Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 38

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 38
OFBELDI^ GEÆIVJkonum Konur og börn eru 80% allra f lóttamanna í heiminum í dag og er talið að þriðja hver kona í heiminum verði fórnarlamb kynbund- ins ofbeldis einhvern tímann á lífsleiðinni. Stelpur undir 16 ára aldri eru þolendur 40-60% allra kynferðisglæpa. Ungar konur í Afríku, á aldrinum 16-24 ára, eru prisvar sinnum líklegri til að smitast af HlV-veirunni en karlar á sama aldri og á sömu slóðum. „Þegar við vorum gef nar eiginmönnum okkar áttum við að sofa hjá þeim. Ég var aðeins 10 ára þegar ég var gefin. Fjórum dögum síðar var mér misþyrmt kynferðislega. Fyrst var sárs- aukin mjög mikill...hann sagðist vera næstum fertugur..." Filda Ayet var aðeins 10 ára gömul þegar henni var rænt af heimili sínu af Lord's Resistance Army(LRA), hún náði að strjúka í febrúar 2005, fjórum árum síðar. í norðurhluta Úganda hefur þúsundum kvenna og stúlkna veriö rænt af andspyrnuhern- um LRA (Lord's Resistance Army) þar sem þeim er nauðg- að og gerðar að „eiginkonum" skæruliðanna. Þetta er ekki einsdæmi því alls staðar í heim- inum, þar sem borgarastyrjöld ríkir er kynferðisofbeldi gegn konum og stelpum útbreitt. í dag eru almennir borgarar, og þá sérstaklega konur og börn, mun líklegri til að verða fórn- arlömb í stríði heldur en her- menn. Ofbeldi gegn konum Ofbeldigegnkonumeralþjóðlegt vandamál. Þó að karlar verði einn- ig fyrir ofbeldi er kynferðislegt of- beldi kynbundið ofbeldi þar sem mikill meirihluti gerenda eru karl- menn og fórnarlömbin langoftast konur og börn. í stríði verða karlar oft fyrir annarskonar ofbeldi en konur.Ámeðan þeireru neyddirtil að berjast í striði og eru því oftar drepnir verða konur fyrir kynferð- islegu ofbeldi eins og kynlífsþrælk- un,nauðgunum,nauðungar-þung- unum og meðvitað smitaðar af HlV-veirunni. Alls staðar í heimin- um, hvort sem er í stríði eða é frið- artímum, verða konur og stelpur V ' -^ fyrir ofbeldi sem oft virðist bundið þeirri einu staðreynd að þær eru kvenkyns. Ofbeldi gegn konum í stríði á rætur sínar að rekja til þess ofbeldis sem konur sæta á friðar- tímum og er bein tenging við það valdaójafnvægi og ójafnrétti sem ríkir milli kynjanna í öllum samfé- lögum heimsins í dag. Þegar við skoðum ofbeldi gegn konum í stríði verðum við þess vegna að setja það í samhengi við stöðu kvenna almennt í heiminum í dag. Á meðan ofbeldi gegn konum á friðartímum þykir ekki tiltökumál og jafnvel eðlileg staðreynd verð- ur ofbeldi gegn konum í stríði allt- af til staðar. Nauðganir í sögu- legur samhengi Nauðganir, hvort sem er í stríði eða á friðartímum, hafa þekkst frá örófi alda. Það er því ekkert nýtt undir sólinni hvað það varðar nema það að fjölmiðlaumfjöllun um þessi mál hefur aukist og þar með hefur tekist að vekja athygli almennings á þessum glæp. Nauðganir geta verið „tilviljunar- kenndar", í formi kynlífsþrælkun- ar eða notaðar sem vopn í stríði. „Tilviljunarkenndar" nauðganir gerast bæði á friðartímum og stríðstímum. Þær nefni ég tilvilj- unarkenndar þar sem hver sem er getur verið þolandi. Hér er þá ekki beint spjótum að einhverjum ákveðnum þjóðernishóp frekar en öðrum en eins og alltaf eru kon- ur yfirleitt fórnarlömbin. I seinni heimstyrjöldinni var um hundrað þúsund asískum konum rænt af japanska hernum og þær notaðar „5-6 menn nauðg- uðu okkur, hver á fætur öðrum, klukku- stundum saman, á hverju kvöldi í 6 daga. Eiginmaður minn gat ekki fyrir- gefið mér; hann af- neitaði mér." (Súdan) í kynlífsþrælkun. Þeim var haldið í nauðgunarbúðum við hrikalegar aðstæður. Þetta var réttlætt með því að hér væri verið að vernda japanskar konur frá stjórnlausum nauðgunum af hálfu hersins og tryggja stöðuleika innan hersins. Þó má stórlega draga í efa að að- gangur að kynlífsþjónustu hafi í för með sér lækkandi nauðgunar- tíðni þar sem nauðgun er ofbeldi tjáð á kynferðislegan hátt en ekki kynferðislegt athæfi í sjálfu sér. Nauðganir voru notaðar sem vopn í stríði í Pakistan (1971), Rúanda (1994), Kosovo (1999) og núna í Súdan. Þetta eru kerfisbundnar aðgerðir og er tilgangurinn með þeim að spilla og ógna óvininum, eyðileggja fjölskyldubönd og hrekja burt ákveðna samfélags- hópa. Þegar þessari stríðstækni er beitt er konum nauðgað til að niðurlægja þá karlmenn semtengj- ast þeim og eru því fjölskyldumeð- limir, einkum karlkyns, oft látnir horfa á. I þeim samfélögum þar sem karlmennskuímyndin er fólgin í því að vernda sína nánustu hefur þessi stríðstækni tilætluð áhrif. Og óréttlætið held- ur áfram... Þeim konum sem verða fyrir nauðgunum er oft kennt um glæp- inn, afneitað af eiginmönnum og fjölskyldu og útskúfaðar úr samfé- laginu. Þetta veldur því að margar eru dæmdar til vændis. Börn sem fæðast í kjölfar nauðgana eru einnig oft útskúfuð en nauðunga- þunganir, þar sem konum var nauðgað þartil þær urðu ófrískar, var þáttur í þjóðarmorðum í fyrr- um Júgóslaviu, Rúanda og Bangla- dess, svo eitthvað sé nefnt. Því óréttlæti sem konur eru beittar endar því ekki þótt stríðinu Ijúki. Konur verða einnig fyrir ofbeldi í flóttamannabúðum. Til dæmis hafa margar konur og stelpur sem hafa flúið þjóðernishreinsanirnar í Darfur og komið sér fyrir í flótta- mannabúðum verið fórnarlömb nauðgana og annars kynferðisof- beldis. Samkvæmt Human Rights Watch eru þessi ofbeldisverk dag- legt brauð og gerendur almennir borgarar, Janjaweed hermenn og súdanskar öryggisveitir sem eiga að vernda flóttamennina. Konur leggja sig í hættu við að sækja vatn eða eldivið utan búðanna og hafa sumar verið settar í fang- elsi af yfirvöldum í Chad þar sem sama ofbeldið er framið af öðrum föngum. í sumum búðanna í Chad hefur lögreglan og aðrir karlkyns flóttamenn þvingað konur til að sjá þeim fyrir kynlífsþjónustu í staðinn fyrir „vernd". Skilgreiningar alþjóða- laga um nauðganir Sé litið til sögunnar hafa konur þótt eðlilegt stríðsfang meðal her- manna sem vinna stríðið og einnig meðan stríðið geisar. Jafnvel þó að stríðsnauðganir hafi verið skil- greindar sem stríðsglæpur að al- þjóðalögum var litið á nauðganir sem ömurlegan en þó óhjákvæmi- legan fylgifisk stríðs. Þetta viðhorf átti mikinn þátt í því að gerendurn- ir þurftu sjaldnast að svara til saka og þolendurfenguekki réttlætinu fullnægt. Þetta á t.d við um alla síðari heimstyrjöldina. í dag vitum við að nauðganir eru á engan hátt eðlilegar né óhjákvæmilegar stað- reyndir stríðs. Eftir þjóðarmorðin í fyrrum Júgóslavíu og Rúanda voru stof naðir tveir sértækir dómstólar, annars vegar hinn Alþjóðlegi dóm- stóll fyrrum Júgóslavíu og hins veg- ar hinn Alþjóðlegi glæpadómstóll Rúanda og hafa þessir dómstólar skilgreint stríðsnauðganir sem þjóðarmorð, pyntingarform og glæp gegn mannkyni. Þrátt fyrir þetta er enn langt í land og hlut- irnir gerast alltof hægt. Til að eitt- hvað breytist verðum við að vera meðvituð um hvað á sér stað allt í kringum okkur og átta okkur á því að nauðganir hvort sem er í stríði eða á friðartímum eins og á Islandi eru hvorki eðlilegar néóhjá- kvæmilegar. Við stöndum frammi fyrir vandamáli sem við verðum að leysa. Fyrsta skrefið er að taka ábyrgð á okkar þrönga hugmynda- heimi um kynjaímyndir og valda- samspiliíþjóöfélaginu.Þannigtök- um við þátt í því að móta heiminn og færa hann til betra horfs. Fríða Thoroddsen

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.