Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 50

Orðlaus - 01.08.2005, Blaðsíða 50
Það er ósjaldan talað um kynlíf og langanir tengdar kynlífi, hvort sem er á öldum Ijósvakans eða í tímaritum, og þá yfirleitt með það fyrir augum að gefa konum góð ráð til þess að gera bólfarir betri. Það er svosem ágætt út af fyrir sig og í alla staði nauðsynlegt, sérstak- lega í Ijósi þess að komið hefur á daginn að partur kvenþjóðarinnar fær alla jafna minna út úr kynlífi en karlarnir. Sem dæmi má nefna að Marilyn Monroe, eitt mesta kyntákn síðustu aldar, viðurkenndi t.d. þessu til staðhæfingar að þrátt fyrir þrjá eiginmenn og mun fleiri rekkjunauti hefði hún aldrei feng- ið fullnægingu. Flestar konur eiga sem betur fer ekki í vandræðum með þetta, en þó benda vísindalegar rannsóknir samtímamanna okkar til þess að æ fleiri verði varar við erfiðleika tengda kynlífi. Hvort að þetta eigi sér stoð í raunveruleikanum eður ei skal ósagt látið - dæmi hver fyr- ir sig, en hins vegar þekkjast víst dæmi sem þessi. Greinahöfundur vill þó meina að það sé fleira en bara „limur í leg- göng" eða ákveðin aðferðafræði sem spili þarna sess og að kynlífið krefjist rétta hugarfarsins hjá kon- um. Það er alls ekki nóg að gefa Er fátt um fína drætti í þínu kynlífi? - Ekki vera of feimin til að fá'ða því einungis gauminn hvernig eiga að snúa tólunum - margt annað og þarfara er ekki síður mikilvægt. Hættu því að ávíta hann og farðu að snúa þér að því sem þú getur gert þér til framdráttar! Sjálfsöryggi Andlegt ástand kvenna er mikið atriði þegar til kastanna kemur og það er alveg úr vegi að ætla sér að fá bingó ef jafnvægi hugarástands er ekki til staðar. Konur eiga það til að líta sjálfa sig gagnrýnandi augum og líkamsímynd þeirra er oft ekki á rökum reist. Hugsanir eins og „Hann gæti náð að klípa í skinn á maganum," „Brjóstin eru of lítil," „Annað lærið er stærra," „Ég borðaði of mikið áðan," og fleiri álíka eru góð ávísun á lélegt kynlíf. Engin verður fullnægingin ef að konan eyðir öllum tímanum í að velta því fyrir sér hvort rekkju- nauturinn skuli taka eftir þeim „göllum" sem hún telur að séu til staðar. Karlmenn vilja frekar sænga hjá konu sem er full öryggis og ánægð með sig - báðir aðilar fá meira út úr því með því móti, jafn- vel þó svo að einhverjir vankantar séu á konunni. Ef hún sjálf einblín- ir á gallana er alveg á hreinu að þeir verða frekar áberandi en ella. Engin kona er fullkominn og það skulum við hafa í huga. Sjálfsvirðing Það er oft þannig að konur láti karlmennina alfarið um að segja sér til. Þannig verða þær í raun minni og láta ekki eins til sín taka. Konur þurfa að fá sínu fram og framkvæma eftir eigin hentug- leika. Setningin „Skelltu þér á bakið konal," „Ertu til í að færa þig aðeins neðar...?" og „Úfff, ég er alveg búin á því!" eru með öllu bannaðar og tími til kominn að konur fari að setja sínar eigin skipanir. Ef konur vilja jafnrétti í launamálum og öðru skulu þær falast eftir æðri stöðu á þessum vettvangi líka. Það er mikið atriði að konan sé vel meðvituð um að kynlífið er gert fyrir hana engu síð- ur en hann - hún á að fá alveg jafn mikið og karlmaðurinn og ekki verður hætt fyrr en á „tindinn er komið." Hætta skal leik þá hæst stendur sagði einhver, en nei! - konur þurfa oft ögn lengri tíma og þurfa jafnan á framlengingu að halda. Því er ekki úr leið að út- lista fyrir karlkyninu hvernig haga skuli málum ef áframhaldandi rúss- íbanareið er nauðsyn... Tjáning Það les enginn hugsanir og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að hann láti gamminn geysa á þeim vettvangi sem þú vilt hvað helst. Því fer nú fjarri. Mikilvægt er að láta í Ijós óra sína, auk þess sem það gerir samlífið mun nánara og dýpra ef talað er saman um þessa hluti. Það er með öllu óþarft að skammast sín á einn eða annan hátt - öll höfum við þarfir og lang- anir og ekkert að því að uppljóstra þeim. Þegar ísinn hefur verið brot- inn er á hreinu að hlutirnir fara að gerast og sælubros mun einkenna margar stúlkukindurnar svo um munar. Ekki fara þó of langt yfir línuna og orga í gríð og erg hvað þúviltnæstí miðjum klíðum-það gæti orðið leiðingjarnt til lengdar og annars stoltur karlmaðurinn gæti farið að hugsa sig tvisvar um varðandi ágæti konunnar. Þá er einnig gott að hafa sam- skiptin opin yfir höfuð og tala um flestalla hluti. Það kann aldrei góðri lukku að stýra byrgja allt inn í sér og gerir engum gott. Halldóra Þorsteinsdóttir Fjölmörg fés fullnæginga Að lokum varð þetta alls ekki eins og hefðbundinn sauma- klúbbur - þetta kvöld varð verulega f rábrugðið. Þetta byrj- aði allt mjög saklaust, spjall um vinkonuna sem mætti ekki, Nonni var farinn að halda f ram- hjá konunni sinni, Ólöf átti von á barni - þetta hefðbundna. En á einhverjum tímapunkti breyttist umræðan. Þetta var jú þannig að stelpurnar höfðu þekkst í meira en áratug - og höfðu haldið sambandi alveg frá síðustu árum barnaskóla, og fram yfir háskóla - hjá sum- um allavega. Hefðbundin vina- kvennahópur sem hafði reynt ýmislegt og deilt mörgu. Á ein- hverjum tfmapunkti fóru þær að ræða um strákana sem þær höfðu deild, þ.e. fleiri en ein úr hópnum hafði sofið hjá. Þannig hófst þetta - umræða um það hver hefði verið asnalegastur í framan þegar hann fékk það... Og þar, herrar mínir og frúr, komum við inní myndina. Hug- myndin hér er að sýna ykkur hin ýmsu andlit karlmannsins þegar hann fær fullnægingu -fær það. Njótið! Líklega ekki prófað þetta áður og er hreinlega undrandi þegar þetta er yfirstaðið - var þetta allt? Hann kíkir rangeygður í kringum sig, með lamaða höku og stynur út úr sér: „ertu búin að fá'ða?" eins og hann geti e-ð meir. Sjálfumglaði strákurinn: Entist örugglega ekki mjög lengi, en er sjálfur svo sáttur. Líklega er hún það ekki! Hann bítur í vörina á sér og starir seiðandi á rekkjunautinn og spyr: „fékkstu það?", en er í rauninni skítsama um svarið. Klárlega fyrsta skipti - það skiptir hann engu máli hvernig gekk, eða hver hinn aðilinn var - bú- inn að prófa... Liggur síðan á bakinu með kippi um allan líkamann. Var pikkaður upp af rússnesku handboltastúlk- unni Svetlönu, og í þetta skipti hafði hann enga stjórn á ferðinni - honum var þvengriðið... Starir upp í loftið með skelfingarsvip og hugsar hvernig hann geti forðað sér í burtu. Sátti strákurinn: Búinn að prófa þetta allt áður og veit að hann hefur staðið sig. Líklega liggur konan við hlið hans með ánægjuglampa... Krípa strákurinn: Enginn getur séð fyrir hver fellur í þennan flokk en það fer ekki á milli mála þegar í bólið er kom- ið. Hann hefur horft á aðeins of margar fullorð- insmyndir en hefur litla reynslu sjálfur og á það til að lafa yfir andliti rekkjunautsins og gefa frá sér skringileg hljóð. Ekki er ólíklegt að sleftaum- ar fylgi með. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.