Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 20

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 20
 Áhvao misTiMyiti þEGAfi Via ERIIM AO QJAMMA? Þegar sólin hverfur með glæðingum ofan í hafsauga í norðri fyrr og fyrr með hverju kvöldinu sem líður, þá taka partíboltarnir á það ráð að lyfta sér rækilega uppúr skammdeginu. Þeir labba stoltir í takt við dúndrandi tónlistina, sem kemur úr æ minni og minni mp3 spilurum, niður Laugaveginn í leit að stað sem spilar tónlist sem þeir og vinir þeirra fíla og geta djammað við. Það eru auðvitað ekki allir eins þannig að fjölbreytnin þarf að vera í fyrirrúmi og helst þarf tónlistin að vera þannig að sem flestir kunni að meta hana. Það er hlutverk tónlistarstjóra staðanna í samvinnu við piötusnúðanna að sjá til þess að fólk haidist inni á staðnum og helst að það vilji koma aftur og aftur. Á haustin og veturna þegar kolsvart er í bænum eftir klukkan 18:00 þá geta partídýrin kætt sig upp í geggjaðri litum og með mun meira hárgel og meik-up en um hábjartar sumarnætur. Orðlaus fór á vapp um bæinn og staldraði við fyrir utan nokkra staði þar sem músíkin var hæst þetta kvöldið. Við tókum tónlistarstjóra þriggja staða og spurðum þá útí tónlistarstefnu og ímynd... Finni á Prikinu svarar: Hvernig tónlist er vinsælust á staðnum (og er hún hluti af stefnu staðarins i tónlist?) Prikið er með öllu án tónlistarstefnu og er stemmning inn- an hússins látin ráða að hverju sinni (greddutónlist vinsæl í augnablikinu!!). Hversu mikilvæga telurþú tónlistína vera fyrir imynd stað■ arins? (telur þú að fólk velji stað til að fara á með tilliti til hennar?) Tónlist getur skipt miklu fyrir ímynd staðar og tel ég að fólk leiti frekar á þá staði þar sem þeirra uppáhalds tónlist- arstefna er spiluð Hvernig tónlist er vinsælust á staðnum (og er hún hluti af stefnu staðarins í tónlist?) Electro dass, dub music, funk, disco, heitt pop (t.d. nýi Gor- illaz), íslenskir slagarar og nei, það er engin sérstök tónlistar- stefna á staðnum fyrir utan það að spila ekki fm957 tónlist. Hversu mikilvæga telurþú tónlistina vera fyrir imynd stað- arins? (telur þú að fólk velji stað til að fara á með tilliti til hennar?) Plötusnúðarnir sem spila hjá okkur eiga allir sitt „crowd" en þar fyrir utan þá þekkja okkar gestir út á hvað tónlistar- stefnan gengur, eins og lýst var i síðasta svari. Ef Kaffibarinn spilaði ekkert annað en Teknó eða Hipp Hopp þá myndi það hafa áhrif á ímyndina, það er óhjákvæmlegt. Hvort er tónlistin valin frekar með tilliti til almenns tónlist- arsmekks stelpna eða stráka, (og er mikill/einhver munur þar á að þínu mati?) Reynslan hefur sýnt að stelpur eru yfirleitt fljótari á dans- gólfið og finnst okkur dj'arnir oft reyna að höfða til þeirra, getur samt verið mjög misjafnt eftir kvöldum. Hver eru vinsælustu/mest umbeðnu 5 lögin á staðnum í dag? Öll þau lög sem láta fólk dansa uppi á borðum að hverju sinni. Hvernig veljið þið á „playlista" á staðnum (þegar plötu- snúður er ekki að spila?) Á Prikinu fara playlistarnir eftir því hvernig stemmningin er og hver er að vinna. Annars reynum við að hafa dj eða live tónlist öll kvöld vikunnar. Einnig má taka fram að stillt er á Dufuna frá 8 til 14, með dánarfregnum, jarðarförum og öllu tilheyrandi. Hvort er tónlistin valin frekar með tilliti til almenns tónlist- arsmekks stelpna eða stráka, (og er mikill/einhver munur þará að þínu mati?) Nei, Kaffibarinn hefur ætið komið fram við manneskjur sem einstaklinga en ekki stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Við þóknumst þeim sem þekkja okkur og er það án allrar kynjaviðmiðunar. Hver eru vinsælustu/mest umbeðnu 5 lögin á staðnum i dag? Við tökum ekki óskalögum, því síður höldum við topp 5 lista. Hér er mikil breidd og enn meiri dýpt þegar kemur að lagavali og því erfitt að raða þessu upp, en ætli ég verði ekki að segja að Toxic, með Britney Spears, er EKKI þar á meðal. Hvernig veljið þið á „playlista" á staðnum (þegar plötu- snúður er ekki að spila?) Barþjónarnir okkar eru flestir með góða þekkingu á tónlist, en auk þess erum við með standard keyrslutónlist. Hvernig tónlist er vinsælust á staðnum (og er hún hluti af stefnu staðarins i tónlist?) Viðerum aðspila mest Funk/Jazz og var það stefnanfrá upp- hafi að reyna að einblína sérstaklega á Funk, enda erum við að vinna með Samma í Jagúar sem spilar alltaf á miðvikudags- kvöldum, þá einn eða með hljómsveit með sér. Fimmtudags- kvöldin er stórbandið Tanguray-bandið og spila þeir mikið Funk/jazz sem og meðlimir Hjálma sem eru að spila hjá okkur í annarri hverri viku með Samma. Einnig erum við að fara að vinna með hljómsveitinni Flís og munu þeir spila á Carnival helginni okkar sem er 29. sept - 2. okt og það er eitthvað sem verður árleg Carnival helgi hjá okkur á Oliver. Þetta á að end- urspegla stefnu Olivers sem á að láta fólki líða eins og einu stóru partýi með mismunandi tónlistarmönnum sem eru þó allir að stefna að því sama, að skemmta gestum staðarins eins mikið og hægt er. Hversu mikilvæga telur þú tónlistina vera fyrir imynd stað- arins? (telur þú að fólk velji stað til að fara á með tilliti til hennar?) Gestir staðarins hafa haft orð á því að fjölbreytnin á tónlistar- mönnum sem hafa verið að spila á Oliver sé ein af ástæðunum að þeir séu að sækja staðinn oft í viku, því það er alltaf eitt- hvað að gerast. Stundum eru tvær hljómsveitir sama kvöldið og einnig höfum við fengið hrós fyrir að vera ekki að rukka inn. Dj-ar staðarins hafa einnig verið að spila með hljómsveit- unum og hefur það vakið mikla lukku því stundum koma upp móment sem bæði heppnast vel og líka frekar miður, en það er það skemmtilega við að vera að prófa eitthvað nýtt sem engir aðrir staðir eru að prófa, Dj v/s Band. Hvort er tónlistin valin frekar með tilliti til almenns tónlistar- smekks stelpna eða stráka, (og er mikill/einhver munur þar á að þinu mati?) Funkið höfðar til beggja kynja og það er það sem við erum að reyna að stíla inn á. Dansgólfið er alltaf troðið af stelpum hjá okkur og því höfum við það sem áskorun fyrir Dj-ana að reyna að draga gaurana fram á gólfið líka og þá virkar Funk. Einnig hafa meðlimir Hjálma verið að koma sterkir inn hjá okk- ur og hafa opnað ýmsa möguleika sem við komum til með að prófa í framtíðnni og koma gestum Olivers á óvart. Við viljum alltaf að gestunum líði eins og þeir séu á tónleikum hjá okkur hérna á kvöldin. En um helgar þegar Dj-arnir starta gólfinu þá byrja þeir um 22.30-23.00 og um miðnætti þá er alltaf fullt dansgólf og þeir eiga það nú til að fara eitthvað aðeins út fyrir rammann og einblína á það sem fær gestina til að dilla sér og brosa. Hver eru vinsælustu/mest umbeðnu 5 lögin á staðnum i dag? Það eru t.d. Calvanize með Chemical Brothers, Kiss með Prince, Ghostwriter með RJDZ, Get down to night með KC & the Sunshine Band og svo í byrjun kvölds þegar lætin byrja um 22.30 þá er oft beðið lagið Use Me með Bill Withers. Hvernig veljið þið á „playlista" á staðnum (þegarplötusnúð- ur er ekki að spila ?) Við erum með sér playlista fyrir hvert kvöld þannig að gestirn- ir eiga ekki að þurfa að hlusta á sömu rulluna tvö kvöld í röð. Síðan erum við með sér "púkalista" ef það er púki í gestunum og eitthvað kæruleysi í húsinu sem er ofttil staðar...

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.