36

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 36
— Það er margt sem breyt- ist á tveimur áratugum en í gegnum aldanna rás hefur tuttugasta öld- in eflaust vinninginn í keppninni um hvaða öld fól i sér mestu og hröð- ustu breytingarnar. Þess- ar breytingar eru marg- víslegar en á síðustu tíu árum má segja að samskipta- og tolvu- —• tæknin hafi haft jafn öflug áhrif á menningu okkar og iðnbyltingin á sínum tima. Menmngar- legar breytingar má oft mæla á viðhorfum ungs fólk til lífsins og tilver- unnar því það er jú svo opið fyrir nýjungum. Sumt af þessu má túlka sem jákvætt á meðan annað er eitthvað sem mætti alveg gagnrýna og röfla yfir, en j>að „ ætlum við einmitt að gera í þessari grein. Anorexía, bær á Suðurpólnum Hefst nú röflið: Fyrir tuttugu árum síðan hefði meðalgreindur ungling- ur að öllum líkindum giskað á að anorexía væri staður á suðurheim- skautinu þegar þetta framandi orð bar á góma. Ástæðan var sú að krakkar vissu bara ekki hvað anor- exía var. Það var enginn með anor- exíu í þeirra nánasta umhverfi og offita var heldur ekkert issjú. Það var kannski einn feitur í bekknum og annar svona smá þybbinn, en fyrir utan það voru allir bara í kjörþyngd. Allir gátu klifrað upp kaðlana í leik- fimi. Allir gátu stokkið yfir hestinn (nema þessi feiti) og allir gátu hæg- lega farið í handbolta. Sparikók ' * Fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan var kók munaðarvara. Fjöl- | skyldumóðirin fór kannski út í búð á föstudegi og splæsti í einn líter af kóki til að hafa með matnum á sunnudeginum. Kók var bara drukk- ið spari, í afmælum eða svona til til- breytingar á sunnudögum. Það var ekki eins og kóksjálfssalar æptu á mannskapinn á öðru hverju horni, í skólum og íþróttahúsum og reglu- bundnar kókauglýsingar í sjónvarpi hvettu fólk til að sulla í sig aðeins meiri sykri. Nei, það var ein kókaug- lýsing á ári og það á sparitíma allra ■* sparitíma, jólunum. I'd like to teach the world to sing sungu allar heims- ins þjóðir með kerti í hönd til að minna okkur á að framleiðendur kók væru friðelskandi manneskjur sem vildu gleðja heiminn með kóki. í dag er öldin önnur. Meðal gelgjan þambar svona lítra af kóki á dag og borðar úr mötuneyti framhaldskól- ans snúða, snikkers, sómasamlokur, hamborgara, fituklepraðar kótilett- ur og ofursalta aspas súpu. "Fæðu" sem væri hentug til að ala grísi en ekki fólk... vegna þess að fólk er ekki ætlað í beikon framleiðslu, eða hefur í það minnsta ekki verið það hingað til. a Banall anall Fyrirtuttugu árum voru heldur ekki margir sem vissu hvað orðið "anal" þýðir, en ( dag er varla sá ungling- ur til sem ekki hefur heyrt á þetta minnst og það sem meira er, margir stunda þennan saurlifnað af kappi. Það er sko af sem áður var því fyrir þessum frómu tuttugu árum þá voru þaðbarahommarsemstunduðu rass- mök og ef strákar stungu upp á þess- ari undarlegu hugmynd við kærust- urnar sínar þá fylltust þær um leið skelfingu og ályktuðu að gaurarnir þeirra væru eflaust hommar. Þannig var þetta bara. Rassmök voru fyrir homma en ekki fyrir gagn- kynhneigt fólk, enda áttu gagnkyn- - hneigðir karlmenn að vilja sofa hjá konum af því þær voru konur með píku. Niðrandi uppnefni eins og saur- þjappa,rörpumpa,kleinuhringjabak- ari og fleiri voru höfð um homma með tilvísun í það að þeir stunda rassmök og um leið var verið að gefa það í skyn að rassmök væru ógeðs- leg. Svona niðrandi tal myndi varla ná langt í dag þegar rassmök virðast hafa náð sama status og sogblettir höfðu hér um árið. Lítið um klámvæð- ingu í Skonrokki Málið var að á þessum tíma hafði klámið ekki náð sömu tökum á mannskapnum og í dag og þessir tveir heimar; tónlistar- og klámiðn- aðurinn, höfðu ekki runnið saman á þann hátt sem sést svo vel í tón- listarmyndböndum í dag. Eitt kyn- ferðislegasta tónlistarmyndbandið sem hafði sést á þeim dögum var Madonna í Like a Virgin vídjóinu þar sem hún rúllaði sér eitthvað um í brúðarkjól og strauk yfir brjóstin á meðan Ijón þrammaði um í öðrum hverjum ramma. Madonna var í þá daga eins og allar venjulegar stelp- ur, í kjörþyngd og með smá lubba í handakrikunum. Mary Lambert vin- kona hennar leikstýrði því en ekki Nigel Dick, klámmyndaleikstjórinn sem leikstýrði hinu fræga mynd- bandi við Britney lagið Baby one more time. Tónlistarmyndbönd voru heldur ekki í gangi allan sólarhringinn í denn heldur var einn þáttur, einu sinni í viku sem sýndi úrval vinsælla myndbanda. Sá þáttur hét Skonrokk og hver einasti unglingur landsins var að sjálfssögðu límdur við kass- ann þegar hann birtist á skjánum. Til að baktryggja sig og slá í gegn hjá vinum var þátturinn svo að sjálfs- sögðu tekinn upp á myndbandstæki sem var á stærð við kommóðu og afraksturinn sýndur í sogbletta- og sleikpartýum á föstudögum. Ekkert til að apa eftir Fólk hafði svosum alveg séð klám í blöðum eins og Hustler, Rapport og Playboy, glápt á einhverja klám- mynd í góðra vina hópi, (þar til einn og einn strákurinn týndist fram á kló- sett rauður í kinnum), eða lesið klám- sögu í Tígulgosanum sem var svona klámsögublað. Málið var að þetta klám skipti bara ekki svo miklu máli í lífi krakkanna og átti engan þátt í að móta sjálfsmynd þeirra. Hvað þá að krakkarnir færu að bera sig sam- an við þetta loðna hressa fólk sem sprangaði um, stakk sér allsbert til sunds og eðlaði sig í vagga tjagga gleðiorgíum þar sem allir töluðu undarlega þýsku. Þetta voru bara fullorðnir útlendingar að stunda framandi kynlíf og það var engin ástæða til þess að halda að það hefði eitthvað með íslenskan raun- veruleika að gera eða halda að það væri vit í að fara að heimfæra sjálfa sig upp á þetta. Klámkonurnar voru allar þannig útlítandi að þær hefðu einsgetað verið uppstrílaðar mömm- ur eða frænkur áhorfendanna. Og engu hafði verið breytt á líkömum þeirra í þeim tilgangi að gera þær meira eins og teiknimyndafígúrur eða barbídúkkur sem eru sérstak- lega hannaðar með það í huga að höfða til kynlangana karla. Þær voru bara eins og konurnar sem maður sá í sundi í Vesturbæjarlauginni. Venju- legar kynþroska konur. Ekki hægt að miða sig við gerfiheiminn Talandi um breytingar. Photoshop var ekki til fyrir tuttugu árum og þessvegna gátu ungar stelpur ekki einu sinni staðið í því að bera sig saman við módel sem hafði verið gersamlega umturnað með hjálp þessa magnaða tölvuforrits; Augun gerð blárri, hvítan hvítari, tennurnar meira skínandi, brjóstin stærri, mitt- ið grennra, húðin sléttari o.s.frv. Konur voru í mesta lagi gerðar pínu- lítið sætari með aðstoð Ijósanna í stúdíóinu, maskara, augnskugga og meiki en engu fyrir utan það var hægt að breyta. Lýtalæknar á íslandi voru örfáir og fengust mest við að laga fólk sem hafði sprengt sig í framan með flug- eldum, sagað af sér putta, klesst nef- inu út á kinn eða lent í álíka leiðin- legum slysum... svo kom það fyrir að stór eyru voru saumuð niður svo að sá eyrnastóri/a væri ekki uppnefnd- ur Megas. Fimm á ári, ekki fimm á dag Brjóstastækkanir voru nánast óþekktar og ef einhver fór í svoleiðis þá kostaði það ekki meira en að láta taka úr sér botnlangann enda voru kannski gerðar í mesta lagi fimm svoleiðis aðgerðir á ári en ekki fimm á dag. Og ef einhver kona var nógu desperat til að vilja láta stækka á sér júllurnar með aðgerð þá þótti næsta víst að hún væri nógu andlega þjök- uð yfir þessu að Tryggingastofnun mátti borga niður kostnaðinn fyrir hana. Ekki var á vandræðin bæt- andi. Súkkulaðitöffarar og diskógellur Fyrirtuttugu árum voru líkamsrækt- arstöðvar óþekktar í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Fyrst voru þetta svona kraftlyftingastöðvar þar sem karlar eins og Skúli Óskars- son og Jón Páll pumpuðu sig upp í anda Arnolds en World Class opnaði árið 1985 og upp úr því fór þetta landslag að breytast. Til að byrja með voru það bara súkkulaðigaurar og diskógellur sem keyptu sér kort í Wold Class og hoppuðu eins og fífl í eróbikk timum (einn af þeim var einmitt íþróttaálfurinn) á milli þess sem þau pósuðu á skemmtistaðnum Hollywood. í dag kallast súkkulaði- gaurarnir FM hnakkar og diskógell- urnar kallast Guggur en hver ein- asti íslendingur sem eitthvað vit fer í ræktina á meðan hinir eru með móral yfir því að nenna ekki eða koma sér ekki í gang, enda nauðsyn- legt að sporna einhvernveginn við þessu sívaxandi offituvandamáli. Bómullarnærbux- ur með rassi Fyrir tuttugu árum síðan gekk ekki ein einasta stelpa í G-streng enda var hann með öllu óþekkt fyrirbæri. Stelpur gengu bara í vikudaganær- buxum með rassi eða Sloggy bómull- arnærum sem náðu upp í mitti. Þegar Gé-strengirnir komu fyrst í verslunina Ég og þú voru viðbrögð fyrsta kúnnans sem sá þær að taka þær upp með vísifingri og þum- alputta eins og maður tekur upp skítuga tusku og spyrja forviða -Oj, hver gengur í svona klámbrók?! Það var heldur ekkert verið að raka sig að neðan. Fólk var bara loðið og ósnert eins og fallegur þýskur skógur eða sænskur akur. Engar breytingar

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.