Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 44
Atli Sævarsson - 19 ára Hver er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg? Er það ekki bara vinalegi gæinn? Eða er það Geir H. Haarde? Allavega ekki Gísli Marteinn. Hvað heitir forseti Frakklands? Það er ekki Jaqcues Chirac, hann er forsæt- isráðherra. Pass. Hvað er tíðarhringur kvenna langur? 28-30 dagar. Hvað hafa verið margir forsetar á fslandi? Þeir eru fimm. Hver var Dirty Harry? Clint Eastwood. Sonja Sófusdóttir -16 ára Hver er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg? Ég veit það ekki. Ég skal segja þér það eft- ir svona mánuð, þá verð ég búin að læra það. Hvað heitir forseti Frakklands? Ég vissi það kannski fyrir þremur árum, en ekki núna.Ó mæ god. Hvað er tíðarhringur kvenna langur? Ég veit það ekki. Hann er svo misjafn. Ok, 30 dagar. Hann er ekkert alveg eins hjá öll- um! Hvað hafa verið margir forsetar á íslandi? Fimm Hver var Dirty Harry? Ég veit það ekki. Ég veit ekki einu sinni hver það er. Ómar Örn Bjarnþórs- son - 24 ára Hver er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hvaö heitir forseti Frakklands? Jacques Chirac Hvað er tíðarhringur kvenna langur? 28 dagar. Skiptist á milli gulbúsfasa og egg- búsfasa. Svo eru blæðingar þar á milli. Hvað hafa verið margir forsetar á íslandi? Fimm Hver var Dirty Harry? Clint Eastwood "Það er eitthvað að mér stelpur, Ég tolli aldrei í samböndum!" ERU SAMBÖND LÉLEGUR BISSNESS? Við annaðhvort erum þessi stelpa eða eigum vinkonu sem er svona. Hún virðist vera í stöðugu stappi með þetta og um leið og samband númer "átján" lognast útaf fer hún á bömmer eina ferðina enn. Ekki af því sambandið er búið. Nei. Hún er fegin því. Hún fer á bömmer af því hennar kenning er sú að hún tolli ekki í samböndum. Gæti það verið að það sé eitthvað að henni? Kannski? Kannski ekki? Ekkert endilega. Texti: Margrét Hugrún Ást vex með vana... eða ekki Segjum að þú sért ein af þessum stelpum sem hefur verið í fleiri en tveimur og fleiri en þremur al- vöru samböndum þrátt fyrir að vera kannski ekki nema tuttugu og fimm ára? Kannastu við það að hafa byrjað með strák, (til dæmis af því hann var svo hrifinn af þér) og af því þú "ert svo ómöguleg" og hefur hætt svo oft í sambönd- um, þá ætlaðirðu svo sannarlega ekki að láta þetta gerast eina ferð- ina enn! Þúsættirþigviðgallanahans.Leið- ir það hjá þér að þegar þið voruð búin að vera saman í mánuð hætti hann stundum að svara þér þegar þú talaðir við hann. Leiðir það hjá þér að hann situr með fjarstýring- una upp í sófa og gónir á boltann þegar þú vilt gera dodo. Leiðir það hjá þér að þér finnst hann í raun ekkert geðveikslega hott. Leiðir það hjá þér að þið hafið ekki sömu áhugamál, skoðanir né stefnu í líf- inu. Leiðir það hjá þér að hann vill spila tölvuleiki fram eftir nóttu. Nennir aldrei að nudda þig. Eld- ar ekki. Étur aðallega junk food. Hefur aldrei farið til útlanda. Leið- ir það hjá þér að hann sé enn að tala við stelpuna sem hann var að reyna við áður enn hann fór að reyna við þig. Leiðir það hjá þér að þér finnst vinir hans glataðir. Leið- ir það hjá þér að þú ert í raun ekk- ert svo rosalega hrifin af honum. Segir við sjálfa þig: Enginn er full- kominn. Þetta hlýtur að koma... Ást vex með vana og allt það... en auðvitað ekki, svo aftur og eina ferðina enn slitnar upp úr þessu hjá ykkur og þú ert ein, aftur og eina ferðina enn. Tekur stóran smók af Salem og segir á innsog- inu við stelpurnar "Djííísusss. Það er eitthvað að mér stelpur. Ég tolli aldrei í samböndum!" Hlustaðu á þína innri konu Gæti verið að þú sért kannski ekki búin að vera að velja rétt hingað til? Gæti verið að þú hafir ekki tollað í samböndum vegna þess að þú varst aldrei samkvæm sjálfri þér? Kommon. Viðurkenndu það! Þegar þú varst að kynnast síðasta stráknum sem þú hættir með, þá kom eitthvað upp sem lét þig efast. Strax í upphafi. Þér fannst hann í hallærislegum skóm. Þér fannst glatað að hann væri 27 ára, enn að reykja hass og reyna að meika það í rokkinu. Þér fannst hann sætur, jú ókei. Hann hafði byrjað í háskólanum einhverntíma. Gæti kannski klárað seinna. Virkilega góður strákur og það sem mestu skipti. Hrifinn af þér! Allt til helvítis Þið könnuðust við hvort annað. Fóruð heim eina nóttina eftir djamm. Senduð sms næsta dag. Fóruð í bíó. Hittust á hverjum degi alla næstu viku. Gerðuð það á hverju kvöldi og eftir mánuð var hann fluttur inn. Þið voruð hvort eð er alltaf saman og auðvitað er ódýrara að vera tvö saman en að búa ein. Ha? Svo fór þetta að fara niður á við. Hann fór að sýna sinn innri mann sem var oftar en ekki fúll á móti. Fór að setja út á þig. Skoða klám á netinu. Haaannnggga í tölvunni. Gleyma að hringja. Þú byrjaðir að fríka út. Nöldra. Reyna að stjórna. Kvarta og kveina og öskra en svo gafstu upp og þetta fór smátt og smátt til helvítis þar til annað ykk- ar tók af skarið og sagði -What the fuck!*..%# I will survive. Og þú situr á Prikinu. Tekur stór- an smók af Salem og segir við stelp- urnar á innsoginu "Djísuss. Það er eitthvað að mér stelpur. Ég tolli aldrei í samböndum!" Hlustaðu á innsæi þitt Það eru góð vísindi að hlusta á sinn innri mann/sína innri konu. Sérstaklega þegar það kemur að því að velja sér maka. Ef það er eitthvað inni í þér sem segir þér að þú eigir ekki eftir að verða hrif- inn af einhverjum strák, þá máttu bóka að það stendur. Þú átt ekki að gera þér einhvern náunga að góðu af því þú heldur að hann sé svo hrifinn af þér. Þú átt ekki að fara í samband af því allar vinkon- ur þínar eru í samböndum og þjóð- félagið er þannig hannað að fólk á að para sig. Af því þig langar svo til að "giftast". Af því brúðkaups- þátturinn JÁ er svo skemmtilegur. Af því það er svo leiðinlegt að vera ein að horfa á vídeó. Af því, af því, af því... Þú átt að vera með strák af því þú laðast að honum kynferð- islega, þú berð virðingu fyrir hon- um og þér finnst hann fyndinn og skemmtilegur! Átt betra skilið Þú átt það skilið að vera með manni sem ÞÚ ert hrifin af. Það verður að vera neisti sem brakar í. Það verður að vera þessi svokall- aða kemistría. Þig þarf að langa til þess að vera í sambandinu á „Það er engum hollt aó sætta sig við samband sem tekur miklu meira en það gefur af sér. Það er hreinlega kallað- ur lélegur bissness og lélegur bissness fer alltaf á hausinn á endanum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.