Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 22

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 22
FARÐAR.. STORSTJORNURNAR Karólína starfar sem förðunarfræðingur hjá MAC. Hún hefur ferð- ast um allan heim, farðað fyrir auglýsingar, tískusýningar og unnið með fremstu artistum heims á borð við Gucci, Naomi Campell og Yv- es Saint Laurent. I stuttu stoppi sínu hér á landi gaf hún sér tíma til að fræða lesendur Orðlaus um starfið og tískustraumana í vetur. „Ég byrjaði i bransanum fyrir svona 23 árum. Eftir að hafa verið í skóla fór ég að vinna fyrir Yves Saint Laurent í París sem var mér mikil lífs- reynsla. Síðan hef ég fengið mikla þjálfun í vinnu minni hjá MAC" segir Karólína, en hún hefur starfað sem förðunarfræðingur hjá þessu virta meki í fjölmörg ár og kemur hingað til lans með reglulegu millibili til að kenna íslenskum MAC-stelpum allt það nýjasta í förðuninni. TIPS Nú er samkeppnin gífurleg í þessum bransa og mik- ið af ungu fólki nýkomið úr skóla sem vill starfa á þessu sviði. Hvað er það mikilvægasta sem hafa ber í huga ef maður vill ná langt? Það eru margar mismunandi leiðir til þess að ná langt í þessu fagi. Þegar þú kemur út úr skólanum átt þú eftir að læra mikið og þarft að fara að hugsa vel og vandlega um það hversu mikið þú vilt þetta. Margir byrja sem aðstoðar- menn fyrir förðunarmeistara og læra þannig, en það er mikil vinna. Þú þarft að hringja og hringja, vinna frítt í ein- hvern tíma og vera ágeng, einbeitt og síðast en ekki síst mjög raunsæ. Það kemur enginn og bankar uppá hjá þér og bíður þér vinnu, þannig virkar þetta ekki. Þetta snýst einnig mikið um að koma sjálfum sér á framfæri og til þess verður þú að geta talað við fólk þar sem vinnan snýst um að starfa með módelum, Ijósmyndurum og örðum förðun- armeisturum. En þetta hlýtur að vera erfitt. Já, þetta er ekki eintómt glys og glamúr heldur mikil vinna. Það getur verið erfitt að vinna á stórum tískusýn- ingum þar sem er mikið stress og fólk fer að öskra á þig. Þá er mikilvægt að vera sterkur því að það er alltaf einhver sem vill fá starfið þitt ef þú gefst upp. Þegar ég var að byrja að vinna í Þarís þá man ég að ég læddist inn á bað og hágrét, en aldrei þannig að neinn sæi til. Af þessu lærir maður samt alveg heilmikið. Þetta er bisness og þú lær- ir af öllum mistökum sem þú gerir og verður færari fyrir vikið. Ég elska þessa vinnu og ég myndi ekki vilja skipta á henni og neinu öðru. Hvað er mesta áskorunint? Þetta er erfið spurning sem ég held að sé best að útskýra með dæmi. Þegar ég var að vinna að tískusýningu með Tom Pecheux, sem er stór meiköppartisti þá sá hann um að hanna útlitið í sýningunni. Síðan þurfti ég að farða módelin í stílnum sem hann bjó til sem getur verið svolítið erfitt. Þá þurfti ég að skapa förðunina sem hann vildi fá fram, og þar sem hver og einn förðunarmeistari er með sinn eigin stíl getur verið erfitt að setja sig í spor annarra og finna út hvað hann sé að hugsa. Hvað eiga allar stelpur að eiga í snyrtibuddunni? Mikilvægast af öllu er að hugsa vel um húðina og það ger- irðu með góðu rakakremi. Til þess að gera húðina fallegri er hægt að nota litað dagkrem ef þú vilt ekki nota meik og setja bólu- og baugafelara á hökuna, undir augun og í kringum nefið. Auk þess er gott að hafa varagloss og ma- skara í buddunni. Hvað verður „inn" í vetur? Náttúrulegt útlit er málið í vetur. Sett er smá gljái á kinn- arnar með sólarpúðri og mikið um brons og skugga. Einn- ig verða sterkir varalitir vinsælir. Karólína gefur lesendum Orðlaus nokkur góð ráð að lokum. • Mikilvægt er að æfa sig og finna út sjálf hvað virkar fyrir þig. Þú þarft ekki alltaf að fylgja tískunni og ef þér finnst ákveðnir litir sem eru „inn" ekki passa þér, ekki nota þá. • Þú átt alls ekki að setja púður á allt andlitið á þér því þá virkar húðin á þér eldri. Þú átt að setja púður á ennið og nef- ið en alls ekki á kinnarnar. Það er mun fallegra að húðin virki heilbrigð og glóandi. • Ekki vera i öllum litum eins. Ef þú ert til að mynda í bleikum kjól með bleikan augnskugga og varalit þá lítur þú fremur skringilega út. Til er nokkuð sem kallast litahjól sem sýnir þér hvaða litir virka saman og þá er hægt að finna út flott heildarútlit. (Sjá litahjólið hér til hliðar) • Algengur misskilningur er að blár maskari dragi fram blá- an lit í augunum sem er þó ekki raunin. Appelsínugulur litur dregur mun meira fram blá augu og hægt er að ýkja augnlit- inn með því að setja til dæmis einhvers konar appelsínu- eða ferskjulitaðan tón á varirnar. • Ef þú vilt að augun á þér virki stærri, ekki setja þá ælæn- er í kringum augun. Settu hann bara ofaná augun og stækk- aðu þau enn meira með því að setja smokey augnfarða á augnlokin. MOJITO kvöld alla fimmtudaga á Thorvaldsen Bar flott tónlist, flott fólk og þú! # DJ Ema & Ellen 11. ágúst # DJ Palli 18. ágúst # DJ Kobbi mastermix jr. 25. ágúst FINLANDIA Hi0bna p/'r’SfÁ'Ái/.'f/ Thorvaldsen Bar .mg uaspiBAJOtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.