Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 36

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 36
MEIRIBRUNKA, MEIRIGREDDA, MEIRA GEL Leggurðu mikið upp úr því að vera brún eða brúnn? Áttu Ijósabekk? í það minnsta andlitsljós? Á að ganga í þröngu? Fer einn þriðji af mánaðarlaununum í GSM reikninginn? Finnst þér rétt- ast að skrúfa niður bílrúðuna þegar þú keyrir niður Laugaveginn svo að vegfarendur geti hlust- að á uppáhalds tónlistina þína með þér? Ertu með heillitað hár? Elskarðu snyrtivörur? Var Guð góður þegar hann fann upp gelið? Er ofboðslega mikilvægt að vera góð eða góður í rúminu? Er mikilvægt að hafa farið í þrísom? Ertu áskrifandi að BB? Finnst þér gaman að djamma? Veistu nú þegar hvað allir barþjónarnir á Oliver heita, jafnvel þó staðurinn hafi bara verið opinn í tvo mánuði? Ferðu alltaf framfyrir röðina? Ertu með reikning? Voru amma þín og afi að æfa í World Class, svo mamma og pabbi, og nú þú? Ef þú svarar flestum af þessum spurningum játandi þá eru ansi miklar líkur á því að þú sért af kynstofni þeim er í dag er kenndur við "hnakka", en áður hefur hann gengið undir ýmsum nöfnum t.a.m "tjokkós", þar áður "diskófrík", á undan því "súkkulaði gaurar" eða "diskógellur" og jafnvel "gærur". Þessi menningarhópur getur harla talist til jaðarmenningar þar sem svona fólk kallar sig yfir- leitt normal og lítur ekki sjálft svo á að það tilheyri einhverju költi, en um það má þó deila. Langa langafi tiokkós- ins, John Travolta. Diskófríkiö sem slíkt varð til um leið og diskóið, upp úr 1970, en það klímaxaði með myndinni Sat- urday Night Fever þar sem John Travolta kom, sá og sigraði. I þeirri mynd má í raun sjá frumgerð disk- ófríkins. Frummann tjokkósins. Strák sem gerir ekki mikið annað en að fara út um helgar. Blása á sér hárið og eltast við stelpur. Hann var svarthærður og vel vax- inn eins og tjokkó ber að vera, með skartgripi og í þröngum föt- um. Það þarf ekki mikla sagnfræðigáfu til að sjá að þessi atriði hafa haldið sér óbreytt frá 1977. Klám og diskó, kaffi og sígó Það sem einkenndi diskó menn- inguna var taumlaus gleði og gredda. Kynlíf skipti ógurlega miklu máli enda fóru diskó og klámheimurinn nánast hönd í hönd líkt og systkynin kaffi og sígó, eða brauð og smjör. Klám- stjörnurnar voru allar í diskógírn- um og diskógírinn gekk líka út á mikið frjálsræði í kynlífi enda var þetta áður en við fengum hræðslukastið við AIDS og hippa- viðhorfið enn í hávegum haft. Til hvers að vera að hemja sig ef það er ekkert að óttast? Fáum okkur í nefið og hömpum fram á rauðan morgun! Byrjendagræjur fyrir verðandi tjokkó: Föt Allt sem glansar, er þröngt og rívíling. Allt sem hægt er að kaupa í Mót- or og Kiss. Allt sem er á einhvern hátt kyn- æsandi. Smink Brúnka, brúnka og aftur brúnka. Brúnku sprey, brúnku krem, airbrush brúnka, Ijósabekkja- brúnka. Meik sem dekkir. Krem sem lætur húðina glansa. Gloss sem gerir varirnar blow jobb legar. Augnskuggi... og bara the works! Tjokkóarfíla smink. Húsgögn Amerískur King Size skeiðvöllur (rúmið) Diskókúla. Grjónapúðar. Ríðu róla. Risastórt sjónvarp. Heimabíó. ísskápur undir blandið. Bíll Sportbíll með spoiler og allskon- ar aukahlutum. Bimmi. Benz. Hvítur, svartur eða sans. Kvikmyndir Night at the Roxbury Saturday night fever Rocco does Prague Rocco greatest hits Buttman back to school Tónlist Scooter Og allt sem er gott að hömpa við Holly- wood/Astró/Pravda... er opið í kvöld Mekka diskósis, móðurskipið, var næturklúbburinn Studio 54 á Manhattan, en hér á Islandi náði þetta allt saman hápunkti á skemmtistaðn- um Hollywood við Ármúla. Áður en Holly- wood opnaði mættust diskóf- ríkin lítillega í Klúbbnum og á Þórscafé.enþess- ir staðir komust samt ekki með tærnar þar sem Hollywood hafði hælana. Holly- woodgekkmeira að segja svo langt að halda fegðurðarsam- keppnir þar sem gellur kepptust um að vinna titilinn Ungfrú Holly- wood. Og það þótti ekkert slor. Á barnum voru drykkirnir White Russian og Black Russian afar vin- sælir og diskógólfið í Hollywood var svona blikkandi Ijósagólf eins og Travolta tryllti okkur á í Satur- day Night Fever. Unqhnakkarog ellinnakkar Einhverntíma leið svo Hollywood undir lok eins og allir góðir staðir gera, en andinn hélst enn á lofti og stuttu síðar var þetta farið að snúast um hvort maður hlustaði á Duran Duran eða Wham eða eitt- hvað allt annað. Hnakkarnir tóku vitaskuld Duran Duran fegins "Klámstjörnumar voru allar í disk- ógírnum og disk- ógírinn gekk líka út á mikið frjálsræði í kynlífi enda var þetta áður en við fengum hræðsluk- astið við AIDS og hippaviðhorfið enn í hávegum haft." h e n d i og hlustuðu jaft á þá sem Wham, en "úlpurnar" hlust- uðu á pönk, Smiths og Cure. D-14varstaðurinnsemunghnakk- arsóttuaf kappi en þarvarDaddi Diskóplötusnúð- ur. Daddi er sko ekki af baki dottinn því enn dansa þáverandi unghnakkar við diskóslagarana hansáThorvald- sen, nú orðnir ellihnakkar. Engin lióð ikk takk Eitt af því öm- urlegasta sem tjokkóinn veit ______________ er bókmennta- f r æ ð i n e m i. Tjokkóum finnast svona lúðar eins og sagnfræðingar og bók- menntafræðinemar vera asnaleg- ir og þeir taka ekki þátt í því sem þeir kalla "djúpar" pælingar. Nei. Tjokkóinn vill bara fjör. Hopp og hí. Taka svolítið í. Tjokkóinn fíl- ar líka íþróttir, enda stæla þær skrokkinn og styrkja. Svo er um að gera að afla sér góðra tekna því það kostar að vera flottur. Bók- menntafræði gefur ekkert af sér. Þar af leiðandi er svoleiðis rugl, ásamt margvíslegum listiðkunum, algerlega tilgangslaust í augum tjokkóins. Hvað er verið að pæla marl? Djúpurrrr... Tjokkóa má m.a. skoða á kallarn- ir.is djamm.is og vegamot.is

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.