Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 22

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 22
NAKTIAPINN Þegar komið er inn í verslunina Nakti apinn í Bankastræti 14 tekur á móti manni æpandi litagleði, veggur þakinn bolum og peysum og beint á móti annar veggur með stærðarinnar listaverki. í einu horninu standa síðan plötu- spilarar þar sem dj-ar geta labbað ínn af götunni og fengið að spila til þess að lífga enn upp á stemmninguna í þessari skrautlegu búð. Hönnuðirnir Tolli, Sara og Óli selja fötin sín i versl- uninni Nakti apinn í Bankastrætinu. Myndir: Steinar Hugi Peysurnar frá Nakta apanum eru orðnar gífurlega vinsælar enda eru engar tvær peysur eins þar sem hönnuðirnir handþrykkja og sauma hverja og eina. Hér er Sara María að þrykkja á eina peysuna. Litríkar peysur og brjáluð hárgreiðslustofa Nakti apinn opnaði í júlí og hefur fengið mjög góðar viðtökur enda kærkomin viðbót í verslunarflóruna á Laugaveginum. Eigandi búðarinnar er Sara María Eyþórsdóttir sem auk Óla og Tolla vinnur í versluninni og hannar boli, peysur, töskur og kjóla. „Ég opnaði búðina því mig vantaði sjálfa vinnu- aðstöðu" segir Sara, en í litlu herbergi inn af versluninni er sauma- og þrykkverkstæði þar sem þau þrjú búa til úrval af fötum með því að þrykkja á flíkurnar alls kyns munstur í öllum regnbogans litum. „Aðal áhersla okk- ar er bara að hafa eitthvað sem er skemmti- legt fyrir augað og er alveg einstakt enda eru engartværflíkur eins. Ég er til dæmis ro- salega hrifin af pöddum og þess vegna eru mikið af peysum með pöddum á núna en ég er auk þess byrjuð að handteikna munst- ur. Við erum bara að prófa okkur áfram og hafa gaman af þessu" segir Sara og sýnir mér peysu með handsaumuðu munstri sem var afrakstur nóttarinnar á undan. Ef fólk er með séróskir geta þau einnig hannað eftir pöntunum sem gerir flíkurnar enn fjöl- breyttari. „Þá á fólk hluta í þessu sjálft sem er mjög gaman" bætir hún við. Þeirra hönnun er þó ekki það eina sem stendur til boða því í Nakta apanum eru einnig til sölu Sigur Rósar bolir og hettupeys- ur, hip-hop fatnaður sem er pantaður af net- inu, skartgripir, töskur, listaverkabækur og geisladiskar. Þess má geta að plötuúrvalið samanstendur að mestu af tónlist sem fæst hvergi annars staðar á landinu auk þes sem hip-hop útgáfan Triangle productions selur diskana sína og fatnað í versluninni. Innan skammst mun síðan opna hárgreiðslustof- an Crazycuts inni í búðinni þar sem Kolbrún klippari verður með skærin á lofti. „Þú ferð ekki útúr henni án þess að hafa crazycut og fjólublátt hár" segir Sara og skellihlær. Heimasíðan www.dontbenaked.com. er síð- an í vinnslu og verður þar hægt að skoða úr- val af fötum og panta þau í gegnum netið. Vetrartískan í Nakta apanum verður með áherslu á hlýjar og fóðraðar hettupeysur. Peysurnar kosta frá á 8.900 og uppúr en bolirnir eru á 3.500 og uppúr. Með vetrinum kemur síðan meira úrval af buxum, kjólum og töskum.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.