Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 26
Þetta hefði einhverjum aldrei dottið í hug. Slatti af skrýtirokkurum úr Klink og Bank í heiðurssætinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Og vel tekið - með dansi og húrrahrópum. Skrýtirokk- urum sem fram til þessa höfðu helst verið þekktir fyrir einhverskonar skrýti- lega rafurmagnstónlist og enn skrýtilegri gjörninga („Dauðinn og börnin"), jú og að skratsa fyrir Sesar A. Einhverjum hefði þótt þetta skrýtið, einhverntím- ann. En þetta gerði hljóm- sveitin Trabant - og lék svo kvöldið eftir á týpupartý- inu Innipúkanum. Er á fslandi upprisin hljómsveit sem mun loks sameina hin- ar klofnu fylkingar íslands, eitthvað sem afdönkuð- ustu Alice-in-chains angar X-ins og aflituðustu Scoot- erfrík EffEmm geta samein- ast um að sé barasta allt í lagi? Og meira að segja ffnt á stundum? Munu þessir hugrökku ungu menn leiða (slendinga til endurreisnar og geta af sér nýja gullöld heiðar- iegrar popptónlistar? Og hvaða meðulum hyggjast þeir þá til þess beita? Til að fá úr þessu skorið (og fleiru!) þótti fulltrúum Orðlauss heppilegast að hitta einhverja þeirra yfir kaffibollum og bjórkollum og rita niður afraksturinn. Gísli Galdur heitir í alvöru Gísli Galdur -Sætir drengir. Hverjir Trabanta sitja hér hjá mér í dag og hverja vantar? Trabant kynna sig með fullu nafni. Hjá okkur eru samankomnir þeir Ragnar Kjartansson, Þorvaldur Gröndal og Gísli Galdur Þorgeirs- son (hann heitir í alvörunni Gald- ur), en Viðar Hákon Gislason og Hlynur Aðils Vilmarsson eru því miður fjarverandi. Þar sem ákveð- in hefð virðist hafa myndast er fjöl- miðlar ræða við Trabant lá beinast við að höggva í sama knérunn og spyrja: „Eruð þið hommar?" Þorvaldur: „Við höldum því fyrir okkur. Við höldum lokaðar æfing- ar og förum dálítið mikið í sund. Það þarf enginn að vita hvort við erum hommar, er einkamál." -En eruð þið að gera grín að 20 hommum með ímynd ykkar og ærslagangi? Ragnar: „Nei, okkurfinnst hommar töff. Og hommamenning. Umslag- ið fyrir Emotional [nýjustu skífu Trabant] er einfaldlega tilvitnun og tribjút við einhvern kúltúr sem okkur finnst bara svo flottur." Gísli: „Annars er 50 Cent ber að ofan á nýjustu plötunni sinni. Það hefur aldrei komið til tals að hann sé einhver hommi, enginn vænt hann um það." R: „Varðandi stíl sveitarinnar, þá talar hann líka inn í einhverja svona rókókó stemmningu, eitt- hvað ofboðslega dekadent. Við lifum á firrtum tímum og það þarf firrta hljómsveit til að endur- spegla það. Trabant er hljómsveit hnignunarinnar." Grín? -En er Trabant grinhijómsveit? Þ: „Nei, alls ekki. Þetta er eigin- lega orðið þannig að ef fólk er ekki alveg að spá í að drepa sig fyrir hljómsveitaræfingu eða fast í einhverri rosalegri sjúgeizer stemmningu, þá er það orðið að einhverju gríni." Ragnar tekur und- ir. „Það segir enginn að Screamin' Jay Hawkins hafi verið grínisti, þó hann hafi komið fram í drakúla- búning. Og af hverju ekki að grín- ast aðeins?. Er eitthvaö að því? Mér finnst líka voða fyndið að sjá Iron Maiden á tónleikum, Eddie er fyndinn. En þetta er góð spurning. Kannski erum við svona hressir því menn eru að hugleiða að drepa sig fyrir hljómsveitaræfingar, gera þetta aðeins bærilegra?" -Er framkoma ykkar og yfirbragð kannski einhverskonar yfirlýsing, fáið þið i henni útrás fyrir djúp- stæðar tilfinningar og samfélags- rýni? R: „Ja stundum, en mest af því sem við gerum er undir formerkjunum „af því bara". En öll þessi læti í okkur hljóta að vera einhverskon- ar steitment. Undanfarin ár hafa hljómsveitir annaðhvort verið kúl eða krúttilegar, svo ég alhæfi að- eins. Ætli þetta sé ekki andsvar við því þar sem við erum hvorki kúl né krúttaralegir. Við erum að gera eitthvað sem við vildum sjálfir sjá. Fjörug framkoma liggur dálítið í loftinu þessa dagana og það kall- ast sjálfsagt á við það sem áður var - sú krafa að ekkert sé satt nema það sé sett fram á einhvern dram- atískan, alvarlegan máta, sem síð- an varð að einhverri klisju." „Hallelúja! Nú er ég kominn á E!" -Nú er ekki hæpið að kalla Trabant listaskólaband; þið hafið aðsetur í Klink og Bank og hafið flestir ver- ið frekar mikið á grensunni í ykkar listsköpun fram að þessu. í sumar hafið þið hinsvegar öðlast ótrúleg- ar meginstraumsvinsældir, í kjöl- far Emotional og hæpins kringum hana, eruð spilaðir til jafns á Ef- fEmm og X-inu og vorið aðalnúm- erið í Eyjum. Hvernig koma þessar nýju aðstæður ykkur fyrir sjónir? plötu, við komum bara saman og gerðum músík. Hún hljómar svona," en Ragnar er á báðum átt- um: „Við vorum samt óneitanlega mikið að daðra við poppmúsík þeg- arviðsömdum Emotional, fengum hálfgert poppæði og hlustuðum mikið á svoleiöis, þó okkar út- færsla á poppinu sé ögn súr." -Stafa vinsældir ykkar þá kannski afþví að flestþað sem er framleitt fyrir þennan markað [vinsældaút- varp] er ekki gert með hjartanu heldur af iðnaði? Er fólk að heyra einhvern sannleika i Trabant, eða hreinskilni, sem þaö heyrir ekki annarsstaðar? Þ: „Ég held það sé nú bara ýmis- legt að breytast á meginstraums- markaðnum, kannski, frekar en hjá okkur. Fólk er hugsanlega orð- ið þyrst að heyra eitthvað minna verksmiðjuvætt." G: „Svo eru þetta bara drullugóð lög!" R: „Það er eitthvað til í þessu, við gerum okkar allavegana af öllu hjarta og það sagði mamma mín alltaf að myndi skila sér á endan- um." Undir pimpfeldi Holy B Talið berst að uppruna Trabants, en með góðum vilja má segja að sveitin hafi orðið til í sinni núver- andi mynd út frá samruna tilraun- apælinga þeirra Vidda og Þorvald- ar við hljómsveitina Kanada, sem hefur lagt upp laupana [R: „Kan- Þ: „Vel. Frábærlega. Gæti ekki verið betra. Ég er búinn að bíða eftir þessu allt mitt líf. Ég er hund- leiður á því að vera drullast undir einhverjum staur einhversstaðar, spilandi í einhverju ógeðslega leið- inlegu indíbandi og selja eða jafn- vel gefa 20 plötur á hverju ári. Ég er búinn að gera þetta síðan ég var fimmtán ára gamall, nú er ég orðinn 33 ára og segi bara: „Hall- ellúja! Hallellúja, nú er ég kominn á E!" G: „Platan okkar er líka það góð að hún á fyllilega erindi inn á meinstrímið." R: „Mér finnst vera kominn tími á eitthvað svona - fólkið í meinst- ríminu verður líka svo þakklátt þegar einhver talar heiðarlega við það og af virðingu, eins og gerist þegar það sem er á jaðrinum og á eigin forsendum verður óvænt vinsælt; sú tónlist er oft raunveru- legri en margt af því sem útvarpið ælir venjulega út úr sér." -Gerðuð þið þessa plötu þá ein- hvernveginn öðruvísi en ef þið hefðuð gert hana fyrir fimm árum, var sérstakt markmið að komast í útvarpið? Þ: „Nei, tónlistin sem við gerum endurspeglast mest af því sem við erum að hlusta á hverju sinni - það var aldrei pælingin að fram- leiða plötu fyrir tiltekinn hóp." Plötusnúðurinn er sammála; "Það var engin stefna tekin fyrir þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.