Orðlaus


Orðlaus - 01.10.2005, Síða 4

Orðlaus - 01.10.2005, Síða 4
iPÓLfiO áFRfim^ OC-fatalína Þættirnir The OC sem sýndir eru á Skjá einum njóta gífurlegra vin- sælda bæði hér heima sem og erlendis. Ekki nóg með að söguper- sónurnar eru allar ríkar og fallegar þá lenda þær í alls kyns drama sem fær fólk til að lím- ast við skjáinn. Nú hafa forsvarsmenn þáttanna lagt á það ráð að selja sérstaka OC fatalínu á amazon.com til þess að auka enn á vinsældirnar, en hægt er að fræðast um tískuna á heimasíðu þáttarins www.theoconline.com. Nú geta unglingarnir því reynt að líkjast stjörnunum Marissu, Ryan, Seth, Summer og fleirum. Metallica Tribute-Band Heyrst vhefur að Bjarni gítarleikari og Bjössi trommu- leikari úr Mínus séu búnir að taka höndum saman við Smára Tarf og Adda úr Sólstöfum en þeir hyggjast setja saman dúnd- urMetallica tribjút- sjóv. Það verður án efa góð mæting á slíka tónleika enda ekki slakir hljóðfæraleikrar hér á ferð og Metallica auðvitað ein vinsælasta hljómsveit fyrr og síðar. Aldrei hafa jafn margir (slendingar mætt á tónleika eins og með sveitinni í Egilshöll þar sem færri komust að en vildu og því bíðum við auðvitað spenntar eftir þessu. UNIFEM og Alþjóðleg kvikmyndahátíð Nú stendir yfir Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík þar sem einn af sjö kvikmyndaflokkunum er sérstakur mannrétt- indaflokkur þar sem sýndar eru sex verðlaunamyndir. Af því tilefni stendur UNIFEM fyrir sérstakri fundardagskrá dagana 4.-7. október þar sem hægt verður að spjalla við leikstjóra og taka þátt í umræðum um kvikmyndirnar, mannréttindamál og bága stöðu fólks víðsvegar í heiminum. Nánari dagskrá má sjá á heimasíðu UNIFEM, www.unifem. is Erlendir blaðamenn á Airwaves Tímaritið Grapevine í samvinnu við aðstandendur lceland Airwaves og Flugleiði hyggjast standa fyrir daglegri útgáfu á 24 síðna blaði, Grapevine Airwaves 2005, á meðan á tón- listarhátíðinni stendur. Það sem færri vita þó er að strákarnir á blaðinu hyggjast flytja til landsins sex blaðamenn, tvo Ijós- myndara og aðstoðarmann frá Evrópu og Bandaríkjunum sem munu vinna við skrif og Ijósmyndun í blöðin við hlið starfsmanna Grapevine. Um er að ræða fólk sem hefur mikla reynslu í þessum bransa og munu þau flakka á milli tónleika og skrifa um íslensku og erlendu sveitirnar. í þessum hópi eru tónlistarritstjórinn Bart Blasengame og lífsstílsritsjór- inn Genevieve Roth frá tímaritinu Details í New York, Nick Catucci, tónlistarritstjóri Village Voice, Katia Kulawick sem ritstýrir Vogue Homme, Patricia Drati frá Elle i Evrópu og Ijósmyndararnir Julia Stables og Heidi Hartwig. Jón Trausti hjá Grapevine segist vonast til þess að útgáfan muni gefa góða mynd af hátíðinni og auka afþreyingargildi hennar. Þeireru búniraðsenda prómódiska og plöturtil blaðamann- anna úti þannig að þeir ættu að vera vel undirbúnir en auk þess að skrifa í Grapevine Airwaves 2005 munu þau flestöll einnig fjalla um hátíðina erlendis. Með þessu framtaki mun hátíðin og hljómsveitirnar sem koma fram því fá mun meiri athygli fyrir vikið sem er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni fyrir íslenska tónlistarflóru. Blöðin eru á ensku og verður þeim dreift frítt á hótel og gistiheimili, kaffihús, búðir, bari, sjoppur og á alla tónleikastaði. Rokktóberfest á Gauknum Allir helstu rokkarar landsins ætla að hita ær- lega upp fyrir Airwaves á Gauknum dagana 10.- 14. október en þá fer fram hin árlega Rokktó- berfest á staðnum. Þar koma fram allar helstu rokksveitir Islands eins og Brain Police, Jeff Who?, Black Star, Jan-Mayen, Dr. Spock, Bob Justman, og Pétur Ben og síðan verður að sjálfsögðu kvöldvaka Capone þar sem verður án efa mjög sveitt og hressandi stemmning. Á meðan á öllu þessu stendur geta tónleikagestir síðan sötrað á mjög ódýru öli. Helgi Jónsson - Glóandi Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson hefur búið í Austurríki síðustu sex árin þar sem hann hefur verið í tónlistarnámi. I síðasta mánuði sendi hann frá sér sína fyrstu sól- óplötu sem ber heitið Glóandi og er hún gef- in út af Material Rec- ords í Vínarborg. Um er að ræða einstaklega vandaða poppplötu þar sem söngrödd Helga nær að njóta sín í rólegum og tillfinningaþrungnum lögunum en með honum spila tveir gítarleikarar, bassaleikari og trommuleikari auk þess sem hann spilar sjálfur á gítar, píanó og básúnu. Platan kemur væntanlega út á islandi í október og Helgi stefnir á tónleika hér í kjölfarið enda hefur hann enn mjög sterka tengingu við land og þjóð. Tvö lög á plötunni, Glóandi og 1993, eru á íslensku og það fyrrnefnda er gagnrýni á stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir á islandi þar sem sungið er um eyðimörk á (s- landi, dimmar námur og sviðið gras. Platan Glóandi er virkilega vandað verk þar sem öll vinnsla og útsetning er til fyrirmyndar og Helgi ekki hræddur við að nota kraftmikla röddina á ólíka vegu og hoppa úr rólegum ballöðum yfir í hressandi poppslagara. Það er virkilega þess virði að bæta Glóandi í plötusafnið og fylgjast með framhaldinu. Mátaðu sjálf á netinu Það er ekki öllum sem finnst gaman að þræða mátunarklefa í verslunum enda getur verið ótrúlega þreytandi að rífa sig í og úr fötunum til þess eins að ganga út með tómar hend- ur. Á vefsíðunni www. watchmechange.com sem fatakeðjan GAP er búin að setja upp getur þú prófað alls kyns fatnað og séð hvort liturinn og sniðið henti þér. Það er enn reyndar svolítill byrjendabragur á þessu en hægt er að breyta á sér hárinu, andliti, nefi, augn- og húðlit og velja vaxtarlag, þyngd og aldur. Eftir að fötin hafa verið val- in tekur módeiið sig til og strippar fyrir áhorfandann með einhverjum afbökuðum eróbikkmúvum og fer í fötn sem þú velur. Það eitt og sér er alveg óborganlega fyndið. í græjunum Heiða Eiríks -tónlistarkona sem einnig er með útvarpsþátt á Rás 2 og skrifar í Blaðið Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég er búin að vera að hlusta á nýju plötuna með The Dandy Warhols, sem heitir Odditorium. Hún er glettilega góð, og vinnurtöluvert á. Hef lítið fylgst með þeirra ferli svo þetta er nýtt og ferskt fyrir mér. Svo er nýja platan sem Hermigerfill var að senda frá sér, Sleepwork, alveg meiriháttar stuðplata. En yfirleitt þarf ég eitthvað rólegt, allavega í strætó á morgnanna, til að slaka á fyrir daginn. Þá er ég búin að vera að hlusta á gamla plötu með hljómsveitinni Low, sem heitir Things We Lost in the Fire. Ég uppgötvaði Low á síðasta ári, og finnst eiginlega allt sem ég hef heyrt með þeim gott. Nýjasta platan þeirra sem heitir The Great Destroyer er besta plata sem ég hef heyrt í áraraðir. Hvaða plötu ertu að bíða eftir? Ég er ekki enn búin að heyra nýju Gorillaz-plötuna, þarf að bæta úr því. Svo er ég spennt fyrir nýrri Missy Elliott-plötu. í íslensku deildinni er ég alveg rosalega spennt fyrir nýrri plötu með pönksveitinni Æla, en ég veit ekki hvenær hún kem- ur út. Vonandi sem fyrst, því þar er á ferð ein skemmtilegasta hljómsveit ársins. Svo er náttúrulega hvílíkt diskaflóð á leiðinni með jólunum, og maður bara reynir að sörfa það og jafnvel heyra eitthvað nýtt. Ég er soddan alæta á tónlist, að ég ætti örugglega að finna margt fyrir minn smekk. 4

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.