Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 24
HVAD ER AD FRÉTTA? Myndir: Steinar Hugi HEIÐAR ÖRN KRISTJÁNSSON - TÓNLISTARMAÐUR Hvað er að frétta af þér þessa dagana? Ég er bara byrjaður í skólanum aftur, alltaf gaman að setjast aftur á skólabekk. Er á þriðja ári í Kenn- araháskólanum þannig að ég er að klára. Síðan er ég Islandsmeistari í fótbolta. Já, FH með titilinn annað árið í röð, til hamingju með það. Takk fyrir það. Mikil gleði er búin að ríkja á heimilinu. Nú erum við bara að jafna okkur eftir fagnað- arlætin. The Giant Viking Showerlika allt- afað verða vinsælli. Já, það gengur rosalega vel og ver- ið að vinna að plötu á fullu þessa dagana. Ég ætla að reyna að koma henni út á haustmánuðum. Hvert stefnirðu með það verk- efni? Ég ætla að reyna að koma þessu til sem flestra. Það er alltaf mark- miðið með músíkina, að leyfa sem flestum að heyra hana. Ætlarðu að senda Bush lagið Party at the White House? Já, ég vona að hann fái það í hendurnar. Markmiðið er að koma þessu í spilun þar úti. Ég held að þetta gæti verið mjög skemmti- legt á háskólastöðvunum, ef það yrði ekki bannað eins og skot. En Botnleðja, er hún nokkuð hætt? Nei, hljómsveitin er bara í pásu núna. Raggi var að flytja til Barc- elona og verður þar í einhvern óákveðinn tíma og við ætlum því bara aðeins að hvíla okkur enda höfum við spilað saman í tíu ár. Síðan komum við bara tvíefldir til baka. BÖRKUR HRAFN BIRGISSON - TÓNLISTARMAÐUR Hvað er Börkur búinn að gera upp á síðkastið? Ég er búinn að vera að taka upp, pródúsera og spila inná plötu með alveg dásamlegum listamanni sem heitir Lára Rúnarsdóttir. Ég og Daði bróðir vinnum plötuna í stúd- íóinu okkar Bensínmúsik og erum að leggja lokahönd á hana núna. Stefnum á að hún komi út í haust. Auk þess hef ég verið að spila með Doors Tribute-bandinu og tók eitt gigg með Stjórninni í sumar. Það var alveg hápunktur sumarsins verð ég að segja. Hvað ersíðan framundan? Ég var að starta bandi sem mun spila á Óliver á fimmtudagskvöld- um og heitir Reykjavík Beat Gener- ation. Þetta verður húsband Óliver næstu þrjá til fjóra mánuðina þar sem við spilum svona R&B fyrir fólkið. í hljómsveitinni eru ég og hljómborðssnillingurinn Daði, Kiddi sem var trommuleikarinn í Hjálmum, frábær trommari og Pétur Sigurðsson bassamonster. Þeir eru einnig á Láru plötunni. Auk þess erum við að fara að vinna smá fyrir hljómsveit sem heitir Myst, mjög skemmtilegt. Síðan er ég að dj-a á Vegamótum og Óliver og er að fara að kenna á gítar og ætla að útskrifast úr skólanum mínum FÍH í vor þannig að það er bara brjálað stuð fram- undan. Ný hljómsveit á leiðinni? Ég er náttúrulega á fullu að gera músík. Við munum síðan spila með Láru á tónleikum og komum til að mynda fram á Airwaves. En ég ætla ekki að neita því að það eru einhver plön á teikniborðinu. Saknarðu Jagúar? Nei, ég get ekki sagt það. Það hef- ur aldrei verið meira að gera síðan ég hætti í hljómsveitinni. Þykir samt vænt um bandið og strákana og vona að þeim gangi vel. REYNIR LYNGDAL - LEIKSTJÓRI Hverju ertu að vinna að þessa dagana? Eins og er hef ég mest verið í því að gera auglýsingar fyrir hin og þessi fyrirtæki. Er einmitt núna að skjóta auglýsingu fyrir Ikea og var að skjóta Og Vodafone í síðustu viku. Annars er búið að vera mikið að gera og ég er ofsalega glaður með það. Ég er síðan á leiðinni á Nordisc Pa- norama stuttmyndahátíðina í Nor- egi í lok september með myndina Töframaðurinn. Ertu með einhverja mynd í bi- gerð? Kvikmyndin Mýrin verður vonandi mynduð í vetur en við vitum ekki nákvæmlega hvaða dagsetningar er um að ræða. Auk þess er ég að vinna að handriti með Jóni Atla Jónassyni að nokkurs konar hryll- ingsmynd sem gengur undir vinnu- heitinu Horfinn. Sú mynd er svona hápunkturinn þessa dagana auk auglýsinganna. Við fengum styrk úr kvikmyndasjóði til að vinna handritið og Pegasus er framleið- andinn. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu, auglýsingarnar, stuttmynd- ir eða kvikmyndir i fullri lengd? Þetta er í rauninni allt jafn heill- andi. Þetta eru sitt hvor formin sem þjóna mismunandi tilgangi en í öllum tilfellum ertu með vanda- mál sem þarf að leysa. Ég væri al- veg til í að gera þæði stuttmyndir og langar kvikmyndir þar til ég verð gamall maður. Auglýsingarn- ar halda manni síðan svolítið á tán- um og þær þroska mann í mynd- rænni framsögn. Síðan mætirðu á skemmtistaðina um helgar sem annar helmingur dj-dúettsins Gullfoss og Geysir. Já, ég fæ mikinn innblástur við að hressa fólk við með tónlist. Það er pínu frí frá vinnunni og gaman að geta spilað með besta vini sínum. Áttu þér eitthvað draumaverk- efni? Það eru í raun bara þau verkefni sem ég er að vinna að hverju sinni og það sem ég er að búa mig undir að gera næst. Ég stefni á að gera alls kyns hluti í framtíðinni en það sem ég er að gera i dag er brjálæð- islega spennandi. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.