Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 36

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 36
EIRIBRUNKA, EIRI GREDDA, EIRA GEL ggurðu mikið upp úr því að vera brún eða brúnn? Áttu Ijósabekk? í það minnsta andlitsljós? ð ganga í þröngu? Fer einn þriðji af mánaðarlaununum i GSM reikninginn? Finnst þér rétt- t að skrúfa niður bílrúðuna þegar þú keyrir niður Laugaveginn svo að vegfarendur geti hlust- i á uppáhalds tónlistina þína með þér? Ertu með heillitað hár? Elskarðu snyrtivörur? Var Guð >ður þegar hann fann upp gelið? Er ofboðslega mikilvægt að vera góð eða góður í rúminu? Er ikilvægt að hafa farið í þrísom? Ertu áskrifandi að BB? Finnst þér gaman að djamma? Veistu j þegar hvað allir barþjónarnir á Oliver heita, jafnvel þó staðurinn hafi bara verið opinn í 'o mánuði? Ferðu alltaf framfyrir röðina? Ertu með reikning? Voru amma þín og afi að æfa í forld Class, svo mamma og pabbi, og nú þú? Ef þú svarar flestum af þessum spurningum játandi þá eru ansi miklar líkur á því að þú sért f kynstofni þeim er í dag er kenndur við "hnakka", en áður hefur hann gengið undir ýmsum afnum t.a.m "tjokkós", þar áður "diskófrík", á undan því "súkkulaði gaurar" eða "diskógeliur" g jafnvel "gærur". 'essi menningarhópur getur harla talist til jaðarmenningar þar sem svona fólk kallar sig yfir- leitt normal og lítur ekki sjálft svo á að það tilheyri einhverju költi, en um það má þó deila. Langa langaf i tiokkós- ins, John Travofta. Diskófríkið sem slíkt varð til um leið og diskóið, upp úr 1970, en það klímaxaði með myndinni Sat- urday Night Fever þar sem John Travolta kom, sá og sigraði. I þeirri mynd má í raun sjá frumgerð disk- ófríkins. Frummann tjokkósins. Strák sem gerir ekki mikið annað en að fara út um helgar. Blása á sér hárið og eltast við stelpur. Hann var svarthærður og vel vax- inn eins og tjokkó ber að vera, með skartgripi og í þröngum föt- um. Það þarf ekki mikla sagnfræðigáfu til að sjá að þessi atriði hafa haldið sér óbreytt f rá 1977. Klám og diskó, kaffi og sígó Það sem einkenndi diskó menn- inguna var taumlaus gleði og gredda. Kynlíf skipti ógurlega miklu máli enda fóru diskó og klámheimurinn nánast hönd í hönd líkt og systkynin kaffi og sígó, eða brauð og smjör. Klám- stjörnurnar voru allar í diskógírn- um og diskógírinn gekk líka út á mikið frjálsræði í kynlífi enda var þetta áður en við fengum hræðslukastið við AIDS og hippa- viðhorfið enn í hávegum haft. Til hvers að vera að hemja sig ef það er ekkert að óttast? Fáum okkur í nefið og hömpum fram á rauðan morgun! 36 S Byrjendagræjur fyrir verðandi tjokkó: i ' Föt jobb legar. Bimmi. ¦ Allt sem glansar, er þröngt og Augnskuggi... og bara the Benz. , rívíling. works! Tjokkóarfíla smink. Hvítur, svartur eða sans. i AlltsemhægteraðkaupaíMót- " or og Kiss. Húsgögn Kvikmyndir • 1 Allt sem er á einhvern hátt kyn- Amerískur King Size skeiðvöllur Night at the Roxbury , æsandi. (rúmið) Saturday night fever Diskókúla. Rocco does Prague , ¦ Smink Grjónapúðar. Rocco greatest hits i ¦ Brúnka, brúnka og aftur Ríðu róla. Buttman back to school ' 1 brúnka. Risastórt sjónvarp. , Brúnku sprey, brúnku krem, Heimabíó. Tónlist i airbrush brúnka, Ijósabekkja- Isskápur undir blandið. Scooter ¦ • brúnka. Og allt sem er gott að hömpa i ¦ Meik sem dekkir. Bíll við ¦ Krem sem lætur húðina glansa. Sportbíll með spoiler og allskon- , Gloss sem gerir varirnar blow ar aukahlutum. "Klámstjörnurnar voru allar í disk- ógírnum og disk- ógírinn gekk líka út á mikið frjálsræði í kynlífi enda var þetta áður en við astið við AIDS og hippaviðhorfið enn Holly- wood/Astró/Pravda... er opið í kvöld Mekka diskósis, móðurskipið, var næturklúbburinn Studio 54 á Manhattan, en hér á Islandi náði þetta allt saman hápunkti á skemmtistaðn- um Hollywood við Ármúla. Áður en Holly- wood opnaði mættust diskóf- ríkin lítillega í Klúbbnum og á Þórscafé.enþess- ir staðir komust samt ekki með tærnar þar sem Hollywood hafði hælana. Holly- woodgekkmeira að segja svo langt að halda fegðurðarsam- keppnir þar sem gellur kepptust um að vinna titilinn Ungfrú Holly- wood. Og það þótti ekkert slor. Á barnum voru drykkirnir White Russian og Black Russian afar vin- sælir og diskógólfið í Hollywood var svona blikkandi Ijósagólf eins og Travolta tryllti okkur á í Satur- day Night Fever. Unghnakkar og ellíhnakkar Einhverntíma leið svo Hollywood undir lok eins og allir góðir staðir gera, en andinn hélst enn á lofti og stuttu síðar var þetta farið að snúast um hvort maður hlustaði á Duran Duran eða Wham eða eitt- hvað allt annað. Hnakkarnir tóku vitaskuld Duran Duran fegins h e n d i og hlustuðu jaft á þá sem Wham, en "úlpumar" hlust- uðu á pönk, Smiths og Cure. D-14varstaðurinnsemunghnakk- arsóttuaf kappi enþarvarDaddi Diskóplötusnúð- ur. Daddi er sko ekki af baki dottinn því enn dansaþáverandi unghnakkar við diskóslagarana hansáThorvald- sen, nú orðnir ellihnakkar. Engin Ijóð takk Eitt af því öm- urlegasta sem tjokkóinn veit er bókmennta- f r æ ð i n e m i. Tjokkóum finnast svona lúðar eins og sagnfræðingar og bók- menntafræðinemar vera asnaleg- ir og þeir taka ekki þátt í því sem þeir kalla "djúpar" pælingar. Nei. Tjokkóinn vill bara fjör. Hopp og hí. Taka svolítið í. Tjokkóinn fíl- ar líka íþróttir, enda stæla þær skrokkinn og styrkja. Svo er um að gera að afla sér góðra tekna því það kostar að vera f lottur. Bók- menntafræði gefur ekkert af sér. Þar af leiðandi er svoleiðis rugl, ásamt margvíslegum listiðkunum, algerlega tilgangslaust í augum tjokkóins. Hvað er verið að pæla marl? Djúpurrrr... Tjokkóa má m.a. skoða á kallarn- ir.is djamm.is og vegamot.is

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.