Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 38

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 38
38 ÍSLENSKIR KARLAR UM ÍSLENSKAR KONUR ASGEjlRmBEIWS_________________ Dagskrarstjori FM957 Hvað er kvenlegt fyrir þér? Kona sem kann að sýna það besta sem í henni býr sem kvenmanni. Kona sem hefur sig til, hugsar um líkama og sál og nýtur þess í botn að vera kona. Hvernig getur kvenmaður heill- að þig upp úr skónum? Með því að vera örugg með sjálfa sig án þess að vera egóisti. Sýni að hún viti hvað hún vilji, sé sjálfstæð, hafi fallegt bros og að það skíni af henni kynþokki, sjálfsöryggi og að það sé góð lykt af henni. Ég alveg elska góða lykt af konum. Hvað verður kvenmaður að hafa gert að minnsta kosti einu sinni um ævina? Lent í ástarsorg. Hvað einkennir hina íslensku konu? Hún er vel yfir meðallagi í fegurð miðað við konur í mörgum löndum í kringum okkur, klæð- ir sig yfirleitt smekklega, er vel gefin og greind og hefurskemmtilegan húmor. Hvað mættu íslenskar konur taka sér til fyrirmyndar frá kynsystrum sínum annars staðar á hnettinum? Þær mættu gefa meira færi á sér á vinalegum nótum. Reyndarer það kannski íslenskum karl- mönnum að kenna að þær geri það ekki því þá vilja þeir alltaf skilja það sem svo að þetta sé merki um að allt sé í höfn og núna sé búið að redda kvöldinu og þeir séu komnir með píu til að fara með heim. Þetta er nett óþolandi og ættu íslenskar konur að taka sér til fyrirmyndar t.d. konur í Bandaríkjunum. Þar getur þú sest við hliðina á píu á bar og byrjað að spjalla við hana án þess að hún fái það á tilfinninguna að þú sért að reyna við hana. En hvað mega þær aldrei hafa gert? Það sem þær sjálfar eiga eftir að sjá eftir ein- hverntíma á lífsleiðinni. Hvað gerir konu kynþokkafulla? Það er svo margt. Konur eru svo flóknar ver- ur. Kona sem hugsar um sjálfa sig andlega og líkamlega, hugsar um hverju hún klæðist og þessháttar líður eðlilega mun betur en ella og þá skín af henni mun meiri kynorka en annars. Kona sem er glaðlynd, brosir, er viðkunnanleg í framkomu, hress og kurteis án þess að detta í eitthvað egó rugl er besta blanda sem hægt er að hugsa sér. iLightson the highway Hvað er kvenlegt fyrir þér? Ákveðin lykt, hreyfingar, og málrómur. Hvernig getur kvenmaður heill- að þig upp úr skónum? Með því að vera sífellt að koma mér á óvart. Hvað einkennir hina íslensku konu? Ákveðni og sjálfstæði. Hvað mættu íslenskar konur taka sér til fyrirmyndar frá kynsystrum sínum annars staðar á hnettinum? Ekkert sem mér dettur í hug. Hvað verður kvenmaður að hafa gert að minnsta kosti einu sinni um ævina? Bustað í sér tennurnar... En hvað mega þær aldrei hafa gert? Bustað í sér tennurnar með klósettbustanum. Hvað gerir konu kynþokkafulla? Líkamstjáning og augun. Hvað er kvenlegt fyrir þér? Góð lykt, Ijúfmennska og snyrtimennska. Hvernig getur kvenmaður heill- að þig upp úr skónum? Með góðum húmor og léttri lund. Hvað einkennir hina íslensku konu? Hún er klár, sjálfstæð, dugleg, hæfileikarík og falleg. Hvað mættu íslenskar konur taka sér til fyrirmyndar frá kynsystrum sínum annars staðar á hnettinum? Það er ekki margt, mættu kannski stundum hægja aðeins á í lífsgæðakapphlaupinu. Hvað verður kvenmaður að hafa gert að minnsta kosti einu sinni um ævina? Þær verða helst að hafa einhvern tíma átt apa- skinnsgalla og millet úlpu. En hvað mega þær aldrei hafa gert? Farið í kynskiptiaðgerð. Hvað gerir konu kynþokkafulla? Öryggi, húmor, góðvild og flottur stíll. SAMMI___________________________ i Jaguar Hvað er kvenlegt fyrir þér? Mýkt, brjóst, hlýja, meiri brjóst, umhyggja, ával- ar línur, ábyrgð og brjóst. Hvernig getur kvenmaður heill- að þig upp úr skónum? Nú með því að gefa mér nýja skó ! Annars með sjálfstæðum hugsunum og góðum húmor (þe. hlæja að mínum húmor). Ekki verra að vera fjall- myndarleg. Annars kemur fegurðin voða mikið með útgeisluninni. Konur með mikla útgeislun eru heillandi persónuleikar. Hvað einkennir hina íslensku konu? Hún er vel menntuð, sjálfstæð og glæsileg. Hvað mættu íslenskar konur taka sér til fyrirmyndar frá kynsystrum sínum annars staðar á hnettinum? Þær mættu stundum slaka meira á og njóta lífs- ins á meðan það er. Hvað verður kvenmaður að hafa gert að minnsta kosti einu sinni um ævina? Eignast barn. En hvað mega þær aldrei hafa gert? Farið í fóstureyðingu fyrir annan en sjálfa sig. Hvað gerir konu kynþokkafulla? Að hún sé örugg með sjálfa sig og sé sjálfri sér nóg. Það er ekkert eins óaðlaðandi og örvænt- ingarfull kona. Hvað er kvenlegt fyrir þér? Þaðgeturveriðmargt. Einsogt.d. ilmur, göngu- lag og talandi. Litir eins og bleikur, rauður og svo framvegis. Persónur eins og David Beckham og Milan Baros. Hvernig getur kvenmaður heill- að þig upp úr skónum? Með því að vera einlæg og ófeimin, hjartahlý og vingjarnleg. Hvað einkennir hina íslensku konu? Islenskar konur eru yfirleitt sérstaklega fal- legar. Margar eru mjög sjálfstæðar og sumar svolítið frekar. Kannski ekkert skrýtið með fyrirmyndir eins og Hallgerði Langbrók strax í barnaskóla. Hvað mættu íslenskar konur taka sér til fyrirmyndar frá kynsystrum sínum annars staðar á hnettinum? Ekkert sérstakt, bara vera áfram íslenskar og njóta þess. Hvað verður kvenmaður að hafa gert að minnsta kosti einu sinni um ævina? Fara á feminista fund. Sjá hlutina einu sinni í því Ijósi sem konur sem bera virðingu fyrir sjálfri sér gera. En hvað mega þær aldrei hafa gert? Verið Séð og Heyrt eða Hér og Nú stúlkan. Hvað gerir konu kynþokkafulla? Nú, það er kynþokkinn, en hann samanstendur af mörgum smáum atriðum sem of flókið væri að fara í hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.