Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 18

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 18
Diskógeðveikin sem byrjaði á áttunda áratugnum teygðist yfir á þann níunda en breyt- ingarnar voru hraðar og mikil framþróun var í gangi í tísku- heiminum. Áhrifin komu úr ýmsum áttum en einkennandi fyrir áratuginn var glamúr, gleði og græðgi. Ronald Reag- an var konungurinn á meðan Thatcher var drottningin hin- um megin Atlantshafsins og almenningur hélt áfram að setja kvikmynda-, sjónvarps- og rokkstjörnur á stall og líkja eftir klæðaburði þeirra með hárlakkið í annarri og greið- una f hinni. Almenningur sogaðist inní sápu- óperurnar Dallas og Dynasty og fylgdist með ofurtöffurunum í Miami Vice krúsa um í fínum jakka- fötunum. Ungdómurinn trylltist yfir MTV sem fór í loftið árið 1981 og sat límt við skjáinn og horfði á stjörnur eins og Duran Duran, Whitney Huston og Madonnu í stofunni í nýjustu fötunum með flottustu hárgreiðslurnar. Sjón- varpið hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á tíksuvitundina á níunda ára- tugnum sem einkenndist af miklu óhófi á öllum sviðum. Allt var stórt, ýkt og flott. Partýin, líkams- ræktaráráttan, spandexbuxurnar og axlarpúðarnir. Fólk vildi eign- ast alla skapaða hluti og láta líta út fyrir að það væri ríkt hvort sem bankareikningurinn sagði til um það eða ekki. Eytt var í alls kyns glyngur, föt og aukahluti. Konurn- ar settu risavaxna eyrarlokka í eyr- un, gengu í glansandi sokkabux- um, með legghlífar, plastarmbönd og grifflur og dressið var helst alltaf í einhverjum skærum litum. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma axlarpúðunum sem eru helsta ein- kenni tímabilsins, en hönnuðirnir kepptust við að láta konurnar líta út einsog rúgbýspilara með grannt mitti og breiðar axlir. Æpandi litagleðin fór fram úr því sem góðu hófi gegnir þar sem öll- um regnbogans litum var blandað saman og hárið túberað og spreyj- að með hárlakki, og átti þetta við um bæði kynin. Fyrirsætur og ofurkonur Fyrirmyndirnar voru jafn ólíkar og þær voru margar. Stelpurnar litu upp til Madonnu í netasokkabux- unum, ungir sem aldnir klæddu sig í hlýraboli, þröngar buxur með legghlífar um ökklana eftir að hafa séð kvikmyndina The Flashdance og strákarnir litu upp til poppara á borð við George Michael, David Bowie, Duran Duran og Michael Jackson. Ofurfyrirsæturnar Cindy Crawford, Naomi Campbell, He- lena Christensen ýttu konunum í ræktina þar sem þær allar vildu vera háar, grannar og fallegar. Stærsta fyrirmyndin sem náði að heilla alla heimsbyggðina var þó Díana prinsessa. Hún var alltaf smart, í flottum kjólum og drökt- um með hatta i stíl. Lífsgæðakapphlaupið var á þess- um tíma að fara með heimsþyggð- ina og upparnir kepptust um að vera fínni og flottari en næsti maður og sýndu það með dýrum Armani jakkafötum yfir stutterma- bolinn og flottum drögtum að þeir væru ríkir og á framabraut. Talað var um ofurkonuna sem kom sér áfram í vinnunni, fór í ræktina fyrir kvöldmat og stundaði síðan skemmtanalífið í púffkjólum hönn- uðum af Christian Lacroix. Meira að segja Barbí gekk I bissnessdrakt með skjalatösku í hendinni en átti síðan glamúrgalla til skiptanna. Breikarar og ný- rómantíkusar Á níunda áratugnum varð breik- menningin risavaxin og breikarar dreifðust frá Bronx í New York um allan heim. Þeir klæddu sig í striga- skó og nælongalla, dönsuðu á göt- um borganna og gengu um stræt- in í Converse- eða Adidasskóm með gettóblastera á öxlinni. Á næturklúbbum London spratt síðan upp sena sem kallast ný- rómantík en henni tilheyrði fólk sem var að leita nýrra leiða í klæðaburði. Helstu hönnuðirnir voru Vivienne Westwood með sjóræningjalínuna sem sló I gegn, Stevie Stewart og David Holah. Þau notuðu gæðaefni í hönnun sína á skyrtum, jökkum, pilsum og buxum sem öll voru með ævintýra- legu sniði og munstri enda vildu nýrómantíkusarnir vera áberandi glamúrus og flottir þegar þeir fóru á fínu klúbbana til að sýna sig og sjá aðra. Um leið og þessi litríki áratug- gleyma honum og grafa allar sann- anir um hann undir grænni torfu. En tískan fer í hringi og eins og flestir vita átti 80s eftir að koma sterkt inn aftur.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.