Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 34

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 34
Tískustraumar í stefnumótunum HITTIR ÞU ÞANN EINA RETTA? Það getur mörgum reynst erfitt að finna sér lífsförunaut í því hraða samfélagi sem við lifum í og því eru samtök í heimin- um farin að bjóða upp á nýjar og spennandi leiðir í makaleit- inni fyrir okkur vonlausu einhleypingana. Það eru vissulega margar leiðir færar aðrar en að hitta makann á djamminu, í ræktinni eða í gegnum einkamálaauglýsingu og í flestum þessum tilvikum hér að neðan er aðalatriðið að eiga skemmti- legt kvöld með áhugaverðum einstaklingt Myrkruð máltíð Þetta er alvöru blint stefnumót þar sem þú færð ekki að sjá deitið þitt fyrr en stefnu- mótinu er lokið. Þessi tegund stefnumóta eru sérstaklega vinsæl í New York og London og eru að teygja sig mun víðar. Kvöldið byrjar í fordrykk þar sem hópar af körlum og konum koma saman með það í huga að kynnast nýjum félagsskap. Eftir að glasið er orðiðtómt koma þjónar með nætursjónauka og leiða pörin inn í Ijóslaust herbergi þar sem þau sitja tvö og tvö og gæða sér á Ijúffengum réttum í kolniðamyrkri. Þið verðið að kynnast hvort öðru í kringum samræðurnar sem verða án efa líflegar í Ijósleysinu og á meðan þú reynir að búa til mynd af þeim sem situr á móti þér einbeitir þú þér að innri fegurðinni í stað þess að vera að pæla í útlitinu. Það verður án efa þægilegra að tala saman þar sem þú þarft ekki að hugsa um hvort þú sért með mat i munnvikinu eða roðn- ir þegar hann spyr þig spjörunum úr. Þegar máltíðinni lýkur eru Ijósin loksins kveikt og þú færð að sjá hver situr á móti þér og ef þið hafið náð að smella saman án þess að hafa hugmynd um hvernig viðkomandi kemur fyrir sjónir ætti ekki að vera erfitt fyrir ykkur að fara á annað stefnumót við eðlilegri kringumstæður. Sportí stefnumót Einhleypir íþróttaaðdáendur geta núna stutt liðið sitt um leið og þeir hitta tilvonandi maka, en það er orðið mjög vinsælt að halda einhleypingakvöld á körfubolta og hafn- aboltaleikjum í Bandaríkjunum. Þá eru sérstakar stúkur fyrir þá sem eru til dæmis ein- hleypir Knicks aðdáendur þar sem þeir geta æpt og öskrað, þambað bjórinn og blikk- að næsta mann. Væri ekki sniðugt ef til dæmis einhleypir KR-ingar gætu sameinast í sorginni og farið síðan saman á pöbbinn eftir leikinn. Þetta er frábær leið til þess að kynnast hörðum aðdáenda sama liðs sem nennir að fara með þér á leiki í stað þess að röfla daginn út og inn. Hraðstefnumót Hraðstefnumót hafa verið gríðarlega vinsæl í langan tíma og ekki að ástæðulausu. Þau eru sérlega heppileg fyrir fólk sem er í stöðugu kappi við tímann, en á þeim hittir þú 5-8 karla eða konur í afslöppuðu umhverfi og þarft ekki að eyða heilu kvöldi á hundleiðin- legu stefnumóti. Þú spjallar í nokkrar mínútur við hvern og einn og ættir að komast að því hvort þú hafir áhuga á að hitta viðkomandi aftur. Líkurnar á því að þú hittir réttan maka eru því margfalt meiri en ef þú ferð á eitt og eitt langt stefnumót með margra vikna millibili. Þögult stefnumót Flestir ættu að vera orðnir vel æfðir í því að tjá sig í gegnum skrif því heilu hjarðirn- ar eyða gífurlegum tíma inni á spjallrásum á netinu þar sem þær skiptast á stuttum skilaboðum daginn út og inn. Það er því ekki að undra að þögult stefnumótaæði sé að breiða sig út í hinum vestræna heimi. Stefnumótið fer fram á bar og snýst um að skiptast á miðum við einhleypa karla og konur. Þú getur brosað og daðrað með öllum líkamanum en mátt ekki segja stakt orð á meðan á leiknum stendur. Þegar líður á kvöld- ið fer e.t.v að hitna í kolunum og miðarnir verða á klúrari og ef þú hefur áhuga á að kynnast viðkomandi betur geturðu boðið honum á alvöru stefnumót á eftir. Kosturinn við þetta er að þú ekki að hafa áhyggjur af vandræðalegum þögnum eða að missa eitt- hvað heimskulegt útúr þér. Einhleypingapartý Partý fullt af einhleypum körlum og konum getur ekki verið neitt annað en skemmti- legt. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort gaurinn sem þér líkar á barnum eigi konu og fimm börn heima og getur óhrædd gengið upp að honum og byrjað að daðra af fullum krafti og samkvæmt könnunum koma 60% þeirra sem fara í slík partý út með einn vænan undir arminn - (en ekki fylgir þó sögunni hvort úr verði langlíft samband.) Nýttu fyrstu mínúturnar í að kanna möguleikana og ef þú sérð einhvern sem þér líst á ættir þú að reyna að ná augnsambandi og fá hann til að koma til þín. Passaðu þig samt að hengja þig ekki á eina manneskju strax í upphafi kvöldins og að sjálfsögðu er mikilvægt að fara varlega í drykkina. Fullar konur og karlar sem enda á því að væla um erfiðleikana í æsku eða átakanleg sambandsslit eru ekki líkleg til afreka. Lykla og lásapartý Þetta kann að hljóma frekar furðulega, en það er ekki verið að læsa neinn inni í litlum kompum. Þetta er í rauninni bara skemmtilegur leikur þar sem þú kynnist fullt af ein- hleypu fólki. Partýin eru haldin á bar og þar koma saman hópar af körlum og konum. Allar konurnar fá lítinn hengilás til að hengja um hálsinn og karlarnir fá lykil sem hver og einn gegnur að einum hengilás. Markmið leiksins er að finna þann lás sem lykillinn gengur að og um leið konuna sem gengur með lásinn um hálsinn. Fyrsta parið til að ná ; saman vinnur leikinn og getur unnið fullt af frábærum verðlaunum. Það besta við þetta er að á meðan karlarnir hlaupa um barinn til þess að finna hina einu réttu skapar það líflegar samræður og allir ná þar með að kynnast stórum hópi af einhleypu fólki á einu kvöldi. Vídjódeit Það eru ekki allar konur sem hætta sér beint út á næsta veitingastað með gæja sem þær þekkja lítið þar sem slík stefnumót geta oft á tíðum orðið vandræðaleg og leiðin- leg. Nú verður æ vinsælla að fara á svokölluð vídjódeit, en þá geturðu spjallað við deitið þitt í gegnum vefmyndavél eða myndavélasíma, og verið á stefnumótinu innan öruggra veggja heimilisins. Þið getið "skálað" í rauðvini, kveikt á kertum og skapað rómantíska stemmningu hvort í sinni íbúðinni. Helsti kosturinn við þetta er einnig sá að ef þér finnst stefnumótið ekki ganga vel eða gæinn bara alveg hundleiðinlegur þá geturðu alltaf skellt á. J V 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.