Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 26
Samféiagið var orðið mun frjálsara í lok sjötta áratugarins og í byrjun þess sjöunda. Þá var unglingatískan farin að ryðja sér til rúms svo um munaði. Sú bylgja átti eftir að magnast á komandi árum þar sem allir reyndu að gera eitt- hvað nýtt og ferskt. Unglingarnir urðu meðvitaðri um sinn eigin lífsstíl og skoðanir og kepptust um að sýna þær í klæðaburðinum. Barnslegt útlit og götutískan Unga fólkið eyddi og eyddi í neyslu og fór að leiða tískuna á ný mið með frumlegum og rótteekum hugmyndum sem mótuðust á götum stórborganna. Þangað sóttu hönn- uðurnir innblástur sinn og hópur af ungum stílistum fór að keppa við stóru nöfnin í tískubransanum. Fágaða góða stúlkan hvarf nánast alveg af yfirborðinu og við tók ögr- andi klaeðaburður í bland við barnslegt út- lit sem ýkt var upp með málningu og gervi- augnhárum. Ástin blómstrar á Carnaby Dæmigert viðhorf á sjötta áratugnum var að gleyma fortíðinni og líta fremur fram á veginn. Á þessum tíma var London háborg tískunnar og sixtís-lúkksins og göturnar Carnaby street og Kings Road urðu aðal verslunargöturnar, fullar af litlum búðum þar sem unga fólkið gat verslað allt frá nýjustu línunum í notaðan varning. Ástin blómstraði og ungdómurinn vildi gera allt til að sýna það. Þetta var hraður tími þar sem miklar breyt- ingar urðu í tísku, tónlist og nýsköpun og var þar margt sem hafði áhrif. Óhugnan- legar myndir frá Víetnamstríðinu hvöttu til mótmæla og öskur á breytingar á sama tíma og kvikmyndastjörnurnar héldu áfram að heilla almenning. Tónlistarmennirnir urðu kyntákn og aðdáendur sveita á borð við Bítlana og Rolling Stones lögðu sig fram um að líkjast goðunum. Allt var gert til að fylgja nýjustu tískunni sem breyttist hratt og dreifðist á sama hraða um heiminn. Fyr- irmyndir ungdómsins voru þó ekki einungis rokkstjörnur og kvikmyndaleikarar því mód- el, Ijósmyndarar og hönnuðir urðu stjörnur í augum almennings. Twiggy og renglulegt útlit hennar varð ímynd áratugarins og fóru hönnuðirnir að sníða föt sem hentuðu slíku vaxtarlagi. Auk þess má nefna John F. Kenne- dy og konu hans Jackie og má nefna að þeg- ar forsetinn tók ofan hattinn sem hafði ver- ið einn helsti fylgihluturinn á árunum áður datt hann úr tískunni. Modarar og mínípils Unglingaklíkurnar voru ennþá áberandi eins og áratuginn á undan. Helst ber þar að nefna Modara, sem urðu fyrst áberandi í Bret- landi. Þeir voru mjög tískumeðvitaðir, keyrðu um á vespum og klæddust fínum jakkafötum, skyrtum með stífum krögum og bindi. Þeir hlustuðu á The Who og eld- uðu grátt silfur við rokkarana sem klæddu sig í leður og sturtuði í sig áfengi. Ekki má gleyma stelpunum í þessari umfjöll- un. Þegar leið á áratugin fór pilsasídd þeirra að breytast og voru pilsin nánast orðin að litlum beltum undir lokin. Mínípilsið, sem kennt hefur verið við Mary Quaint, var kom- iðá göturnar. Klæðnaðurinn þótti kynþokka- fullur (þó hann færi fyrir brjóstið á eldra og heldra fólk- inu) og til að toppa heild- a r I ú k k i ð gengu stelp- urnar í litrík- um sokka- b u x u m , rúllukraga- peysum og u p p h á u m s t í g v é I u m við. Hönnuð- urinnYvesSa- int Laurent hannaðimitt- islausa kjóla, með stóru munstri þar sem dregið var úr öllum kvenlegum línum og kom síðar frammeðsér- stök jakkaföt á konur. Um leið klipptu stelpurnar sig stutt og settu á sig gervinegl- ur og gervi- a u g n h á r og ýktu þar með enn frekar barnslegt og dúkkulegt útlitið. Litagleði, geimfara- stíll og hippatíska Mikil litagleði einkenndi sjöunda áratug- inn. Strákarnir gengu í aðsniðnum jakkaföt- um, litríkum skyrtum, með munstruð bindi og söfnuðu hári og börtum. Áratugurinn endaði með því að maður steig á tunglið og því var nokkurs konar geimfarastíll ein- kennandi á síðustu árunum þar sem pallíett- ur, rennilásar og málmar voru notaðir til að skreyta klæðnaðinn. Ekki voru Stanley Kubrick myndin 2001: A Space Odyssey og Star Trek þættirnir til að draga úr þeirri þró- un. Ekki voru þó allir fastir með hugann í geimnum og hannaði Barbara Hulanscki til að mynda síða kjólar, flauelisdragtir og mill- issíð pils. Stærstu breytingarnar urðu síðan undir lok áratugsarins þegar hippatískan fór að sækja í sig veðrið. Unga fólkið sem var búið að fá nóg af stríði og stjórnarhátt- um ríkisstjórnarinnar stóðu fyrir mótmæla- göngum, hlustuðu á sækadelíska tónlist á næturklúbbunum, reyktu hass og gleyptu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.