Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 31

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 31
Gunnar: „Sjáðu þetta tæki, þetta litla tæki, á stærð við sígarettupakka, gerði starf vita- varðarins úrelt." -Jahérna. Hvað er þetta, Ijósnemi? Gunnar: „Já [setur hendina fyrir nemann, vitinn blikkar í kvöldsólinni]. Það kom fleira til, sólarorka og svona, en þetta er aðal- ástæðan fyrir því að það er ekki vitavörður hér lengur. Súrt að vera leystur af af svona litlu rafmagnstæki" There is a number of small things Ef þú leggur upp frá esso-nesti bensínstöð- inni á Árvendarðu á (safirði. Og ef þú heldur áfram þaðan, í svona tuttugu mínútur, ertu staddur í Bolungarvík. Þaðan keyrirðu yfir heiði, framhjá afleggjaranum að Bolafjallsr- atsjárstöð, og kemur niður í fallegri vík, hún heitir Skálavík. Á einum tíma, úti í vegkanti, með bónuspoka í hönd, stendur brúnleitur maður með húfu; kemur á daginn að hann heitir Seiichiro lchikawa og er 21 árs gamall ferðalangur frá Tókýó sem hefur dvalið ein- samall í víkinni síðustu daga. Og haldirðu áfram í tvo til þrjá tíma, yfir hamrabelti og fjallagarð, handan hóla og hæða, finnur þú Galtarvita. Leiðin er stutt ef lygnt er til heiða og sólin skín, eða máninn. Þar dvelur hljómsveitin múm - þarnæstfrægusta tón- listarfólk Islands - yfir sumartímann, heil- brigð og hraust í kjólum og buxum dunda þau í húsinu við vitann í leit að lögum og minningum. Og líka bara í fríi. Green grass of tunnel „Mooooom? Really? And we see them play their instruments?" -Yeah, I guess so... „Really! Ahahahahaha!" Eftir þessi orðaskipti ákvað Tókýóbúinn Seiichiro lchikawa að slást í för með þeg- ar-þreyttum ferðalöngum (undirrituðum, ásamt íðilfagurri, íturvaxinni heitmey hans, sem ákveðið höfðu að ganga yfir á Galtar- vita og freista þess að ná tali af múmíum og lagsfólki þeirra. Það er langt síðan heyrst hefur í þeim af ráði í íslenskum fjölmiðlum, þau eru áhugavert fólk og það sem það hef- ur að segja á vissulega erindi við lesendur tímarita. Og lchikawa San reyndist ágætis ferðafélagi, þrautreyndur fjallamaður með húmorinn í lagi, þrátt fyrir stöku vandræða- leg tungumálaörðugleika augnablik (og það eru í alvöru til tveir eða fleiri ólíkir menningarheimar), var ekki hægt að hugsa sér vinalegri eða betri mann til þess að eyða allnokkrum klukkustundum af heiðargöngu með. Oh, how the boat drifts -Eru þið vinsæl hljómsveit? Gunnar: „Nei, við eigum enga óvini, en þónokkra aðdáendahópa dreifða um heim- inn; japanskar stelpur, Pólverja sem kalla sig skrýtnum nöfnum eins og Björkcure [sú er víst eindreginn aðdáandi Bjarkar og The Cure]. Svo er fullt af einhverju liði í Portúgal sem fílar okkur rosa vel." Kristín: „Fyrirkomulagið okkar er svaka skemmtilegt, við erum hjá litlu plötufyrir- tæki sem sér þó um að koma tónlistinni út til fólks sem hefur áhuga á henni, þannig getum við ferðast um heiminn og spilað fyrir fólk sem hefur áhuga á okkur, án þess að vera eitthvað megafræg með tilheyrandi vandræðum." Gunnar: „Við stöndum ágætlega, held ég. Peningalega, þá er mánaðarspursmál hvort við þurfum að fara í bæjarvinnuna eða ekki, við erum ekki að moka inn seðlum. Stærsti kosturinn við þetta allt, eins og áður sagði, er að við getum ferðast og spilað hér og þar. Á bakvið tvær hæðir í stuttri bjór- og nestispásu uppi á heiði Ijóstrar Japaninn upp um það að foreldrar hans hafa ekki hugmynd um hvar hann er í heiminum. Hann bókaði sér bara flugmiða til íslands einn daginn, keypti sér hjól í Reykjavík og fór af stað. Mánuðurinn hans á landinu hefur verið skrýtinn, erfiður, mildur og Ijúfur. Hann sér ekki eftir neinu. Við höld- um göngunni áfram og þrátt fyrir að á tíma virðist leiðin aldrei ætla að enda sjáum við loks móta fyrir gulum vita í fjörunni, kvöld- sólin skín og engir bátar þarfnast leiðsagnar hans strax. Það er um tíuleytið sem þessi fjölþjóðlegi hópur ber að dyrum í litla húsinu við vitann. Krakkarnir í múm (reyndar án trommuleikar- ansSamuli Kominem, semnúerorðinnfastur meðlimur í sveitinni) ásamt Erin, bandarískri kærustu Gunnars, taka vel á móti okkur og fyrr en varir erum við sest í eldhúskytru í þessum gamla vitavarðarbústað sem knúinn er áfram af lítilli díselrafstöð úti í gripahúsi. múm reynast prýðilegir gestgjafar, boðið er upp á kaffi og vodkastaup meðan Krist- ín eldar Ijúffengan grænmetis- og tófúrétt fyrir mannskapinn, svo meðan hann mallar á pönnu sýna múmdrengirnir okkur hvernig umhorfs er í vitanum og nágrenni. Ljúffeng- ur maturinn er þá innbyrtur, sígarettur rúll- aðarog þegarforláta rabbarbarakaka hefur loks verið sett í ofninn hefst hið eiginlega viðtal. Random Summer -Eruð þið að taka upp plötu hérna I vitan- um? Gunnar: „Við erum að semja plötu hérna, ætluðum allavega að reyna það. Við vinnum yfirleitt þannig að við tökum upp smátt og smátt og þrengjum svo hringinn. Oft þegar við höfum komið hingað áður höfum við ver- ið komin lengra á veg, núna byrjum við bara á núllinu, með engar lagahugmyndir eða til- búna tónlist..." Örvar: „Byrjuðum bara tabúlaraþa. Tabúla raþa! Við erum búin að vera í sitthvorum heimshlutum síðustu mánuði og höfum því ekki hangið eins mikið saman og við erum vön. Ég var í Tékklandi og Gunnar á íslandi, Kristín var hér og þar, aðallega í Bandaríkj- unum. Kristín: „Ég var bara að gera hitt og þetta þar. Ég var að spila á píanó á plötu með hljómsveit sem heitir Animal Collective, ég spila á píanó á plötunum þeirra. Svo var ég að æfa og túra með annarri amerískri hljóm- sveit, vinum okkar Mice Parade [sú er vænt- anleg hingað á Krútthátíðina]. Við hittumst svo loksins öll í Amsterdam í júní og vorum saman í tíu daga þar að gera skemmtilegt verkefni með þarlendri kammerorkestru." Gunnar: „Það var mjög skemmtilegt verk- efni. Kammersveitin spilaði verk eftir grískt tónskáld sem heitir lanni Xenakis og við sáum um millispilið, interlúdurnar. Þetta var virkilega áhugavert, sérstaklega hvern- ig tónlistin okkar tónaði við verk Xenakis, sem eru mjög aggressíf og fókuseruð. Það er aldrei að vita hvað við gerum við þetta, allavega tók Hollenska ríkisútvarpið þetta upp svo það gæti vel verið að þetta kæmi einhverntíman á plast. En já, svo komum við hingað fyrir svona þremur vikum og höfum unnið að okkar tónlist síðan, ásamt öðru." -Hvernig hefur gengið? Kristín: „Bara ágætlega, takk fyrir. Veðrið hefur verið leiðinlegt upp á síðkastið og því höfum við eytt meiri tíma innandyra en hin skiptin okkar hérna. Það hefur alltaf verið magnað veður en núna er búið að vera brjál- æðislega hvasst, blautt og skýjað. Það er reyndar alveg frábært líka." -Þið gerið nú varla mikla tónlist uiandyra? Gunnar [hlæjandi]: „Jú það er nefnilega alveg hægt. Við keyptum alveg sérstakar græjur til þess núna, svona útitölvur. Gore- tex útitölvur." Nú snýr óttinn aftur Talið berst að fyrstu stóru plötu sveitarinn- ar, hinni mögnuðu Yesterday Was Dramatic, Today is OK, sem hefur verið ófáanleg til kaups í lengri tíma (og hversem hefur reynt að afgreiða lopaklædda þýska eða franska íslandsvini í bóka-, plötu- eða túristaversl- unum getur vottað fyrir að það er alls, alls ekki nógu gott). Upp úr krafsinu kemur að ætlunin er að endurútgefa plötuna í haust, nokkuð sem er múm mikið gleði- og fagnað- arefni. Segir Gunnar: „Yesterday er einmitt að koma út núna í haust, við vorum að vinna réttinn að henni aftur frá Thule og erum ro- salega ánægð með það. í þetta skiptið kem- ur hún út hjá Morr music. Þetta er mjög heil- brigt fyrir okkur, held ég, að fá hana gefna út hjá vini okkar sem við treystum. Það eru búin að vera svo mikil leiðindi í kringum allt þetta Thule vesen. -Já, það var eitthvað vesen þar. Hvernig stóð á því? G: Ja, sko, ætli sé ekki best að segja að sam- starf okkar við Thulemusik hafi bara ekki gengið upp sem skyldi og eins og við höfð- um vonað. Það voru viss atvik sem gerðu úts- lagið varðandi það." Kristín: „Það særði okkur mjög mikið þeg- ar fyrirtækið seldi lag frá okkur í auglýsingu í Ameríku án þess að ráðfæra sig neitt við okkur eða einusinni segja frá því. Við erum alfarið á móti því að selja tónlist í auglýsing- ar og því kom það eins og blaut tuska í and- litið á okkur þegar vinur okkar í Ameríku hringdi og sagði okkur af því að við værum allt í einu farin að auglýsa Sony tölvur í sjón- varpinu. Við náðum að stoppa þær af, en ekki fyrr en það var búið að sýna þær í smá tíma. Við tók eitthvað leiðindaferli sem loks nú sér fyrir endann á." The ballad of the broken string -Af hverju finnst ykkur slæmt að selja tón- listina ykkar I auglýsingar? Örvar: „Það eru margar ástæður fyrir því." Gunnar: „í fyrsta lagi er auglýsingaiðnað- urinn mjög vafasamur." Kristín tekur undir: „Hann er bara algjörlega laus við allt sið- ferði og móral. Þessi iðnaður er farinn að vera svo aggressífur í samfélaginu okkar, í Reykjavík tekurðu ekki strætó án þess að þrjátíu símauglýsingum sé troðið í andlitið á þér." Gunnar tekur aftur við og Ijóst er að hljómsveitin múm hefur vægast sagt sterk- ar skoðanir á auglýsingabransanum. „Það er rosalega leiðinlegt fyrir fólk sem hefur myndaðeinhverja nálægðviðtónlistinaokk- ar ef við eyðileggjum það samband með því að setja hana í samhengi við einhverja vöru og gera hana sjálfa þannig að söluvöru eða auglýsingu. Mér þótti t.d. voða leiðinlegt að sjá Múgison í einhverri bílaauglýsingu hérna um árið." Kristín: „Þegar tónlistarfólki er farið að bjóðast að selja lög í auglýsingar er það yfir- leitt þegar komið á þannig stað aðfólk kaup- ir plöturnar þeirra og mætir á tónleika. Það er móðgun við það fólk að þú sért að taka við einhverjum peningum frá auglýsingafyr- irtæki, bara til að selja því meira dót. Að sjá áheyrendur og aðdáendur sem markhóp." „Svo er líka svo sorglegt að skapandi fólk þurfi að vera að eyða allri orkunni í þetta, safna styrkjum og semja bílastef. Fyrir svona fjórum, fimm árum, þá voru allir sem mað- ur þekkti að vinna á auglýsingastofu. Gott og hæfileikaríkt fólk að eyða kraftinum í að selja morgunkorn og heimabíó," segir Örvar og Gunnartekurundir; „þaðersorgleg stað- reynd að allir sem eru skapandi skuli vera að vinna í því að gera eitthvað klám til að selja fólki eitthvað sem það þarfnast ekki." Kristín: „Þegar maður hugsar út í það, þá er öll hvatningin að svona vinnu, hanna eitt- hvað lógó eða skapa einhverja ímynd, sprott- in af því að selja einhverja vöru og það verð- ur aldrei neitt heilbrigt við svoleiðis hvata, verkið verður alltaf afskræmt af því. Þú "Það er rosalega leiðinlegt fyrir fólk sem hefur myndað einhverja nálægð við tónlistina okkar ef við eyðileggjum það samband með því að setja hana í samhengi við einhverja vöru og gera hana sjálfa þannig að söluvöru eða auglýsingu." 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.