Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 14
Við mælum með... GOSH DAGKREMI Komið er á markaðinn nýtt rakakrem, Good day moisture frá Gosh sem er er ætlað fyrir allar húðgerðir. Kremið gefur góðan raka og heldur jafnvægi á náttúrulegum I j ó m a húðarinnar. Rakagefandi uppbygging kremsins gefur aukaraka sem kemuríveg fyrir hrukkumyndun með því að gefa frumum og vefjum húðarinnar raka innan frá sem og nýjum frumum sem myndast. Kremið er ekki feitt viðkomu og auðvelt er að bera það á andlitið. Það er einnig tilvalið sem grunnur undir farða og húðin á þér verður mjúk sem barnarass eftir að það er sett á. VANILLUSJAMPÓ Hver þekkir ekki vesenið við að reyna að fá líf í fínt hár? Nú er hinsvegar orðið auðvelt að fá lyftingu því Vanillusjampóið frá Safe Formula er rakagefandi sjampó sem hentar finu og líflausu hári einstaklega vel. Formúla sjampósins gerir hárið viðráðanlegt og glansandi. Það inniheldur sólblómaolíu og vanilluilm sem skilur eftir sig þægilega og slakandi angan. Hárnæringin setur síðan punktinn yfir i-ið með mikilli mýkt og lyftingu. NEUTROGENA HREINSIKLÚTAR Áhrifaríkur hreinsiklútur sem hreinsar af daglegan farða og óhreinindi. Klútarnir koma einnig í veg fyrir bólur en það er saltsýran sem sér um að vinna á og koma í veg fyrir þær. Ekkert er meira pirrandi en að fá bólur vegna hreinsiklúta sem innihalda feitar olíur. Það er einnig möst að fá sér klútanna ef þú ert á leið til útlanda því oft verður húðin mjög skítug og þá er ekkert betra en að geta þvegið sér í framan. Hafðu þá í töskunni og þá getur þú gert það hvar sem er. Jæja, ef það getur ekki orðið verra þá verður það bara betra. Ég hélt framhjá splunkunýjum kærasta í sólarfríi á Spáni með Binnu frænku. Kom upp um mig og var dömpað. Sólbrann svakalega og auk þess var viðhaldssleikurinn harðgiftur með barn. Þarna gátu hlutirnir eiginlega ekki versnað. Ég ákvað því að fara í massíva leit að Ijósum punktum og skellti mér á seinasta degi í verslunarferð með Binnu. Ég veit að þetta hljómar eins og klisja úr amerískri bíómynd en vá hvað það hefur góð áhrif á mitt sálarlíf að ná að dreifa huganum og eyða peningum í óþarfa. Fullkomlega órökrétt þar sem að vandamálin eru ennþá til staðar, eini munurinn er að maður er aðeins blankari. Allavega, við vorum sem sagt á strollinu hlaðnar pinklum og drasli með geðveikisblik í augunum þegar það koma einhverjir gæjar hlaupandi að okkur og rífa í dótið okkar. Þeir áttu varla von á því að hér væru á ferð bitrar íslenskar valkyrjur og upphófust því hálfgerð slagsmál. Bæði út af því að ég var ekki á því að láta frá mér pinklana mína sem voru það eina sem var að kæta mig og auk þess þá kemur maður úr sínu verndaða umhverfi á íslandi og hefur hreinlega ekki vit á að láta þá fá allt sitt, signa sig og leggjast á bæn til að þakka fyrir líf og limi. Þar sem þetta voru nú bara einhverjir spænskir tittir þá gátum við nú varið okkur ágætlega, en við vorum þó í mun verri stöðu með allar hendur fullar og vorum við það að láta í minni pokann þegar tveir gullfallegir víkingar komu valhoppandi í slow-motion og hröktu pjakkana í burtu sem komust í burtu með einn poka sem geymdi gamla skó af mér. Gott á þá að enda uppi með einhverja táfýlusandala. Rjóðar í framan og stoltar af f rammistöðu okkar litum við feimnar en brosandi framan í bjargvætti okkar. Ég var varla búin að ná að blikka þá þegar þeir byrjuðu að hella sér yfir okkur (ekki alveg það sem ég átti von á): Eruð þið fullkomnlega klikkaðar? Hvað hefuð þið gert ef þeir hefðu verið með hníf? Ég trúi ekki að þú sért tllbúin að missa lífiö fyrir eitthvað drasl úr Zöru? . Vil taka það fram að þetta var ekkert drasl heldur meðal annars geðveikur pels og vibba flottir skór. Ég fékk alveg sjokk þegar ég fattaði hvað þetta hafði verið heimskulegt og auk þess vorum við báðar í geðveiku adrenalin sjokki og hálf laskaðar eftir slagsmálin. Þannig að ég og Binna horfðum á þá og fórum síðan allt í einu báðar að hágrenja. Fyrir framan alla, hálfreyttar og hlaðnar rifnum pokum og drasli stóðum við hágrenjandi með ekka og horfðum skömmustulegar framan í nýju p r i n s a n a okkar. Þetta voru kannski ekki viðbrögðin sem þeir b j u g g u s t við og sáu kannski að þetta hafði ekki verið mómentið til að lesa yfir okkur. Annar þeirra hljóp inn í búð og sótti nýja poka og síðan hjálpuðu þeir okkur að ganga frá dótinu okkar og komu okkur yfir á kaffihús þar sem tárin voru þurrkuð plástrar, settir á okkar löskuðu sjálfsálit. Víkingarnir voru úr Garðaþænum en þjuggu í Barcelona þar sem þeir voru í svona Erasmus prógrammi frá H(. Ekkinn lagaðist fljótt og áður en leið á löngu vorum við farin að sötra bjór og í hláturskasti yfir óheppnum þjófum sem enduðu með gamla skó í poka eftir að hafa veriö barðir af sólbrunnum íslenskum skessum. Ólíkt venjulega voru báðir strákarnir sætir og fljótlega vorum við báðar komnar í hörkusamræður við sitthvoran og fannst við báðar vera að næla okkur í sætari gæjann. Eftir langt spjall á barnum þá ákváðum við að skila dótinu upp á hótel og skella okkur út að borða. Þetta kvöld var síðan alveg æðislegt og ég og Binna vorum með svo miklar stjörnur í augunum að við litum út fyrir að vera á eiturlyfjum. Algjörir herramenn, í alla staði, klárir, skemmtilegir og sætir og já á lausu. Höfum lært af biturri reynslu að fá það á hreint. Þannig að þetta kvöld var algjört success sem endaði í sleik hjá okkur báðum og síðan var bara skipst á ímeilum og númerum. Ég kom heim í dag og ég held að ég sé búin að kíkja svona 50 sinnum á póstinn minn. Er að kafna ég er svo spennt að sjá hvort hann hefur samband. Er ekki frá því að ég sé bara mega skotin í þessum gæja. Vala Fyrir framan alla, hálfreyttar og hlaðnar rifnum pokum og drasli stóðum við hágrenjandi með ekka og horfðum skömmustulegar framan i nýju prinsana okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.