Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 34

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 34
LED ZEPPELIN - THE NOBS Á fyrsta Evróputúr Led Zeppelin árið 1970, lentu þeir í málaferlum vegna nafnsins Zeppelin. Erfingi dansks greifa, Eva Von Zeppelin, sagði það ekki koma til greina að hópur af skríkjandi öpum myndi nota sitt virðulega ættarnafn án leyfis. Zeppelin áttu því engra annarra kosta völ en að nota ann- að nafn það sem eftir var af ferð þeirra um Evrópu og notuðu þeir því nafniðThe Nobs. SEX PISTOLS - THE SPOTS Árið 1977 höfðu anarkistastælar hljómsveitarínnar Sex Pistols orð- ið til þess að þeir voru bannaðir á öllum helstu tónleikastöðum Bret- lands. Malcom Mclaren umboðs- maður hljóm sveitarinnar greip þá til þess ráðs að nota nafnið The Spots, Sex pistols on tour seacretly, og sýningin hélt áfram. RADIOHEAD - FAIT- HELESS AND THE WONDERBOYS Til þess að hljómsveitin gæti spil- að á hinum littla Royal Burkshire Social Club í tilefni af afmæli tón- leikaumboðsmannsins síns, Tim Greaves, breyttu þeir nafni sínu í Fatheless and the Wonderboys. THE CURE - FIVE IM- AGINARIE BOYS Cure breyttu nafninu sínu árið 1991 þegar þeir spiluðu á 500 manna tónleikum aðeins fyrir boðsgesti. Þá komu þeirfram und- ir nafninu Five Imaginarie Boys. FRANZ FERDINAND - THE BLACK HANDS 19. apríl árið 2004 átti að vera frídagur hjá hljómsveitinni Franz Ferdinand. Þeir héldu þó leyni- tónleika í félagsklúbbi í Leeds og komu fram undir nafninu The Black Flands, en það var nafn pól- itísks hóps sem myrti erkigreifann Austuríska Franz Ferdinand og út frá því hófst fyrri heimsstyrjöldin. AC/DC - THE SEEDEES Bassaleikarinn Cliff Williams kom fyrst fram með hljómsveitinni á tónleikum í Bondy Lifesavers klúbbnum í Sidney árið 1977. Þar spiluðu þeir undir nafninu The See- dees. METALLICA - THE LEMMYS Þegar Metallica spilaði í afmæli Lemmys úr Motorhead mættu þeir allir í Lemmy dulagervi og tóku Motorhead lög undir nafninu The Lemmys. THE ROLLING STONES - BLUE MONDAY AND THE COCKROACHES Leynitónleikar The Rolling Stones í Sir Morgans Cove í Massachusetts fóruútumþúfurþegarleyndarmál- ið fréttist. Mörg þúsund vonsvikn- ir aðdáendur biðu úti í kuldanum fyrir utan 350 manna klúbbinn en þeir voru auglýstir sem Blue Mon- day And The Cockroaches. Sumarið er að líða undir lok og skólarnir farnir að hlakka til að háma í sig ferskan skammt af nem- endum, tyggja þá vel og merja, til þess eins að spýta þeim aftur út úr sér í örstutta stund yfir jólin áður en jórtrið hefst á ný. Þegar skól- inn hrækti mér út úr sér í vor, illa farinni og þakinni marblettum, sá ég sólríkt sumar, ilmandi gras eða grill og ofar öllu frí frá skóla í hill- ingum. Þetta stutta sumar hefur nú umbreyst í haust. Og hvað hef ég gert? Flúkt inni í rigningu, grill- að einu sinni og, mikið rétt, setið á skólabekk. Eftir að hafa safnað kjarki i nokk- urn tíma „fimm ár, til að vera ná- kvæm" ákvað ég að drífa mig í það ógurlega verkefni að taka bílpróf. Eftir að hafa ítrekað reynt að vingast við kúplinguna, sem vildi greinilega ekkert með mig hafa, var ég að því komin að gefa bílinn upp á bátinn og ganga að eiga leiðabók Strætó. En Strætó kom mér algjörlega í opna skjöldu á þessari annars fallegu stundu og yfirgaf mig við altarið: hreinlega kollvarpaði leiðakerfinu sem mér er í blóð borið. Fimman steinhætti að fara í Laugardalinn og ákvað að leggja leið sína í Árbæinn í staðinn. Ég gerði mér snarlega grein fyrir því að það þýddi ekkert að púkka upp á Strætó endalaust og kom skríðandi afturtil kúpling- arinnar sem furðulegt nokk tók af- sökunarbeiðni mína gilda og varð mjúk og viðráðanleg undir fótum mínum. Mislynd kúplingin er svo sannar- lega ekki eina hindrunin í aðtaka bílpróf, oekki. Eftir myndarlegan rúnt um Hvalfjörðinn og mikið hringtorgafyllerí (hvað er MEÐ öll hringtorgin í nýja hverfinu í Kópavog- inum?) ákvað ökukennarinn minn að senda mig í skóla. Ég föln- aði strax við tilhugsunina en hug- hreysti mig við að fyrst ég hefði lifað af fyrirlestra hjá háskóla- kennurum sem eru álíka líflegir og mygla gæti þetta ekki verið mikið mál. Unglingurinn snýr aftur Þar sem ég arkaði inn í herbergi yfirfullt af sextán ára unglingum og kennslan hófst runnu tveir hlut- ir upp fyrir mér: 1. ég er afskap- lega, gríðarlega, ólýsanlega fegin að ég er ekki sextán ára lengur, 2. háskólafyrirlestrar hjá mygluðum prófessor eru pís of keik miðað við þessa kvöl! Ég tek hárband mitt ofan fyrir þeim sem hafa þjáðst í gegnum þennan svokallaða skóla. Ég hef setið langdregna fyrirlestra hjá kennurum sem eru álíka lengi að koma sér að efninu og þeir eru gamlir. Það kemst ekki í hálf- kvisti við þetta. Kennarinn, sem lagði sig allan fram um að höfða til „unglinganna" og tók ekkert eftir því að það hló enginn að endalausum mömmu-bröndurun- um hans, eyddi klukkutíma í að út- skýra fyrir okkur hvar við ættum að skrifa nafnið okkar í svonefnda ökunámsbók. Þar á eftir tók við hálftími af mömmubröndurum sem allir gerðu út á að mömmur elska börnin sín en pabbar ekki, þeir elska að minnsta kosti bílinn sinn meira. Ég varð eilítið móðg- uð fyrir hönd mæðra, meira fyrir hönd feðra og mest fyrir hönd aumingja krakkanna sem þurfa að láta þetta yfir sig ganga af því að þeir eru unglingar. En þessi annars skelfilega lífs- reynsla hafði hina uppgötvunina I för með sér: ég þakka guði mín- um fyrir að ég hafði það í gegnum unglingsárin. Þjáningin í þessari sólbjörtu skóla- stofu var svo áþreifanleg að mér leið nánast illa. Unglingaangist eins og hún gerist best. Og þarna voru allar týpurnar frá unglingsár- um mínum mættar. Hjá stráknum sem faldi sig á bak við sítt hár úti í horni höfðu vaxtarhormónarnir greinilega einbeitt sér að myndar- legu nefinu.Töffarinn með 11.000 króna klippinguna og plastdem- antinn í eyranu sat fremstur og teygði úr skönkunum. Þar fyrir aftan sat fimleikastelpan sem enn lítur út fyrir að vera 10 ára. Á næsta borði var vinsælasta stelp- an, vel máluð, uppdressuð í föt úr Retro, með símann í annarri hendi og i-podinn í hinni. Aftast sat ég, horfði yfir hópinn og söng af gleði (innra með mér samt, mað- ur vill nú ekki gera sig að fífli) yfr því að hafa lagt hryllilegt óöryggi unglingsáranna að baki. Ég mætti ósofin, þunn, með maskara niður á kinnar og skítugt hár þar sem ég náði ekki að fara í sturtu, ang- aði af áfengi og sofnaði í tíma, og stóð hjartanlega á sama. Þegar skólagöngu sumarsins lauk og þar með bröndurunum og þvingaða hlátrinum, langaði mig að gera það sem ég ætla að gera núna: biðja þessa elsku krakka um að bíta á jaxlinn. Ef þú ert sextán ára, í ökuskóla eða bara menntaskóla: elsku, bíddu bara. Þetta lagast í alvöru allt saman! Mamma þín er ekki að Ijúga! (sko, einhverju hefur kennarinn kom- ið til skila: mömmubröndurum.) Óörygginu, undarlegu vaxtarlagi og bólum lýkur! Það er bara tíma- bil, oft hryllilegt, sem allir þurfa að ganga í gegnum, eins og öku- skólinn. Sunna Dís Másdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.