Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 6

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 6
SMARIA XFM Hverju leitar þú helst að í fari kvenna? Samvaxnar augabrúnir eru algjört lykilatriði. Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju? Mjög erfitt val enda eruð þið all- ar algjörar drottningar. Rita frá Texas yrði sjálfsagt fyrir valinu af persónulegum ástæðum... Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sambandi við konur? Allar manneskjur eru stórbrotin meistaraverk á sinn hátt og gallar hvers og eins mikilvægur þáttur í tilverunni. Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum, hverju myndir þú breyta? Ég myndi breyta Búa úr Brain Pol- ice í Jennifer Batten. Hvert er átrúnaðargoðið þitt? Ég trúi á goð. Hefur þú einhvern tímann svik- ið mikilvægt loforð? En þú? Hvað er á döfinni? Framundan er yndislegt líf hjá okkur öllum, vona ég. Svo skilst mér að Matti, vinur minn á XFM, sé byrjaður í Fláteigskirkjukórnum til að þróa með sér sönghæfileika sem því miður heyrast alltof sjald- an. Flann klóraði sig í gegnum Passíusálmanna um helgina og verður vonandi orðinn messufær í byrjun vetrar. Ég á ársmiða í sæti á fremsta bekk í allar messurnar. ■ HEIÐAR AUSTMANN FM 957 Hverju leitar þú helst að í fari kvenna? Ég leita eftir heiðarleika fyrst og fremst!! Þaðermargtmeiraspunn- ið i konur heldur en til dæmis bara útlit og þarf konan að vera sjálfsör- ugg fyrst og fremst og þroskuð að mínu mati. Ég verð að geta talað við hana um nánast allt, það skipt- irmigmálil! Gott bros og fárán- lega skemmtilegur hlátur skemmir ekki fyrir heldur og hún má heldur ekki láta vaða yfir sig ! Hvað er það sem fer mest í taugarnar á þér í sambandi við konur? Konur sem eru óöruggar, horfa ekki í augun á manni þegar mað- ur er að tala við þær. Konur sem kunna ekki að hafa sig til eru líka ofarlega á listanum. Konur sem smjatta og kunna ekki borðsiði fara líka í mínar fínustu. Ef þú fengir að vera kona í einn dag hver myndir þú vera og af hverju? Ég myndi vilja vera Flansína Björg- vinsdóttir, koma mér aftur í bæjar- stjórastólinn i Kópavogi og laga leikskólamálin því Gunnar Birgis- son er ekki að gera góða hluti að mínu mati. Það er skammarlegt að fólkið sem er að liggur við að ala upp börn okkar (bróðir minn á börn) séu að lepja dauðann úr skelinni því launin eru svo skamm- arleg. Ef þú mættir breyta einhverju í heiminum, hverju myndir þú breyta? Þetta er erfið spurning og held ég að ég komi bara með klisju svar. Ég myndi koma George Bush úr forsetaembættinu í Banda- ríkjunum. Þessi maður er hálviti og myndi ég ekki einu sinni ráða hann til þess að bóna bílinn minn. ( ekki það, að sú vinna sé eitthvað skammarleg.) Hvert er átrúnaðargoðið þitt? Allir mínir nánustu fjölskyldu- meðlimir eru mín átrúnaðargoð. Þau hafa afrekað það, þegar sem ég ætla mér í framtíðinni sem er að stofna fjölskyldu með maka mínum og tryggja gott umhverfi fyrir börn okkar. Einnig að vera í traustri vinnu sem skaffar vel fyrir mig og mína. Mamma, pabbi, Emil Austmann, Björg Baldursdóttir og Gunnar Austmann ásamt mökum eru mín átrúnaðargoð. Hef ur þú einhvern tímann svik- ið mikilvægt loforð? Já því miður þá held ég að ég hafi gert það !! Maður á mínum aldri sem segist aldrei hafa svikið mikil- vægt loforð er örugglega að Ijúga. Ég veit ekki um neitt tiltekið atvik, en sá sem varð fyrir því að ég sveik loforð mitt, ég bið þig afsökunar á því hér með !! Hvað er á döf- inni? Ég er mjög líklega í verðskulduðu sumarfríi þegar þetta viðtal er birt þannig að ég segi Fllustendaverðlaun FM957 sem verða laugardagskvöldið 8. október í Borgar- leikhúsinu. Án efa stærsti viðburður ársinsííslenskutón- listarlífi I! Fylgstu vel með á útvarsp- töðinni FM957. & MOJITO kvöld alla fimmtudaga á Thorvaldsen Bar Plötusnúðar í október. # 06. okt. I DJ Anna Rakel # 13. okt. I DJ Rósa # 20. okt. I DJ Atli # 27. okt. I DJ Sammi Jagúar I f FINLANDIA Thorvaldsen Bar JBQ ll3Sp|l?A.I0l|J

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.