Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 40

Orðlaus - 01.10.2005, Blaðsíða 40
Ég hef alltaf elskað haustið. Það gæti verið tengt því að afmælið mitt kemur með haustinu, að laufin roðna eins og unglingsstúlkur sem fara hjá sér, að loftið verður einhvern veginn áþreifanlegt - og það gæti verið tengt angurværðinni sem leggst alltaf yfir mig á þessum árstíma: upphaf og endir, þið þekkið þetta. Og svo er ein ástæða enn, sem ég fór mjög leynt með á þeim árum lífs míns sem skóli var jafn fyrirlit- inn og fólk sem ekki átti buffalo- skó; ég elska haustið af því að þá byrjar skólinn. Ég þarf nefnilega ákveðna rútínu til að líða vel. Og eins og ég bendi svo oft á: ef þú hef ur rútínu (skóla) til að brjótast út úr (skrópa í) líð- ur þér mun betur en ef þú hefur enga rútínu og ert hreinlega bara að hanga. Að skrópa er meðvituð ákvörðun, tekin með sjálfstæðum hugsunarhætti. Ef þú hefur enga rútínu ertu bara að láta þér leið- ast, láta þig líða áfram án þess að virkja nokkra örðu af skapandi hugsun. Eins og alltaf hef ég nú strengt þess heit að fylgja rútínunni minni í alvöru í haust. Þetta er síðasta ár mitt í hinu hefbundna grunn- gaggó-menntó-háskóla- kerfi, og líklega tími til kominn að fara að verða samviskusöm. Rútínan leiddi mig í dag á vit heimspekilegra for- spjallsvísinda - áfanga sem mælst er til að nemendur Háskóla Is- lands taki á fyrstu önn sinni. Þetta er fimmta önnin mín. Eins og margan gæti grunað er ástæðan fyrir þessari frestun minni sú að áfanginn gengur undir gælunafn- inu Fýlan. Það fara ýmsar sögur af Fýlunni, en flestar snúast þær um hversu hundógeðslegafýluleiðin- leg hún er. Ég hef fyrir löngu lagt komplexa mína yfir að eiga ekki buffalo-skó að baki, og eins skömmina yf ir að hlakka til þess að skólinn byrji. Ég segi því, bein í baki (eða eins bein og ég get eftir að hafa bograð yf- ir bókum í allan dag): mér finnst gaman að skólinn sé byrjaður! Og það lítur út fyrir að mér eigi eftir að finnast gaman í Fýlunni! Fyrsti textinn sem mér var gert að lesa er eftir nýorðinn fyrrverandi rekt- or Háskóla fslands, Pál Skúlason, og fjallar um gagnrýna hugsun. í þessum mikla hafsjó af heimspeki- legum pælingum var ein stórfeng- leg hugmynd sem heltók mig. Heimspekileg hugljómun Mig hefur, eins og áður hefur komið fram hér á síðum Orðlaus, alltaf dreymt um að vera Leon- ardo da Vinci nútímans; vita allt um allt sem hægt er að vita eitt- hvað um. Það er augljóslega ómögulegt í upplýsingasamfélagi nútímans. í dag þarf að velja sér rækilega afmarkað sviðfyrir þekk- ingu sína, ef hún á að ná að kafa eitthvað undir yfirborðið. Til að reyna að ná þessu ómögulega markmiði mínu hef ég löngum reynt að tileinka mér gagnrýna hugsun: þannig gleypi ég ekki við öllu sem mér er sagt heldur mynda mér sjálfstæðar skoðanir eins og da Vinci vinur minn. Það er þeorían. Þetta hefur líka reynst ómögu- legt. Sólarhringarnir mínir virðast styttast með þverrandi sólarljósi (þarf að gera vísindalega rann- sókn á því), og ég hef aldrei tíma til að kynna mér hitamál hvers- dagsins nógu vel til að þora að mynda mér skoðun. Afleiðingin er sú að ég steinþegi yfirleitt í heit- um umræðum ekki vil ég vera að viðra einhverja valta skoðun sem ekki er rökum studd eða er tekin beint upp úr Fréttablaðinu. Þessi afstaða mín, sem mér finnst mjög heiðvirð og rökrétt, hefur ýmsa fylgikvilla í för með sér. Mig grunar til dæmis að sumir viðræðumenn mínir, þessir með fleiri, dýpri og rökstuddari skoðanir en ég, haldi að ég sé með einhvers konar þögul mót- mæli í gangi. Eða að ég sé hreint og beint mállaus. Eða ég sé að æfa mig fyrir feril í pólitík með „ég sé mér ekki fært að tjá mig um málið að svo stöddu" frösunum mínum. Fyrir utan hversu leiðinlegt mér finnst að vera algjör andstæða da Vinci og líða yfirleitt eins og ég viti ekki neitt um neitt. Hér kemur að snilldarhugmynd- inni minni, þessari sem ég hef verið að bíða eftir til að koma nafninu mínu í sögubækur fram- tíðarinnar. Ég legg hér með til að stofnuð verði heimasíðan gagnrynhugsun.is. Þar yrði safn- að saman gögnum um hvers kyns mál sem samfélagið veltir fyrir sér hverju sinni. Ef þarna væri skipu- lagt samansafn kenninga, raka og mótraka gæti ég kannski orðið Leonardo da Vinci nútímans. Þá væri hæglega hægt að mynda sér frambærilegarskoðanir.Heimasíð- an gæti til dæmis boðið upp á þá þjónustu að senda fróðleiks- og skoðanaþyrstum áskrifendum sín- um eitt e-mail á dag. Þannig gæti ég myndað mér rökstudda skoð- un á stríðinu í írak á mánudegi (í stað lúmskrar tilfinningar um að það sé rangt), skilgreint hvað mér finnst um dauðarefsingu á þriðju- degi og verið komin vel á veg með allarsnúnustuspurningarsiðfræð- innar upp úr helgi. Ég vona svo sannarlega að ein- hver taki til við gerð þessarar bráðnauðsynlegu heimasíðu und- ireins. Ég er viss um að það eru fleiri en ég sem vilja vera alvöru fólk með alvöru skoðanir. Ég sjálf hef hins vegar ekki tíma. Það er orðið dimmt úti og rútínan kallar: ég þarf að horfa á Jay Leno. Lifið heil og hugsið djúpt! Sunna Dís Másdóttir TÆKNIN TEKIN YFIR Símar sem þefa Samkvæmt nýlegum könnunum eru tæplega 280.000 farsímar í notkun hér á landi sem nem- ur þá því að nánast hver einasti (slendingur eigi farsíma. Margir eiga því tvo eða jafnvel þrjá síma enda eru þeir stöðugt að þróast og gömlu símun- um skipt út fyrir þá nýjustu. Nú er enn verið að gera tilraunir og innan skamms munu farsímamir vera komnir með þefskyn og geta sagt eigendum sínum hvernig þeir lykta og viðkomandi því hlaup- ið heim í sturtu þegar óþefurinn er orðinn símanum yfirþyrmandi. Æðakerf ið á itetið Læknisheimsóknir eru með því leiðinlegra sem fylgir því að vera til. Það er þæði erfitt að fá tíma og biðin á biðstofunni getur verið óendanleg og síðan fær maður oft fá svör eftir að rannsókninni lýkur. Nú er búið er að hanna kerfi sem hjálpar bæði læknum og sjúklingum að fylgjast með æðakerfinu án þess að sjúklingurinn þurfi að fara á læknastofuna. Um er að ræða litla pjötlu sem fest er á húðina og mælir hún blóðþrýst- ing, hjartslátt og f leira og sendir allar upplýsingar ti! læknisins i gegnum tölvu. Sjúklingurinn getur þá farið í þessa "rannsókn" heima í stofu í þægilegu umhverfi og hafa rannsóknir leitt í Ijós að við það sé mun lík- legra að upplýsingarnar verði nákvæmari þar sem margir stressast upp við það eitt að sitja fyrir framan lækni. Þessu fylgir að sjálfsögði einnig mikill sparnaður því allir þekkja hversu dýr einn læknistími getur verið. Vonast er til að þetta verði komið á markað innan fárra ára. Pac-man kominn á götuna Sýndarheimurinn sameinast þeim raunverulega í nýjum Pac-man leik sem verið er að þróa í Singapore. Pac-man leikurinn hefur verið geysi- I e g a vinsæll tölvuleikur í fjölda ára en ef tilraunin verður að /v /\ veruleika muntu brátt geta spilað leikinn án þess !¦ > Li \ ao Þur^a ao ýta a takka á tölvunni. Leikmaður- rm^ inn verður sjálfur Pac-man og hleypur um göt- urnar í leit að æti með tölvu og höfuðbúnað sem býr til þrívíddarumhverfi og forðast óvini í leiðinni. Þetta er nefnilega fjölþáttökuleiku þar sem aðrir þátttakendur geta leikið óvini Pac-mans og drep- ið leikmanninn með því að elta hann uppi og grípa í hann. O^ Maginn er f ullur! Nýtt tæki til þess að sporna við offituvandamálinu er nú komið á markað. Tækið, sem er í líkingu við gangráð, sendir skilaboð frá maganum til heilans og segir hvenær maginn er orðinn fullur af mat. Læknar úti segja að með þessu geti offitusjúkling- ar misst allt að 40% af kílóafjöldanum á tveimur árum. Klám gerir þig blinda/n Samkvæmt fréttum The Economist getur klám haft það mikil áhrif á sjónina í fólki að hætta er á blindu. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að við það að horfa á klúra mynd geti sjónin brenglast tímabundið og viðkomandi sér ekkert næstu sekúndubrotin á eftir. Bent var á að auglýsingaskylti sem sýndu mjög fáklæddar konur eða menn gætu í raun valdið bílslysum þar sem ökumaður sem blindast í þennan tíma gæti verið búinn að valda slysi áður en hann fær sjónina á ný.

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.