Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 26

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 26
S: Ég er ekki að tala um svoleiðis, ég er bara að meina textana og svona... mérfinnst það skemmtilegt..." M: [syngur Donnu Mess lag]: „Fock fock fock fock fock..." B: „Peaches var ákveðin fyrirmynd þegar við fórum af stað..." „...þá á maður bara að nota það" -Talandi um fyrirmyndir, hverjar eru ykkar? H: „Bara rokkhljómsveitir sem mér þykja góðar, Smashing Pumpkins, Radiohead og sú bylgja öll t.d.. Ég nenni ekki að telja upp alla tónlistarmenn sem ég hlusta á, en metn- aðarfull tónlist og textagerð höfðar sterkt til mín og þá geri ég ekki upp á milli kynja. Að vísu var kvenbassaleikari í SP, en ég held hinsvegar að það séu ekki neinar konur í þeim böndum sem ég hlusta mest á." M: „Ég hef verið að hlusta núna ógeðslega mikið á hljómsveit sem heitir Smoosh. Það eru tvær litlar 10 og 11 ára systur sem búa í Seattle og gáfu út disk sem heitir „She likes electric", auðvitaö með einhverri hjálp, en þær sömdu allt dótið sjálfar. Platan er geð- veik, þar eru meira að segja aggressíf lög þar sem söngkonan er öskrandi. Þær eru bara sætastar, ég fæ ekki leið á þeim." B: „Sætar? Já einmitt, sætar..." M: „Ég segi þetta nú líka um stráka. Þegar ég segi sætur þá tala ég um manneskjur, en ekki hvernig þær líta út. En fyrirmyndir, eru það ekki bara vinir manns?" B: „Það er rosa oft vinir manns og örugg- lega mest þeirra áhrif sem komu mér af stað. Fyrsta lagið sem ég samdi var annars undir áhrifum frá Peaches, en hún er samt ekki fyrirmynd og ég lít ekki upp til hennar. Le tigre eru miklar fyrirmyndir núna. Rosal- egar." S: „Ég er undir áhrifum frá hinu og þessu. Hlusta á svo margt. PJ Harvey er algjört æði og Björk líka. Með Björku, það er ekki bara að hún sé kona eða einusinni íslendingur, það er einhvernveginn svo margt í tónlist- inni hennar. Hún sýndi, mér allavega, að þú þarft ekkert að vera Steve Vai til að spila á gítar. Ef maður getur fengið hljóðfæri til að hljóma fallega, þá á maður bara að nota það. Um leið og ég fattaði þetta yfirsteig ég þessa hræðslu við að spila tónlist og fór bara af stað." - Eins og með pönkrokk. Fyndið að það þurfi að árétta þessi skilaboð á nánast hverj- um áratug. S: „Þetta snýst um annað, pönkið átti ekk- ert að hljóma fallega. En núorðið þarf mað- ur varla að kunna á hljóðfæri til að vera tón- listarmaður og gera fallega tónlist." B: „Hvað ætli valdi því að stelpur fari svona oft út í pönk? Brúðarbandið og Viður- styggð, til dæmis." M: „Það var það eina sem við gátum spil- að. Við tókum ekki einusinni koverlög þegar við byrjuðum, því við vissum ekki hvort við gætum pikkað þau upp! í alvörunni! En við gætum það alveg núna! Ég er að segja þér, við gætum það alveg núna! En það er samt miklu skemmtilegra að búa til." H: „Þetta er svo einfalt, maður semur lögin sín, getur spilað þau og síðan á maður þau á disk. Af hverju ætti maður að vera taka lög eftir aðra?" Víbrador í fermingargjöf Annar umgangur er pantaður og talinu í kjölfarið vikið að ástæðunum fyrir því að þessar tónlistarkonur ákváðu að stofna hljómsveitir og hvatana þar að baki. Þær eru jafnvel fleiri en þær sjálfar, allt frá því að vanta eitthvað skemmtilegt að gera á þriðjudögum og um leið auka fjölda kvenna í rokktónlist (Brúðarbandið) í að vera leið til að losna undan leiðindum og svala athygl- issýki (Viðurstyggð). Og engar sérstakar. Af hverju byrjar einhver í hljómsveit? Til að rokka bara, er það ekki? Dónanöfn á kyn- færum kvenna og afhelgun píkunnar koma einnig til tals (M: „Við vinkonurnar tókum á sínum tíma mjög meðvitaða ákvörðun um að segja PÍKA! við hvert tækifæri, píkapíka- píkapík..."), sem og klámfengin hip-hop og popp-myndbönd og 11 ára stelpur í gé- strengjum sem afleiðing þar af. S: „Mér fannst þetta bara fyndið fyrst, en þegar ég sá eitthvað 50 Cent myndbandið fékk ég eiginlega alveg nóg og mér blöskr- aði, ekki síst þegar ég fór að verða vör við áhrifin sem þetta hefur á unga krakka. Gé- strengir í jólapökkum lítilla stelpna eru bara of mikið." -Eru þetta einkenni á kúgun kvenna sér- staklega, eða bara þjóðfélagi sem er heltek- ið af kynlífi? B: „Þetta er einkenni á því hvernig kvenlík- aminn er notaður sem táknmynd kynlífs og settur í kynferðislegt samhengi..." -Þetta er geðveikt lag! [Head over heels - Tears For Fearsj B: „Fyrirgefðu, herra blaðamaður! En ég var bara reyna segja að kvenlíkaminn er álitinn miklu kynferðislegri, konan á að vera tælari og rosa sexjúal, en á samt ein- hvernvegin ekki að hafa gaman af kynlífi. Öll þessi krem sem verið er að markaðssetja og annarskonar dót sem gefur beint eða óbeint I skyn að konur þurfi að gera effort til að njóta kynlífs. Hvernig eigum við að vera svona miklir tælarar ef við eigum svona erfitt með að njóta kynlífs? í kynfræðslu er kennt að 100% stráka frói sér, en bara 30% stúlkna! Þetta er kennt! Og stelpur upplifa þannig eigin kynhvöt sem svakalegt tabú, það er alls ekki hollt." M: „Mér finnst að stelpur eigi að fá víbra- dora í fermingargjöf!" B: „Ja ég veit það ekki alveg..." -En ekki géstrengi samt? M: „Ég er að tala um fermingargjöf, ekki níu ára. Fimmtán! Það eru annars skrýtnir hlutir í gangi víða, útvarpinu til dæmis. X- ið var einhverntíman með auglýsingar sem sögðu: „Ef þú skiptir um stöð, þá ríðum við systur þinni". Ég fer að grenja þegar ég heyri svona vitleysu. B: „X-ið virðist nú sniðið fyrir ansi þröngan hóp stráka sem eru með... nei ég vil ekki nota nein orð um það..." M: „Þeir vildu nú ekki einusinni spila pönk- bandið okkur, neituðu að skoða það. Pælið í hvað það er mikið af ógeðslegri músík þarna!" [...] ...við héldum mun lengur áfram. Það sem þessar stúlkur eiga kannski helst sameig- inlegt, utan rokksins, er að þær eru allar býsna hressar og hika ekki við að setja fram ígrundaðar skoðanir á hinu og þessu og áhugaverðar kenningar. Og geta drukkið eins og sjóarar. Þú ættir að spjalla við þær ef þú rekst á þær á götu einhverntíman. Eða tónleikum. -hauxotron@hotmail.com Silla: „ ... Ég hef ekki litið spilamennskuna sem fem- ínískan gjörning til þessa, en það að fara upp á svið og ærslast - og vekja þannig jafnvel neikvæða at- hygli - verður örugglega til þess að ögra þessum stöðluðu hugmyndum og hrista upp í þeim."

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.