Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 39

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 39
VERÐUM VID A Þú bókstaflega gnæfir yfir heim- inn og getur næstum því hrækt á hvern sem er! Tillögur - Empire State Building í New York hún er 381m og 102 hæðir og þú getur keypt beint flug með lce- landair. - Petronas turnarnir í Kuala Lump- ur eru 452m og 88 hæðir. Þú slærð tvær flugur í einu höggi þar sem þeir eru tveir og þar af leiðandi önnur og þriða hæsta bygging í heimi. - Turninn í Tapai, en hann er sá stærsti í heimi og er 508m og 101 hæð. SANNLEIKURINN ■ LOKIÐBÓLOKIÐ Það er ekkert jafn skemmtilegt eins og að útskýra fyrir litlu barni sannleika lífsins. Það hafa allir, einnig lítil börn, gott af smá veru- leikasprautu við og við enda hef- ur smá sannleikur aldrei skaðað neinn. Tillögur - Segðu þeim að það séu ekki til skrímsli. - Útskýrðu lífið... að enginn sé ódauðlegur. - Útskýra hvernig börnin verða til og að jólasveinninn sé ekki til. FARA HRINGINN ■ lokiðBólokið Sumir hjóla hann, sumir hlaupa hann, aðrir keyra hann og aðrir labba hann... eins og Sveppi. Allir sannir (slendingar verða að fara hringveginn a.m.k. einu sinni, taka sér tíma til að skoða landið og upplifa nátturuperlur okkar fögru eyju. Tillögur - Gerðu eitthvað óvenjulegt og farðu hringinn í handahlaupum. - Farðu hringinn á puttanum þannig veistu aldrei hversu langt þú kemst og því verður þetta óvissuferð. - Keyrðu allan hringinn án þess að stoppa. Það tekur þig aðeins um það bil 14 tíma. Hundar eru bestu vinir mannsins, kettir hafa níu líf og kóngulær hafa átta lappir. Sagt er að þú velj- ir þér ekki gæludýr heldur velji dýrin þig. Allir hafa mismunandi smekk á dýrum og mikilvægt er að þú eignist einu sinni á lífsleinni ómennskan vin. Tillögur - Farðu út í garð og veiddu þér kónguló. Kostar ekki neitt og þú getur veitt flugur í matin handa henni. - Ef þú vilt eitthvað stærra er snið- ugt að fara niður í holræsi og ná þér í rottu, það er líka frítt. - Farðu niður á tjörn og náðu þér i önd, það er tilvalið að skýra endur Andrés. FARIÐ A BLINT STEFNUMÓT ■ LOKIÐ ■ÚLOKIÐ Það verða allir að hafa farið á blint stefnumót. Þetta er rúlletta einhleypinganna því líkurnar eru um það bil einn á móti sex á að þú dettir í lukkupottinn. Þú kynnist nýju fólki og þetta virkar alltaf svo skemmtilegt í bíómyndunum! Tillögur - Internetið er góð leið til að ná sér í blint stefnumót. Passaðu þig samt á perrunum. - Djúpa laugin hefur reynst fólki vel en þú verður að vera spyrill ef þú vilt pottþétt deit. - Smáauglýsingarnar klikka sjaldn- ast en þú getur auðvitað líka bara látið vin þinn húkka þér upp. ÞJÓÐARRÉTTURINN ■ LOKIÐ ■ÓLOKIÐ Það þurfa allir (slendingar að hafasmakkaðþjóðarréttina.Hrúts- pungar, blóðmör, hákarl, slátur, lyfrapylsa og svið. Það virðist ekki skipta neinu andskotans máli hvað landinn lætur ofan í sig svo lengi sem hann getur skolað þvi niður með brennivíni. Tillögur - Farðu á BSÍ og pantaðu þér þorramat. Viðbjóðslegur matur í svipuðu umhverfi. - Kolaportið er einnig góður stað- ur fyrir þá sem eru að leyta að þorramat. - Haltu þitt eigið þorrablót og láttu alla koma með einn rétt. VILLT UM FYRIR TÚRISTA ■ LOKID ■ÓLOKIÐ Þær eru svo sætar þessar elskur þegar þær reyna að bera fram hin einföldustu götunöfn á íslensku. Fátt er skemmtilegra heldur en að senda þá með myndavélarnar, kortið og kíkinn eitthvert allt ann- að en þau ætluðu sér. Fólk í útlönd- um virðist líka stunda það að villa um fyrir okkur. Tillögur - Þegar túristarnir eru að spyrja um leiðbeiningar sendið þá með ferjunni til Viðeyjar. - Sendið þá út á djammið á Kaffi Austurstræti, segið þeim að þetta sé aðal staðurinn. - Ljúgið að gosbrunnurinn í Perl- unni sé Geysir. Það eru fáar þjóðir jafn lélegir mótmælendur og Islendingar. En þó gerist það stökum sinnum að við sameinumst þegar stjórnar- menn þjóðarinnar traðka of fast á okkur og þá er málið að tæma eggjabakkana og halda út. Tillögur - 1. maí er auðvitað tilvalinn til mótmæla. „ísland út Nató og her- inn burt". - Allsberar konur sem mótmæla pelsum virðast alltaf skemmta sér vel. - Þú getur líka slegist í hóp með Helga Hóseassyni, en hann er allt- af að. VAKAÐ í SÓLARHRING ■ LOKID ■ÓLOKIÐ Eftir að hafa vakað í sólarhring færðu besta svefn sem þú munt nokkurntímann fá á ævi þinni. Hvort sem þú ert að koma úr vinnu, af djamminu eða úr ferða- lagi sérðu rúmið alltaf í hylling- um. Tillögur - Leigðu þér seríu af 24 og horfðu á hana alla. 24 tímar af spennu. - Auðveldast er að fara á djam- mið, í eftirpartý og síðan beint í morgunmat á Gráa kettinum. Þá ætti klukkan að vera um 11 dag- inn eftir. - Kaffi, kaffi, kaffi, kaffi, kaffi og meira kaffi. •-jf h •A * s v SPILAÐ I FJÁR- HÆTTUSPILI ■ LOKIÐ ■OLOKID Frá happaþrennum og Bingói yfir í póker og rúlletur það hef- ur hver sinn smekk á leiknum en hann gengur alltaf út á það sama, að vinna auðveldan pening. En mundu að ef þú gætir unnið húsið þá væri ekkert hús. Tillögur - Farðu út í sjoppu. Þar eru spila- kassar, happaþrennur, lottómiðar og lengjan... einu íslensku spilavít- in. - Farðu í undirheimana og reyndu að finna spilavítin en lögregla hef- ur oftar en einu sinn böstað slíka starfsemi. - Toppurinn er auðvitað Las Vegas beibi. BÚA TIL NÝYRÐI ■ LOKIÐ MOLOKIÐ Slangur og önnur nýyrði eru að þróast frá degi til dags og ef þú lu- mar á hnyttnu nýyrði er málið að koma því sem fyrst í umferð. Tillögur - Bullaðu. - Taktu eitthvað orð og snúðu því við t.d. ást er tsá og meining- in snýst líka við og verður þá að hatal! - Farðu að blogga út um allt og notaðu orðið þitt í tíma og ótíma... þannig ættir þú að geta náð góðri útbreiðslu. KYNNAST ÚTLENDINGI ■ LOKIÐ ■ ÓLOKIÐ Fátt gefur betri innsýn inn í ann- an menningarheim en að kynna sér manneskjur frá öðrum horn- um heimsins. Þannig getur þú vegið og metið kosti og galla ann- arra þjóða áður en haldið er út til ókunnra landa. Tillögur -Farðu á Kaffibarinn. Þar er allt- af krökkt af túristum enda margir sem fara þangað út af kvikmynd Baltasars, 101 Reykjavík. - Hangtu upp á Keflavík með spjald sem stendur á John eða bjóddu útlendingunum far sem koma til landsins. - Stundaðu túristastaðina, Gull- foss og Geysir eða Bláa lónið ættu ekki að klikka. Gott er að vita eitt- hvað um staðina til að ná athygli í fyrstu. ÚTIHÁTIÐ ■ LOKID ■ ÓLOKIÐ Þrátt fyrir aukna tónleikaflóru á íslandi sækjast samt íslendingar í auknum mæli á stórar útihátíðir úti í heimi. Útihátíðir klikka aldrei hvort sem þú ert á Hróaskeldu eða Þjóðhátíð í Eyjum, í roki og rign- ingu eða sumri og sól. Minningarn- ar eru alltaf góðar. Tillögur - Þjóðhátíð í Eyjum er eiginlega skylda fyrir alla íslendinga, það er líka ákaflega spennandi að sjá hvort að Árni Johnsen fríki út og brjót skilorð. - Taktu þátt í einum af þúsund Hróaskelduleikjum sem eru í gangi á ári hverju. Meiri líkur en á að vinna í lottó! - Kjötkarnivalið í Ríó er toppurinn á tilverunni. Þú þangað. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.