Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 8

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 8
lyndí G. David" „ÉG VflR SKOPU flF GUÐI TIL fl V€Rfl FRAEGUSTM" Ég átti stefnumót við hana Silvíu Nótt klukkan 14 á Prikinu. Af gamalli reynslu ákvað ég ekki að mæta fyrr en klukkan 15 en Silvía var auðvitað ekki mætt og var það ekki f yrr en einum kaffibolla síðar. Fyrsta vísbendingin um að hún væri komin á staðinn var að ég heyrði öskrað fyrir utan: „Hættið að glápa á migógeðslegutyppafýlur!!"Önnurvísbendinginvarilmvatns- fnykurinn sem einhvernveginn náði að smjúga inn um glugg- ann og sú þriðja var svipurinn á túristunum sem stóðu hand- an við götuna. Já, Silvía var mætt og sirkúsinn var byrjaður. SlLVlA NOTT 8 Hvað er Silvia að gera þessa dag- anna? „Ég er bara tvístrað bissý að und- irbúa mig fyrir næstu seríu af Sjá- umst með Silvíu Nótt!! Þú veiiist... sumir kannski halda að það verði ekki hægt að toppa „the great- ness" úr síðustu þáttum en sko, ég er búin að vera að skoða þættina úr síðustu seríu og fékk nettan aula- hrollskiluru...þaðvorunokkuraug- Ijós byrjendamistök í þessum fyrstu þáttum mínum og þá sérstaklega í hairand meik-up!! Alvegskotótallí off!! Ætla að leggja mun meira í þessa hluti því að skiluru, I have a responsibilití sem fyrirmynd to the lcelandic nation.. ég var alveg "Ó MY GOD!!" þegar ég var að skoða þættina.. stundum var bara einsog ég hefði ekki einu sinni farið í air- brushskiluru..??!!" En nú voru þættirnir teknir úr loftinu vegna óvinsælda. Hvernig stendur á þvi að það verður önnur seria? „Ehh... þú ert sko ekki mjög góð í að taka svona viðtöl... enda ertu líka í 4. deildinni í fjölmiðlunum.. ekki í úrvalsdeild, á toppnum ein- sog suuuumir!!" Greinilegt að ég hitti á viðkvæman blett hjá Silvíu sem starir reiðilega á mig og heldur áfram: „Þaðerkannskiástæðafyr- ir því að ég er í sjónvarpi en þú í ein- hverju skítugu blaði skiluru, kannt ekki einu sinni að spyrja spurninga án þess að slefa.. mímímímímí.. svo ertu ekki eini sinni nógu bjútífúll til þess að geta verið í sjónvarpi skil- uru.. OKEY??!!" Silvía snýrsér und- an um leið og hún hreytir þessu í mig og fer síðan að spegla sig í glugganum. Geturðu ekki svarað spurning- unni? „Jú... ég var bara að reyna að kenna þér hvernig maður tekur við- töl... en sko... þó að þetta sé deler- íum tremens vond kvestjón þá get ég alveg samt svarað henni, ef þú endilega vilt skjóta þig í skóinn." Og hvað erþá svarið? „I fyrsta lagi þá voru þetta lang mest töffuðustu þættir sem íslend- ingar hafa séð og svo var líka gerð könnun, sem sást þá að Sjáumst er lang besti og vinsælasti þáttur á Islandi OKEY!!?? Og eftir að Skjá- reinn föttuðu að þeir voru bara með e-h tremors og lak yfir höf- uðið þá sko grenjuðu þeir í mér að koma með þáttinn aftur og ég held að það sé ekkert leyndarmál þó að ég segi það að ég er núna hæst launaðasta kona á islandi. Þrjár milljónes á viku... Hvað ert þú með mikið í laun?? 50 krónur á mánuði??" Blaðamaður stingur þá upp á því að Silvía splæsi kaffið, en miðað við svipinn sem kemur á hana ákveð ég að skipta um um- ræðuefni. Gerðirðu eitthvað skemmtilegt í sumar? „Ég er bara búin að vera að byggja miguppskiluru...búinaðveratvístr- uð pressa á mér afþví ég er orðin svo fræg skiluru. Það halda allir að þeir geti bara vaðið yfir mig, að ég sé almenningseign og megi koma við mig og fá eiginhandaáritun. Ég er bara lítil stelpa skiluru... með alltof stórt hjarta... búin að fá nóg af fokkin lúðum sem halda að þeir geti vaðið yfir mig!" Silvía er allt í einu orðin ótrúlega einlæg og lýsir fyrir mér erfiðleikum frægðarinn- ar. „Einsog allir vita, þá eru svona mega-tíví-stars og múví-stars með life-coatch og pabbi gammér svo- leiðis í sumargjöf og ég er búin að þroskast túrbómikið andlega skiluru... það var ekki auðvelt... en það óhætt að segja að ég er ný og betri Silvía." Hvað verður aö gerast hjá þér í þættinum i vetur? „Einsog ég sagði áðan þá var ég í sjokki þegar ég fór að skoða síð- ustu seríu þannig að þessi verður miklu fallegri, svona minni áhersla á að vera að tala eitthvað við ein- hverja lúða sem eru ekki einu sinni neitt frægir og meiri áhersla á hair and meik og töffuð outfit!" En innihaldið? „Það verður ógeðslega mikið inni- hald!! Ég ætla að halda áfram að kenna Islendingum hvernig maður á að vera töff!!" En varþað ekki makmiðið með sið- ustu seriu?? „Jú, en núna er ég komin með nýj- „Ég er bara lítil stelpa skíluru... með alltof stórt hjarta... búin að fá nóg af fokkin lúð- um sem halda að þeir geti vaðið yfir migi" an vinkil inní þetta, hvernig maður á að vera ógeðslega góð sál og vita geðveikt mikið um allt en líka að vera töffuð í leiðinni, þannig að það er hægt kannski að segja að ég verði svona life-coatch fyrir íslend- inga og ef að allir horfa á alla þætt- ina þá verður Island ein stórstjarna sem skýn yfir heiminn!! Bara með 100% manneskjum!!" Hvernig finnst þér að vera loksins orðin fræg á Islandi? „Það er svosem ekkert nýtt fyrir mér að fólk sé eitthvað að taka tremma mikið eftir mér..." Silvía stoppar og smellir til þjónsins sem rýkurtil og bætir á kokteilinn henn- ar. „Ég var sköpuð af Guði til að vera fræg.. frægust!!" segir hún með áherslu þannig að það glym- ur um staðinn. „Ég er búin að vera undirbúin fyrir það forever, fædd- ist með frægt hugarfar, skiluru!?" Er fólk þá mikið að bögga þig úti á gótu? „Bara allir dýrka mig glimmer mik- ið!! Ómægod!! Allirbaraöskraallt- af á mig útá götu, "Silvía.. ég elska þig!!" bara ókey Balti, haltu bara áfram að senda mér rósir skiluru, þúst... ertiggi giftur skiluru?? Og þúst.. já Ólafur Ragnar.. ég elska þig líka enég er bara soldið bissí og get ekki farið í sleik núna..okey??" Eg sé að Silvía getur haldið áfram í þessum dúr svo tímunum skiptir en þar sem batteríið á upptökutækinu er að klárast verða ástarjátningarn- ar að bíða betri tíma. Þú segist ætla að vera "life-coach" fyrirlslendinga, hvernig erþín hug- mynd um fullkomið samfélag? „Það eru mjög góðar hugmyndir og góðar lausnir sem ég hef á þess- um hugmyndum sem ég mun sýna í nýju seríunni... og ef að allir horfa á þáttinn þrisvaríviku þá munsam- félagið verða fullkominn demantur sem skýn í svartnætti norðursins." Ég verð engu nær með þessu svari, verð greinilega að fylgjast vel með þáttunum í vetur. Finnst þér Islendingar kunna góða mannasiði? „Neiskiluru!!??, alltaf eitthvaðað henda í mann rusli þegar maður er útá götu, kalla mann mellu og hóta að drepa mann og senda manni bréf með notuðum skeinipappír eða notuðum smokkum, þúst... ha- haha... rosa fyndið eitthvað... grow up skiluru!!?? Það ertótallí næntís að vera svona öfundsjúkur!!" Nú er mikið skrifað um þig á netinu ogmörgum finnstþú vera "Wanna- be", hvað vilt þú segja við það fólk? „Þetta fólk er bara WANNABE !! THEY WANNABE ME!! Þetta eru bara atvinnulausir-offitu-exemlúð- ar með útbrot á augunum og tönn- unum sem geta ekki farið í sleik við neinn nema pabba sinn sem er dáinn í baðinu þeirra og allur útí greftri og skordýrum skiluru..??!! og blóði!!" Eitthvað að lokum? „Takk ógesslega mikið fyrir þetta viðtal og ég vona að ég hafi getað sýnt ykkur Ijósið í lífinu og mikil- vægi þess að vera hamingjusöm i sálinni" segir Silvía. Þættirnir fara í gang á ný 13. október og verður ekki annað hægt að segja að vetur- inn eigi eftir að verða litríkari fyrir vikið. Hvernig sem framtíðin fer hjá henni er Silvíu allavega alltaf vel- komið að taka mig í meikóver og kenna mér að verða góð sál. SILVÍA VELUR Stöð 2 vs. RUV? Leiðinlegt, leiðinlegt... báðar að reyna að fá mig til sin always.. bara wannabe stöðvar! Gísli Marteinn vs. Ingibjörg Sólrún? Solla með töffaðari brjóst en Gísli. Jónsi í svörtum fötum vs. Krummii Mínus? Jónsiermass- aðari og betri singer songwrit- er, líka með betri stílista.. no doubt! Cafe Óliver vs. Sirkus? Sirkús?? Er það þarna öskubakkinn sem að Björk er alltaf að kúka á gólf- ið og Sigúr Rós að sleikja vegg- ina?? Kaffi Oliver anytime!! Þar er allaveganan frægt fólk sem er airbrushað og ekki geð- veikt í heilanum! Reykjavíkvs. NewYork?Þúst... ég þarf alltaf að vera að ferð- ast... get bara verið mestalagi eina viku í einu í Reykjavík.. en svo eru París og Berlín líka glimmer töffaðar borgir! Eiðui Smári vs. Björk? Það þarf nú ekki einu sinni að svara þessu skiluru.. ekki mjög góð spurning hjá þér sko!

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.