Orðlaus


Orðlaus - 01.10.2005, Síða 46

Orðlaus - 01.10.2005, Síða 46
Einkenni Vogar: Vogin passar best við meyju eða vatnsbera. Frægt fólk í voginni: Tim Robbins, John Lennon, Julio Iglesias, Margaret Thacher. Happatölur: 2 og 9 Vogir eru yfirleitt mjög rómantískar og hafa gaman af því að láta dekra við sig. Fólk fætt í þessu merki er yfirleitt mjög skynsamt og hefur gaman af rökræðum. Vogir setja sér oft háleit markmið og gera allt til þess að ná þeim. Vogum f innst gott að vera í kringum fólk og velja þær sér oft störf sem krefjast mikilla persónulegra samskipta. Þær eru ástríkar og eru góðir elskendur. Ljón 24. júlí - 23. ágúst étðiL Meyja 24. ágúst - 23. september Fivog 24. september - 23. október Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Þú verður að læra að fyrirgefa því öll þín orka er búin að fara í tilgangslausa fýlu sem auðvelt væri að leysa ef þú hættir þessari þrjósku og nenntir að ræða málin. Ný mann- eskja á eftir að koma inn í líf þitt með látum á næstu vikum og þú átt eftir að vera mjög tvístígandi hvað þú vilt henni. Ekki vera hrædd/ur við að láta á reyna. Það versta sem gerist er að þú kemst að því að þú sért ekki enn búin/n að finna réttu manneskjuna til að deila lífinu með. Nú ætti Ijónið einnig að reyna að víkka sjóndeildarhringinn með því að huga að breytingum í vinnunni. Meyjan er búin að vera mjög eirðarlaus síð- ustu vikur og hefur flakkað mikið á milli manna og verkefna. Það hefur að miklu leiti verið vegna þess að þú veist ekki hvar þú stendur gagnvart ákveðinni manneskja sem hefur haft mikil áhrif á líf þitt. Nú er tími til þess að sleppa takinu og lifa lífinu. Ef mann- eskjan dáist jafn mikið af þér og þú af henni mun hún koma til baka, en mundu að góðir hlutir gerast hægt. Vinir þínir eiga eftir að reynast þér vel ef þú hleypir þeim að þér og þá verðurtilveran þín mun aflsappaðri. Þú ert búin/n að standa i miklum deilum við vinnufélagana þína upp á síðkastið enda lætur þú ekki vaða yfir þig. Yfirmaðurinn á eftir að taka þessari hörku þinni vel og ef þú passar þig að láta ekki aukin völd stíga þér til höfuðs er líklegt að vinnan næstu mánuðina verði mjög spennandi. Þeninga- málin fara þá loks að komast á rétta braut eftir mikla eyðslu sumarsins. Á meðan allt gengur vel í vinnunni áttu þó eftir að eiga í erfiðleikum í tilfinningalífinu. Þú munt þurfa að berjast fyrir því sem þú ert búin/n að vera að eltast við í sumar, en ef þú not- ar ímyndunaraflið er aldrei að vita hvernig málin þróast. Ef þú gerir ekkert annað en að hika, kemstu aldrei úr sporunum og það er það sem búið er að einkenna sporðdrekann síðustu vikurn- ar. Núna þarftu að snúa þlaðinu við og byrja upp á nýtt. Farðu að einbeita þér meira að ástarmálunum sem hafa fengið að sitja á hakanum í sumar enda eru makar þeirra sporðdreka sem eru í sambandi eru orðnir frekar pirraðir. Það á ekki eftir að vera erfitt fyrir þig að kippa þessu í liðinn og næstu vikurnar eiga eftir að vera fullar af ævintýr- um og skemmtilegum uppákomum. Núna loksins eru peningamálin líka að snúast þér í hag þannig að þú getur eytt í að dekra við elskuna þína. Bogmaður 4b3^ Steingeit Vatnsberi Fiskar 23. nóvember - 21. desember 22. desember - 20. janúar 21. janúar - 19. febrúar 20. febrúar - 20. mars Næstu vikurnar ætti bogamaðurinn að taka sér góðan tíma í að hugsa um hvað það er sem skiptir hann máli í lífinu. Þú hefur ver- ið á stöðugum hlaupum í allt sumar og ekki vilja festa þig við neitt, hvort sem um er að ræða vinnuna eða ástarmálin. Dagarnir framundan verða mun afslappaðri en þeir síðustu og því er nógur tími fyrir þig að vera með sjálfri/um þér og njóta þess að vera til. Minna verður þú um rómantík næstu vikurn- ar en þú hefur bara gott af því. Njóttu þess að skemmta þér með vinunum og gerðu eitt- hvað með fjölskyldunni. Ekki taka neinar af- drifaríkar ákvarðanir fyrr en þú ert orðin/n alveg viss um að hún sé sú rétta. Steingeitin er gífurlega orkumikil þessa dag- ana og hefur náð að hrista upp í vinahópn- um og verið hrókur alls fagnaðar. Krafturinn mun ekkert minnka næstu vikurnar og þú ættir að reyna að nýta þér hann til fulls og klára öll verkefni sem bíða því er nær dreg- ur vetri áttu eftir að vilja slaka aðeins meira á. Ekki vera hrædd/ur við að taka áhættur í ástarmálunum núna því þú hefur gífurlega útgeislun sem á eftir að heilla ólíklegustu manneskjur. Þú ættir þó að fara þveröugt að í peningarmálunum og byrja að greiða upp skuldir og leggja til hliðar því þú átt eft- ir að þurfa að nota varasjóðinn á næstunni. Nú er tími til að þú einbeitir þér að skólan- um og/eða vinnunni. Líklegt er að mikil spenna komi upp á milli þín og vinar þíns á næstunni. Þú þarft að hafa þig alla/n við til þess að það sjóði ekki uppúr en þessi spenna á sér dýpri rætur en þú hefur gert þér grein fyrir. Mundu að það er þunn lína á milli ástar og haturs og líklegt er að þú sjáir nýja hlið á vini þínum sem mun koma þér skemmtilega á óvart. Næstu vikur ættir þú að fara sparlega með peningana þina því að um næstu mánaðarmót væri gott fyrir þig að eiga örlítin varasjóð fyrir spennandi ævintýri. Fiskarnir hafa verið gífurlega ákafir í öllum sínum gjörðum að undanförnu og hefur mik- ill hamagangur einkennt þá að undanförnu, sem er mjög óvanalegt. Nú ættir þú að reyna að róa þig aðeins niður og njóta þagnarinn- ar inni á heimilinu. Næstu vikur eiga eftir að vera mjög annasamar og þú átt eftir að þurfa að leggja þig alla/n fram ef þú ætlar að ná að klára öll þau verkefni sem hrannast upp. Þú verður að leggja ástarmálin aðeins á hilluna en þú átt ekki eftir að sjá eftir því þegar þú uppskerð fyrir allt erfiðið. Hrútur 21. mars - 20. apríl Naut 21. apríl - 21. maí Tvíburar 22. maí - 21. júní Krabbi 22. júní • 23. júlí Hrúturinn hefur ekki verið með skemmti- legri mönnum upp á síðkastið og mjög langt virðistvera í allan húmor. Þú hefur ver- ið mjög hörundsár og haft allt á hornum þér sem hefur orðið til þess að vinirnir eru hætt- ir að hringja eins oft og áður. Nú er tími til að breyta hugsunarhættinum og finna þér nýja stefnu í lífinu. Reyndu að finna þér nýtt áhugamál, eitthvað sem þér hefði kannski aldrei dottið í hug að þú myndir nenna að standa í. Um leið og þú nærð að dreifa hug- anum þá kemur gleðin sem einkennir þig yfirleitt til baka og hlutirnir fara að snúast þér í hag á ný. Þú ert búin að vera í rosalegri afneitun upp á síðkastið og hefur ekki viljað horfast í augu við að þú hefur ekki verið með allt á hreinu síðustu mánuðina. Þú hefur kennt öllum öðrum í kringum þig um það sem gengur ekki upp og ert í miklum hefndarhug, sem er mjög ólíkt þér. Mundu, ekki segja neitt í reiðiskasti sem þú vildir að þú gætir tekið til baka. Besta leiðin til að vinna þetta stríð þitt við alla í kring er að tapa því bara. Við- urkenndu að þú hefur haft rangt fyrir þér og reyndu að bæta fyrir það sem þú hefur lagt á þína nánustu. Þá verða næstu mánuð- ir mun gleðilegri hjá nautinu. Nú er tími til að tvíburinn segi skilið við for- tíðina sem hefur haldið honum föstum í fleiri, fleiri mánuði. Þetta hefur komið í veg fyrir alla frjóa og skapandi hugsun hjá þér og þér hefur liðið eins og þú sért búin/n að staðna í lífinu. Tvíburinn þarf samt ekki að vera fastur í sömu sporunum ef hann vill það ekki. Nú væri góðurtími fyrir stutt ferðalag. Best væri ef þú færir ein/n og skildir símann eftir heima. Gæfir þér bara góðan tíma í að finna út hvert þú vilt stefna. Ekki spara aur- ana á meðan. Leifðu þér allt sem þú vilt, þú borgar það seinna. Nú er sólin farin að lækka í lofti og um leið hefur brúnin þyngst á krabbanum sem hugs- ar með skelfingu til vetrarins. Ekki örvænta samt, þetta er bara tímabundin vanlíðan. Ef þú skrifar niður kosti og galla vetrarins ættir þú eftir að sjá að hann er ekki alslæm- ur og ef þú horfir á hann jákvæðum augum eiga næstu mánuðir eftir að vera hin besta skemmtun. Miklar breytingar eiga eftir að verða í ástarmálunum hjá þér og leyndur að- dáandi á loksins eftir að þora að stíga fram og segja þér hug sinn. Þú skalt þá gefa þér tíma til að meta aðstæðurnar og ekki taka neinar fljótfærnislegar ákvarðanir.

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.