Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 48

Orðlaus - 01.09.2005, Blaðsíða 48
Hvað dró þig til Frakklands? Ég var búinn að búa í 24 ár í sama bænum í sama landinu og var því orðinn nokkuð leiður á umhverf- inu. Ég var búinn að fara í fullt af bakpokaferðalögum en langaði í eitthvað innihaldsríkara. Mig lang- aði að komast í einhverja reynslu sem ég myndi læra af og myndi þroska persónuleika minn og fór þvi að kynna mér hvað Stúdenta- ferðir hefðu uppá að bjóða. Ég vóg og mat allt lengi og vel þar til ég var búinn að útiloka allt annað en Frakkland, en ég hafði aldrei komið til Frakklands áður og tal- aði ekki stakt orð í frönsku. Þú kemur þarna út, aleinn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir? Það fyrsta sem ég gerði var í raun- inni að hugsa hvern djöfulinn ég væri búinn að koma mér út í. Eftir það fór ég til Antibes og reyndi að finna staðinn sem ég átti að gista á. Þar sem ég kunni enga frönsku þurfti ég aðfara í sex vikna frönsku- nám til að byrja með og eyddi því þeim tíma í skólanum frá 8-12 en hafði afganginn af deginum fyrir mig. Eftir að frönskunáminu var lokið byrjaði ég í starfsþjálfuninni og vann í hlutastarfi á skrifstofu skólans. Ég var mjög heppinn með að fá vinnu á skrifstofunni því ég kann vel við mig á skrifstofum og OTRULEG LIFSREYNSLA | Stúdentaferðir bjóða upp á alls kyns prógröm fyrir ævintýragjarna [slendinga sem vilja skoða heiminn, læra og kynnast nýju fólki. Hægt er að fara í málaskóla, hjálparstörf og vinna sem Au Pair svo nokkuð sé nefnt og eru áfangastaðirnir jafn margir og þeir eru mismunandi. Baldur Þorvaldsson, 24 ára Grindvíkingur, fór á vegum Stúdentaferða í CIA málaskólann í Anti- bes sem staðsettur er á frönsku Rivíerunni og er nýkominn heim eftir lærdómsríka dvöl þar úti. Skólinn býður upp á fjölbreytt frönskunámskeið en einnig starfsþjálfun þar sem nemendurnir vinna með skólanum og kynnast menningunni og tungumálinu enn betur. Baldur dvaldist þar í fjóra mánuði og tók þátt í prógrammi sem er ætlað fyrir útlendinga sem vilja læra tungumálið, vinna og kynnast menningunni. í kringum tölvur. Þeir sem kunna betur við að vinna úti geta fengið vinnu við garðyrkju og ýmislegt dútl. Hvar bjóstu á með- an þú varst þarna? Skólinn býður upp á gistingu hjá fjölskyldu en ég valdi að vera á einskonar stúdentagarði eða heimavist. Síðan flutti ég í stóra íbúð þar sem við bjuggum 14 ung- menni saman frá 7 löndum. Þá fór þetta fyrst að verða gaman enda var þetta allt ungt fólk með ákveðnar skoðanir á hlutunum. Við bjuggum þarna tveir strákar á móti tólf stelpum, sem gat verið snúið á stundum, sérstaklega þeg- ar kom að notkun á baðherbergj- um og sturtum. Þessi óvenjulega sambúð gekk raunar lygilega vel, ef miðað er við hverju má réttilega búast við þegar jafnmörgum prím- adonnum, meðjaf nmarga mismun- andi bakgrunna, sem ekkert þekkj- ast fyrir og lítið eiga sameiginlegt, er troðið saman í jafnlítið rými. Hvernig er svona ferð fjármöqnuð? Fékkstu eitthvað borgað fyr- ir starfsþjálfunina? Nei, ég fékk ekki borgað fyrir starfnámið en í staðinn fékk ég fría frönskukennslu, frítt húsnæði og afslátt af mat í skólakaffiteríunni. Beinn kostnaður var um 200.000 krónur hjá mér með fluginu en ég sé ekki eftir einni einustu krónu. Hvert er síðan fram- haldið hjá þér? Ég er að fara í hótelstjórnunar- skóla í Sviss, einnig á vegum Stúd- entaferða. Skólinn er í franska hluta Sviss þannig að frönskukunn- áttan mun styrkjast en það er þó kennt á ensku. Þetta er þriggja ára nám á háskólastigi þar sem ég sit þæði á skólabekk og fer í starfs- þjálfun á hóteli eða veitingastað og fyrir hana get valið mér áfanga- stað nánast hvar sem er í heimin- um, en ég er að hugsa um að velja Þýskaland til að geta æft þýskuna. Eftir námið útskrifast ég síðan með BA gráðu, en titillinn er The British BA Degree in Internation- al Hospitality or/andTourism Ma- nagement Hvernig kom það til? Ég var búinn að byrja tvisvar í Há- skóla íslands en hætti í bæði skipt- in og fann að ég hafði ekki áhuga á einungis bóklegu námi. Ég ákvað því að taka Strong áhugasviðspróf- ið í HÍ og eftir að ég fékk niður- stöðurnar fór ég að hugsa hvert næsta skref yrði og komst að því að stjórnun og viðskiptagreinar gætu verið eitthvað fyrir mig. Hvað myndir þú ráð- eittl J my íja tó ólki sem er ivað óvisst um framtíðina hjá sér? Ef þú ert í algjörri krísu um hvað þú vilt gera við líf þitt, taktu þá Strong prófið. Upplýsingar um það má nálgast á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is/page/strong Au Pair Educare Ert þú 20 ára og með stúdentspróf ? Hefur þú áhuga á að vera félagi barna 6 ára ogeldri, aðstoða þau við heimanám ogtómstundir 30 tíma á viku. í staðinn færð þú 105 USD á viku ívasapeningog 1.000 USD styrktil háskólanáms. Au Pair f Bandaríkjunum Au pair býr hjá fjölskyldu í eitt ár, gætir barna og sinnir léttum heimilisstörfum í 45 tíma á viku. Au pair fær 139 USD á viku í vasa- pening og 500 USD í styrk til náms. Au pair fá einnig: • Fríttfæði og húsnæði • Fríarferðir til ogfrá íslandi • Tveggja viknafrí með vasapening • 4 daga námskeið við komuna til USA _ (J€A * nýju j°Sl' Au Pair Extraordinarie ^ ^ Ert þú leikskólakennari á aldrinum 20-26 ára eða hefur þú 2árareynsluafþvíað vinnaá leikskóla. Þúfærð 200USD QTMRFKITA á viku í vasapening og 500 USD í styrk til náms að eigin vali. ^ ■ UUCIl IM BAN KASTRÆTI 10 101 REYKJAVIK SÍMI 562 2362 INF0@EXIT.IS e it.is WWW.EXIT.IS 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.