Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 28
Aftur til paradísar Origíns Kynnir krem i Fyrst tók Origins okkur til pardísar- eyjunnar Bali með líkamsskrúbbi sfnum og nú er kominn tími til að fara aftur til baka en að þessu sinni með Paradise Found kremi fyrir líkamann. Finndu hvernig rakinn úr apríkósum, vínberjafræjum og hrísgrjónaolíu smýgur inn í húðina og gerir hana mjúka og fallega á augnabliki. Þú nýtur þess að finna ilminn af ferskum ananas og appelsínum sem bera hugan alla leið til paradísareyjunnar Bali enn á ný. % ORICINS The genius of nature.~ fxl P d| l ;»* * f 28 mnÞ> RIQfNS i<0m tfounti OíÆKi n RPM VS. MP3 Sú staðreynd að nær öll tónlist sem sem framleidd hefur verið er auðveldlega fáanleg á netinu end- urgjaldslaust er bæði í senn spenn- andi og ógnvænleg. Núna geta allir náð í hvaða lag sem þeim dett- ur í hug, en um leið er gildi tón- listar sífellt að rýrna. Björn Þór Björnson syrgir dagana þegar leitin að áður óþekktri tónlist var spennandi grams í rykugum plötu- kössum en ekki að slá inn það sem maður vill og ýta á 'Enter'. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan voru það aðeins forfallnar músík- moldvörpur sem höfðu tíma og áhuga á að sanka að sér öfunds- verðu safni af tónlist. Þessirfámálu og vinafáu menn (alltaf menn) klofuðu yfir rotturnar í skítugum kjöllurum til ‘áð stunda námu- gröft í ruslahrúgum eftir löngu gleymdri tónlist. Moldvarpan sat heima með kusk á fingurgóm- unum eftir langt og strembið dagsverk: margra tíma flett í plötuhrúgum í hinum ýmsu bílskúrssölum, Kolaportum og vafasömum plötubúðum. Eftir að hafa flett í gegnum bæk- linga frá póstkröfuplötusölum var fjársjóður dagsins dreginn upp úr snjáðri hliðartöskunni. Moldvarp- an strauk elskulega um plötuum- slagið og dró svartann og glans- andi vínylinn úr kápunni. Á meðan platan mallaði á fóninum kúrði moldvarpan í grjónapokanum og rýndi í myndskreytingarnar á um- slaginu. "Nútíma tónlistarneytandinn sest niður við tölvuna í rólegheitunum í morgunsárið. Hann hleður svo niður heilu ævistörfum hljómsveita og listamanna á milli sopa af morgunkaffinu." í dag er öldin auðvitað allt önnur. Nútíma tónlistarneytandinn sest niður við tölvuna í rólegheitun- um í morgunsárið. Hann hleður svo niður heilu ævistörfum hljóm- sveita og listamanna á milli sopa af morgunkaffinu. Hann hefur síðan nægan tíma til að bæta við nokkr- um af heitari hitturunum sem eru í gangi í dag áður en hann fer í vinnuna. Tónlist sem hefði áður fyrr tekið mörg ár að safna er nú varla dagsverk að sækja. Og allt án þess að borga krónu fyrir, hvað þá að yfirgefa skrifborðið. niðurhals- forrit, mp3 blogg og tölvupóstur færa okkur tónlistina heim á ör- skotstundu, en maður verður að spyrja sálfan sig hvort að við sem tónlistaraðdáendur eigum það ekki of gott nú til dags. Það er mín skoðun að við erum á hraðri leið að verða dekruð. Það er engin spurning að mp3 byltingin hefur leitt af eru þeir sem sjá okkur fyrir teng- ingu við veraldarvefinn, hljóm- plötuframleiðendum til mikillar armæðu. Maður nær sér í plötu á stafrænu formi og rennir yfir svona tíu sekúndur í hverju lagi. Eitt eða tvö lög eru áhugaverð og þeim er hent inn á harða disk- inn. Restinni er fleygt í (stafrænu) ruslakörfuna og hún svo tæmd. Þetta myndi maður aldrei gera við plötu sem keypt er með bein- hörðum peningum. Hvað þá plötu sem maður þurfti virkilega að hafa eitthvað fyrir að finna. Tónlistin er ekki bara orðin einnota afþreying, tónlist er orðin verðlaus. Lagið 'Look into the Sun' með Jethro Tull er að finna á plötunni 'Stand Up' frá árinu 1969. 'Stand Up' er frábært dæmi um fallegt plötuumslag. Þaðerríkulegamynd- skreyttmeðfögr- um tréristu- myndum. Hverju s é r stórkost- lega hluti. Nú getum við kynnst spenn- andi, óháðri tónlist sem hefði aldrei verið keypt inn í plötubúðir hér- lendis. Eins getum við hlustað á eldri snillinga sem hafa horfið á milli sessanna í sófa timans. Þar býr snilld - en um leið bölvun - int- ernetsins. Upplifanir sem við hefð- um aldrei kynnst eru okkur innan seilingar án fyrirhafnar. En gallinn er að sjálfsögðu sá að þetta er of auðvelt. Það er engin athöfn, eng- in upplifun á bakvið það að renna mús og smella á hnapp. Að finna tónlist á að vera sport, að leita bráðina uppi eins og einhverja ak- urhænu og handsama hana. Feng- urinn verður svo miklu verðmæt- ari þannig. Platan á sér þá sögu og líf sem nær lengra en að hafa birst eins og fyrir galdur inn á tölvuna okkar. Eins og í lífinu sjálfu, þá er ferðalagið jafn mikilvægt, ef ekki mikilvægara, en ákvörðunarstað- Það er ekki eins og að þurfum að borga eitthvað fyrir tónlistina okk- ar í dag. Þeir einu sem græða fjár- hagslega á okkar tónlistarneyslu smáatriði eru gerð skil með mikilli natni og nákvæmni. Þegar platan er svo opnuð eru meðlimirnir hljóm- sveitarinnar í pappírsformi. Þeir 'standa upp' á móti okkur eins og i gamalli pop-up bók. Skemmtileg viðbót sem gæðir fallega kápu enn meira lífi. Svo má lengi skoða flókið munstrið í miðopnunni á meðan lan Anderson flytur lagið. Hvernig líturstafræn útgáfa 'Look into the Sun' út? Bara orð á tölvu- skjá. Frá því að lagið er fundið á netinu og þar til það er brennt á disk, þá er það andlitslaust. Skyndi- lega er merkimiðinn á skrifanlega diskinum orðinn kápan á plötunni. Það sem áður var hin goðsagnar- kennda rennilásakápa á 'Sticky Fin- gers' með Rolling Stones er núna "Verbatim Data Life Plus™ 700mb CD-R". Ekkert hásæti sómar góðri tón- list betur en vegleg umslög vínylplatnanna. Albúmin eru stór, eiguleg og já, þau lykta meira að segja vel. Það er ánægjulegt að standa við hillu sem svignar undan þunga plötusafns sem hefur verið safnaðafástríðuogáhuga.Aðsnúa höfðinu til hliðar og lesa á kjölinn á plötum fer betur með sálina en að svíða í augum við að renna yfir "Það sem áður var hin goðsagnarkennda rennilásakápa á 'Sticky Fingers' með Rolling Stones er núna "Verbatim Data Life Plus™ 700mb CD-R"." ógrynni af lagatitlum í tölvunni. Eftir nokkra daga af því að stara á sálar- og útlitslausar mp3 skrár fer maður jafnvel að sakna gömlu góðu geisladiskahulstranna. Þau voru lítil, Ijót og úr brothættu plasti, en fjandinn hafi það, það var að minnsta kosti A meðvituð hönnun á þeim. 1 Viö skulum ekki einu sinni ræða um hljóminn. Vínyll hljómar betur en mp3. Það er bara staðreynd. En hvað er til ráða? Mín skoðun er sú að mp3 og vínyll ættu að geta lifað saman í nokkurri sátt. Það eina sem þarf að gera er að standa upp frá lyklaborðinu af og til. Þegar þú hefur fundið góða tónlist úr fortíðinni, hví ekki að reyna að grafa upp upprunalegu plötuna á vínyl til að upplifa tónlistina eins og henni var ætlað? Eins er það með nýja tónlist. Mjög margar nýjar plötur eru gefnar út á vínyl, og ekki bara danstónlist. Lítið við í 12 Tónum og Smekkleysubúðinni. Að kynnast nýrri tónlist á netinu er svosem ágætt mál, en ekkert lag í tölvu hefur sömu sálina og finnst í mjúkum tóni vinylplötunnar. Um daginn var ég í Kolaportinu. Þar sá ég unga pilta róta í hrúgu af vínylplötum. Þeir kölluðu plöturnar reyndar 'diska' en áhuginn var til staðar. Það gladdi gamalt moldvörpuhjarta.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.