Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 14
ÞUAÐ? ... alls ekki allar konur eru með hinn margrómaða og viðkvæma g-blett og því ekki á allra færi að ætla sér að leita að honum í gríð og erg. ... svín svitna ekki! ... koss á dag kemur tönnunum ílag! Kossar virkja efni í munnin- um sem þrífa mat af tönnunum og lækkar magn sýru sem mynd- að getur skemmdir. ... það lifa engir fiskar í Dauða- hafinu. ... við fæðumst með 350 bein í líkamanum en deyjum með að- eins 206. ... næstum því 90% af bragði matsins kemur út af lyktini af honum. ... reglulegt kynlíf getur komið veg fyrir vægt þunglyndi og dep- urðareinkenni. Það leysir endor- fín út í blóðrásina og framkallar þannig sæluvímu sem skilur eftir sig vellíðan til langs tíma. ... James Knox Polk ellefti for- seti Bandaríkjanna dó úr krónísk- um niðurgang. ... froskar drekka ekki vatn. ... þrjátíu og fimm prósent fólks sem setur auglýsingar í einka- máladálka er nú þegar gift. ... á tíu mínútum leysir hvirfilbil- ur meiri orku úr læðing heldur en allar kjarnorkubyrgðir lands- ins. flestar bílflautur í banda- bílum eru í tóninum F. PP & KOK & OGEÐ Hey, það er kom- inn nýr mánuður. Frábært. Þessi heitir október og hann eryfir- leittsvonafrek- ar grár og súr, en samt ekki. Sjálfur er ég hrifinn af október, upp á síðkastið. Airwaves hátíðin er náttúrulega í október og hún er alveg fín - dagskráin í ár lof- ar góðu, en auðvitað spyrjum við að leikslokum. Á hin dysfjúnksjónalíska Babyshambles eftir að spila? Eða Dáðadrengir, sem virðast hafa verið í ansi lausu lofti upp á síðkastið (og ef sú hljómsveit leggur upp laupana án þess að gefa út plötu, þá... ja það verðurallavegafrekarglataðj.Norð- konan Annie gaf út hressa plötu hér um árið, en hefur verið að fá afleita dóma fyrir tónleikana sína. Það væri samt sniðugt að sjá hana. Fleira sem mér finnst sniðugt, ef einhver skyldi þurfa að leita á náðir sjálfskipaðra „poppfræðinga" til þess að frétta hvað er sniðugt - eða langi bara að fá sér bjór með mér á tónleikunum: Architecture in Helsinki, Clap Your Hands Say Yeah, Ratatat, Fiery Furn- aces, Perceptionists. Allt sæmilega áhugavert stöff, sumt mjög. Svo eru það íslensku böndin, þau ætla að klæða sig í pé-err gallann og fá samninga hjá alþjóölegum stórfyrirtækjum, því má búast við að þau flaggi sínu allra flottasta (og sem þátttakandi í Airwaves hátíð síðasta árs get ég vottað að ástand- ið í hundraðogeinum verður frekar skrýtið þegar útlendingarnir koma; alltverðuraðeinsmeiratöffoginten- síft, þetta er eini sénsinntil að meika það og þessvegna þarf að hlaupa á milli staða með sólgleraugu, vera töff, spjalla við hina og þessa alþjóð- lega hipsters 'n' tastemakers, henda allri hógværð í ruslið og hæpa sitt eigið „hot young rock þand from iceland" - aðdáendur hógværðar og lítillætis ættu eiginlega að flýja á sveitakrána Áslák í Mosfellsbæ eða jafnvel út á land, samt ekki til Gull- foss & Geysis því þar hanga hipst- erarnir á daginn og meðtaka alla dýrðlegu náttúruna sem innblæs mikilfenglega hljóðheima Sigurrós- ar og Múms. En hógværð og lítillæti fara svosum ekkert saman við rokk og hafa aldrei gert). Nema hvað, við eigum slatta af frambærilegri mús- ík hérna og góðu fólki, þegar það flaggar sínu fínasta þá er það bara eiginlega rosa gaman þrátt fyrir að hvatarnir að því séu stundum annar- legir (af hverju ættu íslensk bönd ekki alltaf að vera í fjórðagfr?). Skát- ar eru alltaf næs, Skakkamanagé voru awesome siðast og verða það sjálfsagt líka núna (hljómborðsleik- arinn þeirra er líka svaka sætur). Þó svo að konseptið að baki Hairdoktor sé frekar sheikí og kannski aðeins of hip, þá er lagið sem sækja má með þeim á Airwaves-síðunni eiginlega það spennandi að það er nauðsyn- legt að tsékka á þeim. I Adapt og Þórir eru alltaf sniðugir. Nine Ele- vens líka. Plata Ölviss hljómar líka vel. Og það verður ógeðslega gam- an að sjá Daníel Ágúst aftur; ég hef heyrt forsmekk af væntanlegri sól- óskífu hans sem gefur til kynna að hún verði engu minna en svakaleg. ...Hermigervill! Sjálfur var ég eiginlega búinn að afskrifa Diktu eftir meðalmennsku- legan frumburð og kjánalega aug- lýsingaherferð á síðustu hátíð (plag- gat: „Check out Dikta, a hot, young lcelandic rock band" - segir einhver svona?), en nýju lögin þeirra sem nálgast má á netinu gefa til kynna að góðra hluta megi vænta af þeim. Mínus er annað band sem ég hafði misst trú á, m.a. vegna afturhvarfs Væntanleg Boards of Canada plata, The Campf- ire Headphase er lekin á netið og hana þarf líka að ná í. Frekar classic BOC (það eru hæstu meðmæli), nema hvað þarna laumast líka gítar- ar inn og gera hálf póstrokklega stemmningu. Kanye West platan Late Registration er alveg jafn góð og búast mátti við. Nýja Strokes-lag- ið (Juicebox) er svakalega skrýtið. Sennilega fínt, samt. Svo heyrði ég ýkt lag á Kiss FM um daginn, If it's lovin that you want, með einhverri errogbéstelpu sem heitir Rhianna. Ég veit ekkert um hana, en lagið var spennandi. Þetta gæti samt vel ver- ið eitthvað krapp. Það er Ijótt að skilja útundan Annarsstaðar í blaðinu má lesa um fund sem undirritaður átti við nokkrarframákonur í íslenskri rokk- tónlist (allar í mjög fínum böndum "Platan Apologies to the Queen Mary kom út hjá SubPop fyrir nokkrum dögum og skemmst er frá því að segja að hún er bara ógeðslega góð. Alveg frábær. Helsjúk." þeirra til cock-rokks og skrýtinna stæla, en upp á síðkastið hafa þeir að því er virðist breytt um stil, stefnu og viðmót, nokkuð sem gefur til kynna aðviðeigum enn gott ívænd- um úr þeirra herbúðum (og þegar Mínus eru góðir, djöfull eru þeir þá góðir. Gæsahúðar-góðir). Svo er líka svakalega mikið af íslenskum böndum þarna sem enginn virðist hafa heyrt um. Black Valentine, Int- act, Pakku, Vax... margt fleira. Sumt af þessu hlýtur að vera gott. Annað sjálfsagt ekki. Jæja, þetta verður allavega gaman og það verður aldr- ei þakkað nógu oft fyrir þessa fjör- sprautu í svarta haustið okkar. Það væri glatað að Ijúka þessum dálki án þess að segja frá Montreal- búunumWolfParade,einumerkileg- asta bandi sem drifið hefur á daga ársins 2005. Platan Apologies to the Queen Mary kom út hjá SubPop fyrir nokkrum dögum og skemmst er frá því að segja að hún er bara ógeðslega góð. Alveg frábær. Hel- sjúk. Ýkt. Isaac Brock úr Modest Mo- use tekur upp (og vissulega er músík- in stundum eftir því, en þetta er alls ekkert MM ripoff). Eins og reiðari og rokkaðri Arcade Fire meö David Bo- wie aö syngja, samt sín eigin hljóm- sveit alla leiö. Allir sem hafa á ann- aöborð áhuga á gítartónlist ættu að tryggja sér þessa plötu hið fyrsta (það er svaka gott að vakna við hana, hressandi fyrir morgunfúla). sem fólk ætti að tsékka á). Því mið- ur voru stelpurnar í VaGínas fastar einhverstaðar á Suðurnesjum þeg- ar spjallið átti sér stað (maður ætti að forðast að fara þangað, eins og dæmin sanna). Það var eiginlega alls ekki nógu gott, svo ég ákvað að slá á þráðinn til gítarleikara bands- ins, Hafdísar, og athuga hvað væri á seyði. Það er alltaf Ijótt að skilja útundan. Kemur á daginn að Hafdís var upptekin við að flytja sjúkling, svo ég hringdi bara í staðinn í tromm- arann, Vigdísi. Kemur á daginn að hljómsveitin var stofnuð í kjölfar Airwaves-hátíðar síðasta árs, hvar stúlkurnar fylltust innblæstri. „Við vorum orðnar leiðar á menningunni í Eyjum, skemmtum okkur konung- lega á Airwaves og langaði bara aö vera með. Svo við ákváðum að prófa þetta og líkaði vel. Eftir það gerð- ist allt frekar hratt, við stofnuðum bandið í nóvember og troðfylltum húsið á fyrstu tónleikunum okkar strax næsta mánuð." Djöfuls kraft- ur er í þeim. Þær kunnu ekki einu- sinni á nein hljóðfæri þegar þær byrjuðu! Stelpunum líkaði semsagt rokklíf- ið vel og þegar þær fluttu á megin- landið sl. vor ákváðu þær að halda áfram með bassaleikarann Erlu sér til fulltingis. Fljótlega bættist Anna Magga, fyrrum Bellatrix-gítarhetja I hópinn(„hún ,.t er reynsluboltinn ( »>•''*"" ^ bandinu, við vorum mjög heppnar að fá hana"). Með fullskip- að band í farteskinu ákváðu stúlkurnar aö herja almennilega á landann og hafa uppá síðkastiðvakiðnokkra at- hygli fyrir hressa tónleika hér og þar í þænum, nokkuð sem skilaði þeim m.a. plássi á Airwaves i ár -Þú talar um að ykkur hafi lang- að að vera með í kjölfar Airwa- ves, er þá að baki félagsiegur metnaður, eða tónlistarlegur? „Á Airwaves sáum viö fullt af fólki gera flotta tónlist og maður verður innblásinn af þvi, góð tónlist getur látið mig gráta. Þannig að það var ekki eins og okkur langaði að vera með í einhverju partýi, heldur vera með í því að gera góða músík. Hvað er í uppáhaldi hjá okkur? Ja, sam- eiginlega er það PJ Harvey, hún er mögnuð, Janis Joplin er Ifka frábær og hjá mér er það alltaf Róbert Plant og Led Zeppelin, þar er innanborðs besti trommari í heimi. Við vorum líka mjög inspíreraðar eftir Sonic Youth tónleikana á NASA" -Var sérstakur metnaður að hafa bara stelpur í bandinu? Oo er kvennarokksbylgja í gangi núna? „Já, stefnan var að hafa bara stelp- ur, okkur fannst það einhvernveg- inn meika mest sens. Ég veit nú ekki hvort það er einhver bylgja i gangi, held að stelpur séu að opnast fyrir þessu og kannski er heimurinn að gefa okkur tækifæri. Ég veit annars litið um hin stelpuböndin sem eru í gangi núna og hvort þau eiga sam- leiö meö okkur, þyrfti að kynna mér það." hauxotron@hotmail.com

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.