Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 2

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 2
VERULEIKI VALKVIÐAIMS 26. tbl. Október 2005 RITSTJÓRN Steinunn Helga Jakobsdóttir Hrefna Björk Sverrisdóttir UPPLÝSINGAR VARÐANDI EFNI Steinunn Jakobsdóttir steinunn@ordlaus.is S: 822 2987 AUGLÝSINGAR Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is S:822 2986 FJÁRMÁL Hrefna Björk Sverrisdóttir hrefna@ordlaus.is s: 822 2986 HÖNNUN&UMBROT Steinar Pálsson / Sharq Birna Geirfinns / www.birnageirfinns.com ÚTGEFANDI Ár og dagur ehf. Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur S: 510-3700 www.ordlaus.is FORSÍÐUMYND Gúndi FORSÍÐUANDLIT Vigdis - Vaginas Melkorka - Brúöarbandiö Mr Silla Björg - Donna Mess SÉRSTAKAR ÞAKKIR Jómbi fyrir trommurnar Tjarnabíó MYNDIR Gúndi Steinar Hugi Esther ír Friörik Tryggvason PRENTSMIÐJA Prentsmiöja Morgunblaðsins Upplag: 25.000 PENNAR Agnar Burgees Björn Þór Friöa Thoroddsen Haukur S. Magnússon Hrefna Björk Sverrisdóttir ísar Logi Katrín Rut Bessadóttir Kristín Soffía Jónsdóttir Margrét Hugrún Steinunn Jakobsdóttir Sunna Dis Másdóttir Ég hef staðið mig aö því oftar en ekki aö tala og hegöa mér gjörsamlega i þversögn viö sjálfa mig. Ég hef staðið mig aö því aö æpa á stór markmið sem ég siðar meir tengi mig ekkert viö og verð það týnd i augnablikinu að ég fer að eltast við hluti sem ég hef stuttu síðar ekki hugmynd um -jp \ ^ af hverju heilluðu mig. Allar athafnir mínar hafa þó einhverjar skýring- ar. Sumar stjórnast af tiðarandanum, aðrar af einhverri furðulegri áráttu eða ástríðu og enn aðrar af einskærri heimsku. Inni á milli leynast síðan athafnir sem stjórnast af votti af skynsemi eða því sem ég tel mér oft trú um að sé leiðin að þeim markmiðum sem ég hef enn fremur talið mér trú um aö ég vilji ná. Þau markmið sé ég í hyllingum allt þar til ég hef komist á leiðarenda. Þá veröa vonbrigðin oft mun hávær- ari en öll ópin í upphafi og kaldur raunveruleikinn blasir við. Þegar ég næ þvi sem ég taldi mig vilja kemst ég nefnilega svo oft aö því að þeir hlutir eiga kannski ekkert sérstaklega vel við mig. Á þeim fjölmörgu tímapunktum þegar ég týnist í augnablikinu læt ég mig dreyma og tala meira en góðu hófu gegnir um allt það sem ég ætla mér á meðan kaffibollarnir tæmast hver af öðrum. Þegar augnablikið er liöið gleymist talið þó fljótt. En þetta er vandamál sem flestallir glima við. Það er auðvelt að telja upp ótal hluti sem maður vill gera og eftir þvi sem kaffibollunum fjölgar verða valkostirnir sifellt fleiri og allar málamiðlanir yfirleitt skotnar niður í ævintýralegum hugleiðingum. En síðan gerist ekki neitt. Ég hef margsinnis heyrt ræöuna frá mér eldri og vitrari mönnum að fyrsta skrefiö til aö ná því út úr lífinu sem ég vilji sé aö ákveöa hvaö þaö sé. Stór hópur er þó eins og ég, fastur í því aö vera sífellt aö leita. Fastur i aö leita aö réttu vinnunni, rétta náminu, rétta staönum til aö setjast aö á og njóta rétta lífsins. Alltaf stranda ég þó á sömu spurningunni. Hvernig á ég að velja? Hvernig get ég vitað að ég sé að velja rétt? Rithöfundurinn Milan Kundera var ekki aö hjálpa mér þegar hann skrifað: „enginn veit nokkurn tima hvað hann á að vilja þvi hann hefur aðeins eitt líf og getur því hvorki borið það saman við fyrri líf né leiðrétt það í seinni lífum." Þessi ábending var ekki til þess að auðvelda mér valkvíðann. Er Kundera hér dottinn niður á sannleikann? Það er i rauninni ekki hægt að vita. Er þetta afsökun fyrir því að geta aldrei ákveðið sig? Afsökun fyrir því að hoppa úr einu i annað og vera aldrei ánægð með það sem ég hef i höndunum en halda stöðugt leitinni áfram? Ætli eina leiðin sé ekki bara að halda áfram, reka sig á veggi og vona að ég rambi að lokum inn um réttu dyrnar. Á leiðinni á ég allavega eftir að komast að þvi hvaö það er sem ég vil ekki og síðan eru það allir óvæntu hlutirnir sem gerast á meðan sem eru það sem að lokum stendur uppúr. Steinunn Jakobsdóttir ... og fleiri nafnlausir.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.