Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 34

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 34
VIÐ MÆLUM MEÐ CURIOUS FRÁ BRITNEY SPEARS____________ Nýji ilmurinn frá Britney Spears heit- ir Curious og er alveg einstaklega forvitnlegur að utan enda í rosalega fallegum umbúðum. Ekki verður það verra þegar þú opnar um- búðimar því flaskan er æðisleg en hún tekur mann aftur i timann. llmurinn sem hún gerði með Eliza- -jti'l beth Arden er 5^ mjög góður en Curious lyktar eins og hvítt blóm með vanillu musk keim. Ilm- urinn er ekki mildur en alls ekki þungur þannig að hann nær því að vera mitt á milli sem margir kjósa en eiga erfitt með að finna. SÚKKULAÐI RAKAKREMI Það er ekkert leyndarmál hvað stelp- ur eru sjúkar í súkkulaði en maður mundi helst vilja maka sig upp úr því þegar óbitandi súkkulaðiþörfinhell- ist yfir mann. Nú er það hægt og það er hollt fyrir þig. Karin Herzog sem er best þekkt fyrir að vera leiðandi í húðvörum fyrir konur hefur sett á markað rakakrem þar sem aðal uppistaðan er svissneskt súkkulaði. Súkkulaði inniheldur nefnilega öll þau auka- efni sem eru nauðsyn- leg í húðumhirðu eins og járn, kalk, vítamín og kakó. Kakó hefur auk þess þrisvar sinnum meiri afeitrunaráhrif en grænt te. Við mælum því með því að þú skellir þér á Karen Herzog rakakrem með súkku- laði sem mýkir, verndar og lagfærir húðina. MESTU FYRIR MiNNST_____ Ef þú ert svöng og ekkert sérstaklega rík er lausnin að skella sér á American Style. Þeir eru með ofurtilboð á ost- borgara, frönskum og kók á aðeins 895- kr sem er ekki neinn peningur því að þeir sem þekkja Style-inn vita það að hamborgararnir þeirra eru allt- af góðir og stórir. Skólakortin gefa þér auka afslátt en þau gilda frá kl. 13-18 bæði virka daga og um helgar en þá kostar tilboðið aðeins 685 kr. Ekki sætta þig við minna fyrir meira og farðu á American Style næst þegar þú ert svöng. Þótt ég geti vart kvartað mikið undan mínu lífi þá er samt eins og ekkert geti eða megi vera auðvelt eða augljóst. Allt þarf að f lækja eins mikið og mögu- legt er og mér líður stundum eins og ég se glataður aukaleikari í ein- hverjum farsa. Ég var úti á Spáni meðBinnufrænku, nýbúinaðeign- ast kærasta, þegar mér fannst það skyndilega góð hugmynd að detta í það, detta í sleik og vera 100% asnaleg í símann við kærastann minn og léta dömpa mér í gegnum símann. Já takk, drama, drama. Vala strikes again and again. Það virðist sem það liggi ekki beint fyrir mér að setjast í helgan stein sem prúð og settleg Garðabæjar- dottning. í raun er líklegra að ég klessi á stein og gerist dragdrottn- ing ef út í það er farið. Allavega, eftir að ég hafði vælt og vælt yfir óförum mínum þá ákvað rússíban- inn að taka uppsveiflu (annars væri þetta í raun ekki rússíbani heldur miklu frekar rennibraut) og ég og Binna vorum rændar úti á miðri götu (herfangið voru þó bara gamlir skór). Hefði varla verið gifurleg uppsveifla ef ekki hefðu komið aðvífandi tveir gordjus ís- lendingar sem hrifu okkur úr fangi misyndismannanna og drifu okkur inn á næsta bar (helltu sér reynd- ar yfir okkur og grættu í millitíð- inni). Þar fór í hönd eitt af þeim alskemmtilegustu kvöldum sem ég hef upplifað. Við báðar hrifnar upp yfir haus af sitthvorum gæj- anum (sem gerist aldrei) og feng- um sitthvorn sleikinn og sitt- hvort loforðið um e-mail inn- an fárra daga. Uff ég var svífandi um á rauðu skýji og það eina sem hélt mér á jörð- innivargífurleg- ur kvíðahnútur um að hann myndi kannski og kannski ekki senda mér meil og að þetta væri sagan öll. Næstu daga lá ég yfir fitandi mat með kvíða í fyrsta lagi yfir skólanum sem ég er að fara að klúðra að vanda og í öðru lagi yf- ir honum. Sætasta gaur á heimi, svona mega O.C. gæi, svona gæi sem maður nær varla að segja hæ við án þess að upp hoppi kærasta eðageðsjúkdómursemhannreynd- ist vera með hvorugt eftir langa yfirheyrslu. Þar sem að ég er svart- Þarna fékk ég hjarta- stopp sem varði án efa í einhverja klukku- tíma, held að ég sé gangandi kraftaverk að hafa lifað þetta af. sýnasta manneskja í heimi (nema þegar kemur að óábyrgu kynlífi, djöfulsins bjartsýni) þá var ég búin að ákveða að hann myndi dömpa mér, hunsa mig, stinga hníf í bak- ið á mér og ég var búin að komast yfir hann með því að sofa hjá vini hans.ímiðj- um þessum pælingum fékk ég meil. Ekki stórt, bara 1k og inni- hélt ekkert klám eða ofbeldi en var samt eitt æsileg- asta meil sem ég hef feng- ið: "Hæ/ Vona að þú hafir komist heil heim/ Er á flugvellinum og kem heim á morgun/ Spurning um að hitt- ast?". Þarna fékk ég hjartastopp sem varði án efa í einhverja klukku- tíma, held að ég sé gangandi kraftaverk að hafa lifað þetta af. Ég hringdi strax í Binnu sem var reyndar að taka þessu öllu með miklu meira jafnaðargeði, hún kíkti á meilið sitt en var ekki búin að fá neitt. Henni virtist líka vera nett sama. Var aftur eitthvað far- in að tala við fyrrverandi og ég algjörlega dottin út af listanum hennar yfir mikilvægt fólk. Ég áttaði mig á því að ég var ein á báti. Sendi honum meil til baka "Hæ/ Já komin heil heim/ Væri endilega til í að hittast/ Hringdu í mig Íxxxxxxx/Vala". Frekarglatað meil miðað við þá klukkutíma sem fóru í að klambra því saman. En hafði greinilega tilætluð áhrif. Á föstudeginum (daginn eftir að ég sendi meilið) fékk ég SMS og rúss- íbaninn var aftur á leiðinni upp. Hann var að biðja mig um að vera í bandi um kvöldið ef ég færi eitt- hvað út. Frekar glatað miðað við þann rómantíska málsverð sem ég hafði verið að vonast eftir en þó bara það að hann hafði haft sam- band var nóg til að sú kulnaða von um raðhúsið kviknaði á ný. Þarna hefði allt átt að byrja að ganga vel. Maður á að stíga út úr rússíbananum og setjast upp í Par- ísarhjólið hjá hinum pörunum og lalla síðan rólega í hringi það sem eftir er. Það var ekki það sem gerð- ist, en hvað gerðist verður að fá að bíða betri tíma. vala

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.