Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 25

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 25
Þessir blessuðu kjólar - að þora að vekja andstöðu -Það er ekki laust við að Brúðar- bandið hafi orðið fyrir nokkurri gagnrýni frá rokk-strákum...? Donna Meíjíj Björg: „... Mér finnst mjög eftirsóknarvert að fólk annaðhvort hati mann eða elski, mun frekar en að viðbrögð þess séu fálæti. Það versta sem hægt er að segja um einhvern er að hann sé „fín stelpa". Esther Ýr * VlJURÍiTYGGCÍ ar Þór Eidsson B: „Þetta er alltaf svona; konur eru jafnan gagnrýndar mun harð- ar en karlar á opinberum vett- vangi, í tónlist rétt eins og stjórn- málum: „Valgerður Sverrisdóttir kom í dag fram í blárri dragt og mismælti sig..." Silla: „Ég verð lítið vör við að fá fyrirfram diss fyrir að vera stelpa, miklu frekar að það sé á hinn veg- inn. Staðreyndin er sú að flestir eru frekar star-struck af því að ég er stelpa; það er svo mikið af strákarokkurum að fólk er skept- ískara á þá, þeir þurfa í raun að hafa meiri sérstöðu og sanna sig frekartil þess að vekja athygli." M: „Þetta snýst kannski um hver sýnir athygli og af hverju færðu hana. Við höfum aldrei neitað því að við fengum heilmikla athygli bara fyrir að vera stelpur og klæða okkur í þessa blessuðu kjóla og sá- um enga ástæðu til að afsaka það. Frekar reyndum við aö standa okk- ur þetur fyrir vikið, standa undir allri athyglinni. Við höfum fengið heilmikið af bæði hrósi og dissi bara fyrir að vera stelpur, það er reyndar drepfyndið og yndislegt að til sé fólk sem nennir að eyða blogginu sínu í að pæla í okkur. Það er bara gott að einhver nenni að hafa svona rosa skoðanir." S: „Allt sem manni finnst í alvör- unni gott er einmitt alltaf ótrúlega kontroversjal og vekur upp sterkar tilfinningar hjá fólki, nei- eða já- kvæðar. Það sem allir geta fellt sig við er yfirleitt ekki merkilegt." M: „Fyrir okkur var það einmitt hvetjandi element ef einhver var bara „oj hvað söngkonan er ömur- leg og bleble..." hvernig vill mað- urtækla þannig? Helga: Mér finnst við hafa flotið í gengum þetta eins og ekkert sé, við höfum allavega ekki fengið meiri gagnrýni fyrir að vera stelp- ur. Þvert á móti hafa strákarnir tekið mjög vel á móti okkur: „Jei, ertu í hljómsveit? Frábært!" eroft- ast viðkvæðið. M: „Við höfum kannski fengið allan skítinn því við vorum á und- an? Við vorum líka svo áfram með þetta „Við kunnum ekki neitt, en við ætlum samt að gera þetta, okkur er sama" attitjúd, það er kannski eitthvað stuðandi fyrir suma. Við fengum líka að gera plötu og allskyns aðra hluti sem marga er kannski búið að langa í lengi en hafa ekki fengið, þá verða sumir sjálfsagt fúlir. Það verður bara að hafa það. Ég heyrði ein- hvern segja að það væri „[...] ör- ugglega einhver misskilningur með að Brúðarbandið sé að spila á Hróa, þær voru bara bókaðar til að þrífa klósettin," og fannst svaka fyndið þangað til ég áttaði mig á því hvað þarf eiginlega mikið af orku til að upphugsa svona lagað. Þó manni sé illa við eitthvað band eru tak- mörk fyrir því hversu langt maður gengur í svonalöguðu. En ég vil alls ekki kvarta, það er fullt af góðu fólki sem kann að meta okkur og það er ógeðslega gaman". B: „Fólk hefur sterkar skoðanir á ykkur. Mérfinnst mjög eftirsóknar- vert að fólk annaðhvort hati mann eða elski, mun frekar en að við- brögð þess séu fálæti. Það versta sem hægt er að segja um einhvern er að hann sé „fín stelpa". S: „Hún erfín þegar maður er einn með henni." M: „OJJJJU!" B: „Þetta með að þora að vekja andstöðu var mér ansi hugleikið hér um árið. Mig hefur langað að stofna hljómsveit frá því ég var 11 ára, en þorði ekki alltaf, maður strandar fyrst á því að kunna ekki á hljóðfærin, en svo er það hræðsl- an við að vekja andstöðu eða vera umdeildur sem spilar líka sterkt inn í, hún er rosa stór þáttur í mæöra- félagsveruleikanum og þeim skila- boðum sem þjóðfélagið sendir konum og ungum stúlkum. Stelpur eru aldar upp til að verða félagsver- ur, sjá um börn og heimili, meðan strákum er innrætt meiri einstak- lingshyggja. Það er því kannski eði- legt að stelpur séu meira til baka og ekki mikið uppi á sviði í rokk- hljómsveitum, við erum aldar upp í það." S: „Ég skil hvað þú meinar, þó ég sé eiginlega að átta mig á því fyrst núna þegar þú segir það. Ég hef ekki litið spilamennskuna sem fem- ínískan gjörning til þessa, en það að fara upp á svið og ærslast - og vekja þannig jafnvel neikvæða at- hygli - verður örugglega til þess að ögra þessum stöðluðu hugmyndum og hrista upp í þeim. Það sem gerir mér kleift að stíga á svið núna er ekki síst þær konur sem hafa gert það áður og brotið ísinn." Frelsandi femínismi - fock fock fock fock fock B: „Femínismi erfrelsandi að þessu leyti því maður hættir allt í einu að spá í svona félagsmótun og hefðum, ef maður er femínisti þarf maður ekki svo mikið að vera kona, heldur bara persóna, maður er bara sá sem maður er. Við stofnuðum band m.a. á þeim forsendum, en erum samt ekkert sérstaklega femínískt band." S: „Ég fann samt fyrir því þið eruð ekki að gera rokk, ykkar stefna er meira svona stelpukennd, það sem ég tengi við konur í tónlist núna. Elektróniskt, kynferðislegt..." B: „Kynferðislegt?!? Af hverju mega konur ekki hreyfa sig á sviði án þess að vera kynferðislegar?"

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.