Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.06.2005, Blaðsíða 42
42 ko ra Dagskrágerðarkona Hvaða húsi myndir þú helst viija búa í? I húsinu. Eins og í myndinni. Hver er draumabíllinn þinn? Mér finnst nú bara tilgangslaust að láta sig dreyma um bíla þegar mað- ur á hvítan dreka eins og ég. Hvað dýr myndir þú helst vilja eiga? Ég myndi ekki vilja eiga annað dýr en köttinn minn Hrapp. Hann er af tegundinni sirkusköttur. Svo væri ágætt að drita niður krökkum með tíð og tíma. Hvaða græja finnst þér vera ómissandi? Yddari. Hvaða karlmanni/konu myndirðu helst vilja vera með fyrir utan maka? Dýrslega sjarmörnum Benicio Del Toro. Hvað finnst þér vera ógeðslegt? Flest. Kláðamaur. Ef þú mættir fá að vita eitthvað fyr- ir víst, hvað myndir þú vilja vita? Ég vil vita hvenær ég á að sækja gullpálmann. Hrafnkell Tónlistarmaður Hvaða húsi myndir þú helst vilja búa í? í því húsi þar sem fjölskyldan mín er hjá mér. Hver er draumabíllinn þinn? 1978 450SL Benz blæjubíll - svo er ég reyndar ferlega ánægður með VW Passatinn minnl! Hvað dýr myndir þú helst vilja eiga? Ljón. Hvaða græja finnst þér vera ómissandi? Line6 gítarinn minn Hvaða karlmanni/konu myndirðu helst vilja vera með fyrir utan maka? Gellunni í Brúðkaupsþættinum Já á S1. Hún er þokkalega flottl! Hvað finnst þér vera ógeðslegt? Fiskibollur í dós með bleikri sósu - bjakkl! Ef þú mættir fá að vita eitthvað fyr- ir víst, hvað myndir þú vilja vita? Ég kann ágætlega við að láta hlut- ina bara koma í Ijós. Sumarið 2005 Sumarið er gengið I garð, íslendingum til ómældrar ánægju - þótt það þýði stundum ekki annað en að bæta sólgleraugum viðvetrarklæðnaðinn.Sólin skín, fuglarnir syngja og grasið sveiflast til og frá í ísköldum norðanvindinum á meðan við látum okkur dreyma um sumarfrí á suðrænni strönd. Nú eru samt ekki allir það fjárhagslega vel í stakk búnir að geta stungið af í erlenda sumarsælu. En það þarf ekki að leita langt yfir skammt. Island hefur nóg upp á að bjóða fyrir sólþyrsta landsmenn. Stressaðir borgarbúar, sem varla hafa tíma til að keyra í Hafnarfjörðinn, þurfa heldur ekki að örvænta - Reykjavíkin sér um sína. Þegar sumrar er kominn tími til að yfirgefa öruggt skjól Kringlunnar og Smáralindarinnar og kanna óendanlega möguleika borgarinnar. Hvort sem lesendur hafa yfir bíl og tíma að ráða eða halda sig innan hinna heilögu marka hundrað og eins er Orðlaus með svörin. I huga flestra þýðir sumarið afslöppun - sem oftar en ekki felst í hinni fullkomnu blöndu af sólböðum og vatnsböðum. Um leið og sólin kíkir fram með loforði um brúnkuslikju stappfyllast heitir pottar landsins. Laugardalslaugin og Bláa Lónið hafa sína kosti, en fyrir þá sem ekki langar að hjúfra sig upp að misloðnum ókunnugum mönnum í von um eina freknu, eða nenna ekki að kljást við bandbrjálaða og leiruga túrista, er Orðlaus með aðra möguleika. Áttu bíl? Hefurðu tíma? Hefur þig alltaf dreymt um að fara I amerískt Road Trip? Þá er tilvalið að skella sér í ísbíltúr til Tálknafjarðar. Skelltu nokkrum góðum vinum, fullt af skemmtilegri tónlist, flatkökum og einhverju nasli í bílinn, og leggðu af stað. í 404 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík er þetta tilvalinn áfangastaður. Tjald (eða bara svefnpoka ef þú vilt storka örlögunum) tekurðu með þér ef þú getur ekki hugsað þér að keyra fram og til baka í einum spretti. En þegar á Tálknafjörð er komið bíða verðlaunin: Uppi í fjallshlíð er lítill heitur pottur sem íbúar kalla Pollinn. I órafjarlægð frá mannmergðinni tekur Pollurinn á móti þér og vinum þínum opnum örmum. Hér er loðinn túrhestur hvergi I sjónmáli þótt þú megir búast við því að rekast á eina og eina rollu. Gefðu henni flatkökuna sem þú tókst með þér og ef þú ert heppin/n leggst hún alsæl niður og leyfir þér að nota sig sem kodda á meðan þú liggur í bleyti. Annar möguleiki er hin geysivinsæla Seljalandslaug, sem hefur að vísu verið lokuð í nokkurn tíma. Laugin er ansi tilkomumikil þar sem hún stendur alein og yfirgefin, hvít með djúpgrænu vatni. Hvort þú viljir eingöngu njóta útsýnisins eða taka áhættuna á að dýfa þér ofan í gróðurinn I vatninu fer alveg eftir ævintýraþorsta þínum. Orðlaus tekur enga ábyrgð á baðgestum laugarinnar. Fyrir þá sem vilja vera alveg öruggir um friðhelgi einkalífsins í lauginni sinni er bara einn möguleiki í stöðunni: Að fjárfesta í uppblásinni einkalaug. Þótt stærðinni sé kannski ekki mikið fyrir að fara hefur hún þann augljósa kost að hægt er að ferðast með hana um allt land - á meðan þú hefur aðgang að vatni. Og ef þú treystir þér ekki ofan I græna vatnið í Seljalandslauginni geturðu alltaf troðið þessari í skottið á bílnum og tekið hana með ásamt þónokkrum plastflöskum af volgu vatni. Þegar út úr Kringlunni og Smáralindinni er komið í upphafi sumars hljóta margir að vera I sárri þörf fyrir nýjan stað til að hanga á enda er hangiríið eitt stærsta tilhlökkunarefni sumarsins í huga margra. Orðlaus veðjar á að bekkurinn fyrir framan Bónus verði einn heitasti staðurinn I sumar. Þetta er besti staðurinn fyrir þá sem þyrstir í mannleg samskipti: Nálægðin við Bónus ber ekki eingöngu með sér að ódýr matvæli séu við höndina, heldur mun mannlífsflóran einnig blómstra við bekkinn. Þar er að sjálfsögðu ágætisskjól, og ekki spillir hellulagða planið fyrir. Þar er hægt að kríta að vild á milli þess sem kjamsað er á nýjustu afurðum verðstríðsins. Fyrir r'cJL3i tc3 43 Gunnhildur Helga Þáttastjórnandi í Djúpu Lauginni Hvaða húsi myndir þú helst vilja búa í? Gamla Borgarbókasafninu í Þing- holtsstræti. Hver er draumabíllinn þinn? Mig myndi langa í Porche sportbíl, en annars hef ég alltaf verið hrifin af gömlu VW Bjöllunni. Hvað dýr myndir þú helst vilja eiga? Hund - West Highland White Terri- er Hvaða græja finnst þér vera ómissandi? GSM síminn minn. Hvaða karlmanni/konu myndirðu helst vilja vera með fyrir utan maka? Brad Pitt. Hvað finnst þér vera ógeðslegt? Svitalyktog brúnar, skemmdartenn- ur. Ef þú mættir fá að vita eitthvað fyr- ir víst, hvað myndir þú vilja vita? Ég myndi ekki vilja vita neitt fyrir víst af því að þá væri maður alltaf að bíða eftir að sá atburður myndi eiga sér stað. Hvaða húsi myndir þú helst vilja búa í? Danska sendiráðið er farið að verða fínteftirendurbæturogekkiskemm- ir staðsetningin. Hver er draumabillinn þinn? Mig langaði í PT Cruiser en eftir að annar hver "uppi" á íslandi keypti sér eintak verð ég að segja Trabant. Bjarni Mínus Hvað dýr myndir þú helst vilja eiga? Hreindýr til að halda tengslum við forfeður mína. Hvaða græja finnst þér vera ómissandi? í augnablikinu er það Ipod en ég reyni að reiða mig sem minnst á nokkuð sem heitir græja. Hvaða karlmanni/konu myndirðu helst vilja vera með fyrir utan maka? Ég hugsa bara einfaldlega ekki um aðrar konur en kærustuna mína. Án gríns! Hvað finnst þér vera ógeðslegt? Bláa lónið, bara spurning um hvenær túristarnir fatta að þetta er ekkert nema hvítur brunddrullupoll- ur sem kostar að drulla sig út I. Ef þú mættir fá að vita eitthvað fyr- ir víst, hvað myndir þú vilja vita? Af hverju hættu Jennifer Aniston og Brad Pitt saman! kaffiþyrsta er rétt að benda á að ókeypis kaffi í Landsbankanum er mjög skammt undan. Arnarhóll er innilega vanmetinn. Þó að stundum geti blásið aðeins um kinnar hefur hann upp á hið prýðilegasta útsýni að bjóða. Þú gætir ^ jafnvel eignast nýja vini 1 eða kunningja í hópi þeirra sem stunda hólinn.Ogþegar vinskapurinn glæðist máttu jafnvel eiga von á því að vera boðið upp á áfengi - ekki slæm búbót fyrir sumarglatt fólk sem hefur eytt allri hýrunni í hvít föt. Þakparti hafa notið mikilla vinsælda erlendis, og það er engin ástæða til að forðast þau hér heima fyrir. Það sem þú þarft er fyrst og fremst aðgangur að flötu þaki - nokkuð sem getur reynst erfitt í bárujárnsparadísinni Reykjavík. Ef ekkert er þakið og þú treystir þér ekki til að láta gestina klífa gamla Morgunblaðshúsið með ísöxi að vopni, kemur Sundhöllin alltaf til greina. Á þaki hennar er sólbaðsaðstaða. Þar getur þú að vísu ekki haldið annað en áfengislaus partí með gestum af einungis öðru kyninu en eitthvað af stemmningunni skilar sér vonandi. Að stelpurnar megi vera berar að ofan virkar kannski sem ísbrjótur. í byrjun sumars þarf ekki bara að endurnýja fataskápinn. Fólk þarf líka að koma sér upp nauðsynlegustu kitunum fyrir sumarið. Plastgarðhúsgögn ættu að vera með því fyrsta sem þú fjárfestir í í sumar. Þau er að sjálfsögðu hægt að nota á hefðbundinn hátt undir kaffibolla úti í garði. En hugsaðu þér bara hversu miklu auðveldara líf þitt verður þegar þú þarft ekki lengur að vera mætt/ ur á Austurvöll klukkan átta um morgun til að ná borði fyrir hádegið. Þú kippir einfaldlega húsgögnunum með þér, og ef þú vilt geturðu ráðið yngra systkini til að þjóna þér til borðs. Ef þú ætlar þér að freista gæfunnar í Nauthólsvíkinni í sumar er meira en hentugt að byrja að gera heimavinnuna núna. Þá er ekki átt við að skrapa af sér húðina með skrúbbi og taka B- vítamín og borða gulrætur til að ná sem bestri brúnku. Nei, vertu sniðug/ ur og lærðu að hekla. Uppskrift að hringlaga dúk á borð má finna I hvers kyns hekl- og prjónablöðum. Þú stækkar svo uppskriftina þónokkuð og heklar sólhlíf sem þú getur tekið með þér á ströndina. Þannig geturðu sótt I skugga ef þér hitnar um of I íslensku sumarsólinni, og hlífin virkarsvosem hið fínasta teppi þegar sólin stingur sér á bak við ský. Þetta er tilvalið fyrir artí fólk sem getur hannað sína eigin sérstöku hlíf og ef það vill ganga skrefi lengra í sérstaklegheitum getur það uppskorið einstaka, doppótta sólbrúnku ef vill. Þér þarf alls ekki að leiðast I sumar. Ef þú nennir hreinlega ekki að liggja I sólbaði eða heitum potti er nóg af öðrum sniðugum hlutum í boði. Farðu og stökktu í hylinn í Mosó, eða skelltu þér niður á höfn að dorga - nokkuð sem Reykvíkingar gera allt of lítið af. Orðlaus hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þar sé hægt að krækja í eins og einn ófrýnilegan marhnút. Passaðu bara að vera búin/n að kaupa grillmat fyrir kvöldið því það er með öllu óvíst að eitthvað ætt komi upp úr Reykjavikurhöfn. Ef þessar hugmyndir gera það ekki fyrir þig, leggðu þá þig og eigin haus I bleyti. Og ekki gleyma að sumarið hefur upp á allt bjóða. Þú þarft bara að bera þig eftir því.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.