Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 28
IHVAÐ EYÐA $TJÖRNURNAR? Donald Trump og konan hans Ivana héldu eitt dýrasta brúðkaup sem haldið hefur verið en það kostaði rúmlega 400 milljónir. Hvað gefur þú þeim sem getur keypt sér allt sem hann langar í.... hér eru nokkrar hugmyndir. GJAFIRNAR Madonna & Guy Ritchie Þegar Guy maðurinn hennar Mad- onnu átti afmæli gaf Madonna honum námskeið í hebresku. Allt í góðu með það nema hvað að nám- skeiðið kostaði litlar tvær milljón- ir. -pant vera hebreskukennari! Mischa Barton & Brandon Davis - Unga stjörnuparið var ekki í vandræðum með að eyða sjúk- legum peningum í pínulitla hluti síðustu jól en Misca gaf kærast- anum 400.000 króna „vintage" stuttermabol og hann gaf henni fjögurra milljóna króna belti.... já þú lest rétt, belti! Russel Simmons Hip hop mógúllinn sparar ekkert til þegar hann velur gjafir handa 2g konunni sinni en hann gaf Kim- oru ferðatöku frá YSL sem kostaði fimm milljónir króna. Nas & Kelis Nas gaf kærustunni sinni, Kelis, gulltennur í stíl við sínar. Kelis var rosalega ánægð og hugðist vera meðþærígiftingunnisinni, þ.e.a.s. þangað til að mamma hennar hót- aði að mæta ekki í brúðkaupið ef hún myndi vera með þær. Kobe Bryant Eini sjálfskipti Lamorgininn sem til er í heiminum er í eigu kærustunn- ar hans Kobe. Hann lét sérsmíða bílinn fyrir hana þar sem hún kann ekki að keyra beinskiptann bíl. Hann bætti auk þess við hann alls- konar drasli og lét m.a. gera hann kraftmeiri, setti sjónvarp í hann og ýmislegt fleira. Hvað kostaði grip- urinn?..32 milljónir. Sui Generis Þetta er aðal búðin þegar stjörn- urnar vantar gjafir. Þú getur pant- að nánast allt frá þeim og allt er eitt sinnar tegundar. Meðal hluta sem hægt er að fá er tveggja millj- óna króna billiard borð og 1,2 millj- óna króna spilakassa. Puff Daddy lét grafa í kampavíns- flöskur hjá þeim og kostaði flask- an 500.000 kr. Jennifer Aniston keypti líka mót- orhjól þar fyrir Brad Pitt á fimm milljónir. Verslunin er í New York, Manhatt- an. PARTÝ Þegar slegið er upp partýi eða brúðkaupi hjá stjörnunum þá er engu til sparað... Britney Spears Þó svo að allur heimurinn hafi staðið á öndinni þegar fréttist að Britney hefði gengið í það heil- aga heima hjá sér ásamt nánustu vinum og boðið upp á hamborg- ara og pylsur þarf það ekki að þýða að brúðkaupið hafi ekkert kostað. Hún eyddi t.d. 25.000 kr í hvert boðskort en það var silkik- oddi með demöntum og saumaðri skrift t Paris Hilton Þegar dekurrófan varð 21. árs hélt hún hvorki meira né minna en fimm afmælisveislur. Eitt partý i hverri borg Tokyo, London, New York, Los Angeles og Las Vegas. Hvert partý kostaði um 5 milljónir en þá á eftiraðtaka meðflutnings- kostnað á öllum vinunum. Donald Trump Brúðkaupið hans og Ivönu fór fram um miðjan vetur. Það átti eftir að vera kostnaðarsamt, af- hverju? Jú, vegna þess að Ivana krafðist þess að öll höllin yrði klædd með hvítum rósum hátt og lágt. Það seldust því allar hvítar rósir upp í Bandaríkjunum enda þurfti að flytja þær allstaðar að og voru til þess fengnir kælibílar sem fóru mest 2000 km með rós- irnar. Hversu margir grænir? 400 milljónir. Puff Daddy Þegar kemur að partýum í Holly- wood þá er enginn sem slær hon- um Puffy út. Meðal partýa sem hann heldur árlega er hvíta partý- ið hans þar sem allir verða að vera í öllu hvítu. Síðast þegar hann hélt það tók hann 300 góða vini með sér til St.Tropez þar sem hann leigði snekkju í viku fyrir 32 millj- ónir. Afmælið hans var heldur ekki af verri endanum en þá hélt hann fimm daga partý í Marocco ásamt svona 300 nánustu vinum, en sú veisla kostaði 80 milljónir. HÚSNÆÐI Því stærra, dýrara og flottara. því betra. The World The World er eyjaklasi í Persafló- anum, í eigu Dubai, sem er byggð- ur af mönnum. Það sem gerir hann spes er að hver eyja er eitt land og ef þú horfir á eyjarnar úr lofti mynda þær jörðina eins og hún er, nema minni. Rod Stewart keypti sér Bretland fyrir 2,5 milljarða... hver ætli eigi ísland? Kannski Baugur! Larry Ellison Eigandi Orade byggði heilt land fyrir norðan San Francisco sem er hannað eins og japanskt þorp frá 15.öld. Þar má finna vatn, tvo fossa og fleira sem er allt byggt af mönnum. Það tók hann 10 ár að byggja þorpið og það kostaði hann 1 milljarð sem er nú ekki mik- ið því Larry er metinn á 90 billjón dollara .... og reikniði nú. Dýrasta hús í heimi Stál konungurinn Lakshmi Mittal keypti sér hús í London á 2240 millj- ónir. I húsinu má meðal annars finna innisundlaug með demönt- um í. Húsið, sem er í Kensington, er kallað Taj Metal og þá er auð- vitað verið að vitna í Taj Mahal. Nágrannar hans eru konungsfjöl- skyldan og soldánninn af Brunei. Star Island Er önnur eyja gerð af mönnum á Miami. Þessi eyja er með nokkrum lóðum á en meðal stjarna sem eiga hús þar eru Puff Daddy, Shaq og Gloria Estefan. Það kemst enginn inn á eyjuna því að ströng örygg- isgæsla er við hana þannig að íbú- arnir fái örugglega frið. Ira Rennet Hann er bandarískur bygginga- verktaki sem á hús í Hampton sem er 136 þúsund fermetrar. Til að átta sig á stærðinni mætti koma Hvíta Húsinu og Taj Mahal fyrir í húsinu hans og það væri samt auka pláss eftir. I húsinu er bíósal- ur, æfingasalur, tennisvöllur, sund- laugar, körfuboltavöllur og það eru 250 bílastæði fyrir utan. Til að toppa allt þetta þarf húsið sýna eigin orkustöð. DRAUMURINN RÆTIST .. Þegar fólk meikar það kaupir það sér ótrúlegustu hluti og innrétt- ar herbergi sem því hefur alltaf dreymt um að hafa. Hér fyrir neð- an er nokkrar stjörnur sem hafa herbergi undirskrýtna hluti.... Tommy Lee Tommy er með kynlífsrólu fyrir gestina sína og svokallað „Big bird room" en það herbergi er allt klætt með loðnu efni... í hvað ætli hann noti það? Big Boy Rapparinn er með strippara-súlu í stofunni. Eftir vinnu hringir hann í eitt stykki strippara svo að sér og félögunum leiðist ekki. Aaron Spelling Hann á hús í Beverly Hills með 123 herbergjum. Þar má meðal annars finna keilusal, vín- og osta- herbergi, dúkkuherbergi og það skrýtnasta eru tvö herbergi ein- ungis til að pakka inn gjöfum. Hugh Hefner Það er löngu orðið vitað mál að Hefner er konungur piparsvein- anna en á heimili hans má meðal annars finna herbergi sem er inn- réttað eins og rúta eða „tour bus" fyrir allar hljómsveitirnar sem mæta á setrið hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.