Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 21

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 21
FISHERMANS'S WARF Svæðið við höfnina er fádæma vinsælt meðal túrista. Þar er til að mynda hægt að taka ferjuna út í Alcatraz fangels- ið sem er orðið eitt frægasta fangelsi heimsins, sérstaklega eftir myndirnar The Rock og Escape from Alcatraz. Þar geturðu varið eins miklum tíma og þú vilt, labbað um eyjuna og skoðað hrikalegan aðbúnað fanganna, en fangelsið var í notkun frá árinu 1933 til 1963 og hýsti alræmda glæpamenn á borð við Al Capone, Anglin bræðurna og Robert Stroud. Verslunarmiðstöðin Pier 39 er við hliðina á bryggjunni og í kringum það svæði er stappað af fólki um helgar, enda er þar mikið af búðum og leikjasölum og þar eru margir af bestu sjávarréttarveitingastöðum borgarinnar. Ekki má heldur gleyma sæljónunum sem flatmaga í stórum hópum við höfnina allan ársins hring. Einnig er boðið upp á siglingu um flóann þar sem þú ferð í vínsmökkun og hlustar á lifandi djasstónlist á meðan. h'ERBA BUENA, F*rry Building ✓ - Frrry lo SauMhlo. ( V Tifruwn. Urktpur tf > Y?\ latk LenJpn Squanr ■ OaUanJ ISLAND ÍNOBHÍy MISSION \ BAY J jusa. MIS6ION rOTRÉRO HILL HUNTER rOINT 10! South To S F Airjwrl ^ Sififou Volhy i/' San losr BAYVIEW rMK. iqwínmmM. UNION SQUARE Torgið Union Square er miðpunktur borgarinnar, umkringt háhýsum, galleríum, fínum hótel- um og veitingastöðum. Þar er að finna allar flottustu tískuverslanirnar eins og Urban Outfitt- ers, Gap, Kenneth Cole, Macy's, Levi's, Niketown og Victorias Secret svo fáeinar séu nefndar. Þeir sem hafa stuttan tíma í borginni og eru komnir til að versla ættu að byrja hér. Á meðan gengi dollarans er svona lágt er nefnilega hægt að versla sér fínar merkjavörur á spottprís. Hverfið er með þeim fínni í borginni og þar er því ekki mikið af litlum og huggulegum kaffi- húsum fyrir þreytta og sveitta ferðalangana sem geta þó alltaf gripið sér „kaffi-to-go" og látið fara vel um sig á torginu. í götunum í kring er aragrúi af flottum stöðum þar sem fína fólkið kemur til að sýna sig og sjá aðra og yfirleitt er ætlast til að það sé vel til fara, þannig að gömlu Converse skórnir verða að bíða á hótelinu. Má þar nefna barinn Readwood Room sem er inni I Clift hótelinu, en þar safnast einhleypingarnir saman í sínu fínasta pússi til þess að fá sér drykk og skima í allar áttir eftir huggulegu fórnarlambi. Þeir sem vilja fá sér góðan kvöldmat geta brugðið sér í salinn við hliðina á en þar er veitingastaðurinn Asia de Cuba. Þetta er með flott- ari stöðum borgarinnar, hannaður af Philippe Starck, og þar er hægt að borða frábæran mat fyrir sanngjarnt verð í skemmtilegri stemningu. Staðurinn er það vinsæll að þú verður að panta þér borð með góðum fyrirvara. Síðan er auðvitað hægt að skella sér á djammið á barnum eftir matinn. Skemmtistaðurinn Ruby Skye er á svipuðum slóðum og er hann einn vinsælasti stað- ur borgarinnar. Þar hangir fjöllistafólk í loftinu, spýr eldi og skemmtir gestum á meðan þeir þamba fína kokkteila og blanda geði við aðra þambara. iii Cpu* PAltKt HAIGHT-ASHBURY Miðstöð hippamenningarinnar á sjöunda áratugnum í Bandaríkjunum var í Haight-Ashbury hverfinu í San Francisco þar sem blómabörnin flykktust í ódýrar íbúðirnar og settu sinn sér- staka svip á göturnar. Tónlistarmenn á borð við Janis Joplin og hljómsveitirnar Jefferson Airplane og The Grateful Dead settust þarna að og gerðu hverfið að enn meiri goðsögn. Enn þann dag í dag ríkir þarna ótrúlega sérstakt og afslappað andrúmsloft. Hverfið er án efa eitt það skemmtilegasta í borginni og algjör skylda að gefa sér tíma til að flækjast þar um í rólegheitunum. Þarna er hellingur af flottum second-hand fatabúðum þar sem hægt er að gera góð kaup og skranbúðir sem selja tónlistarplaköt, notaðar plötur, boli, bolla og ýmislegt furðulegt dótarí. Ef þú gengur niður Haight götuna er alltaf eitthvað spennandi í gluggunum sem dregur þig inn í búðirnar en auk þess er þar nóg af góðum kaffihúsum sem bjóða upp á dýrindis morgunverð og stóra kaffibolla. - Ef þú ert mikið fyrir sushi ættir þú að kíkja á stað- inn Umenko í Japantown. Þar geturðu fengið þér „All you can eat" sushihlaðborð og borðað á þig gat. - Asian Art Museum á Civic Center er eitt stærsta as- íska safn í heimi þar sem hægt er að skoða listaverk alls staðar að úr álfunni. -Þegar þú ert að versla verður þú að muna að leggja 8% ofan á verðið á vörunni sem er skattur sem ekki kemur fram á verðmiðanum. -Ef þú hefur hugsað þér að fá þér vín með matn- um eða kíkja út á lífið, vertu þá alltaf með passann á þér. Það er 21 árs aldurstakmark og enginn tekur mark á bankakortunum okkar. - Skammtarnir á veitingastöðunum eru yfirleitt alit of stórir fyrir litlu evrópsku magana, þannig að ef þú ferð út að borða og þér er ráðlagt að panta 4 rétti fyrir 2 pantaðu þá 3. - í San Francisco er fjörugt næturlíf og eru helstu hverfin North Beach, Marina, Castro og Soma. -Lombard Street í San Francisco er kræklóttasta gata Bandaríkjanna. Besti staðurinn til að mynda hana er með því að standa neðst í Leavenworth Street. -Eins og í flestum öðrum borgum utan íslands er búist við því að gefið sé þjórfé fyrir alla þjónustu. Best er að reikna um 15% af reikningnum á barnum, á veitingahúsinu og í leigubilnum. -Það kostar aðeins um 15.000 krónur að fljúga fram og til baka til LA og ferðin tekur aðeins klukku- stund. -Sniðugt er að leigja sér bílaleigubíl með GPS stað- setningartæki og keyra til nærliggjandi staða eins og Berkeley, Oakland og vínekranna í Nappa-dal. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.