Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 25

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 25
vinnan. Ég geri heldur ekki bara föt því ég held líka sýningar með teikningunum mínum og er t.d. að fara að halda eina í Berlín. Mér finnst það vera mikilvægt og gam- an því það gefur mér tækifæri til að hanna meira" segir Helle. Helle fékk viðurkenningu frá The Danish Art Counsel og fékk þar stærsta styrkinn, en það er besta viðurkenning sem nokkur getur fengið í Danmörku. Hún segir það hafa verið rosalega mikilvægt þar sem það gefi henni tækifæri til þess að einbeita sér að hönn- uninni sinni og að koma henni á framfæri. „Þú þarft ekki að hugsa um reikninga eða mat því þú færð styrk til að lifa í þrjú ár" segir hún. „Þetta er líka mikill heiður fyrir fatahönnun því þetta er í fyrsta sinn sem styrkurinn er veittur til fatahannaðar þannig að þetta við- urkennnir þá grein sem list" held- ur hún áfram. ANNA CLAUSEN Anna vinnur nú sem stílisti og ráð- gjafi fyrir japanskan hönnuð að nafni Yuko Yoshitake sem hannar karlaföt. „Ég hef verið að vinna að nýju línunni hennar. Það sem ég geri er að ég set fötin í samhengi. Þar sem Yuko spáir mikið í efni og aðra tæknilega hluti kem ég inn og hjálpa henni að fara í ákveðna átt og skapa heildarútlit á fatalín- una. Ég segi t.d. að þú ættir að setja ákveðinn lit inn til að gefa þessu meira líf eða bæta þessum hlut við o.s.fr. Þannig stílisera/út- færi ég línuna með henni. Hannað fram í tímann Mér lék forvitni á að vita hvernig væri að vinna svona langt fram í tímann, en hönnuður hannar lín- una ári áður en hún kemur út. Hugsa þær þá stundum þegar lín- an loksins kemst í búðir ohh. .. ég hefði átt að gera hana öðruvísi? „Nei, þú hugsar ekki um það. Þú vinnur bara að línunni og klárar hana og síðan heldur þú áfram að vinna að næstu línu þannig að þú hugsar ekki mikið um það að þú sért að vinna svona langt fram í tímann. Mér líkar tíska út af því hún gerist hratt en það versta er að hönnunin er aðeins 10% af vinnunni og hitt er allt viðskipti" segir Helle. íslendingar og tíska „Mérfinnst íslendingar vera mjög meðvitaðir um hvað er að gerast annarsstaðar í heiminum. Það er eins og það sé búið að setja smá hluta af London, Berlín, New York og fleiri borgum á þennan pínu- litla stað. 240.000 manns á öllu landinu! Það er ótrúlegt því það er svo mikill áhugi á list hérna og þið þorið líka að fara nýjar leiðir. ísland gefur manni mikinn innblástur og er mjög hvetjandi" segir Helle og Anna er henni sammála. „Já, þú sérð líka hversu mikið áhuginn á tísku hefur aukist. Undanfarið Sumar 2006 Yako Yashitake. Stíisti: Anna Clausen. Myndir: Angela Hill hefur sprottið upp mikið af litlum hönnunarbúðum þannig að það er mjög mikill áhugi og mikið af hæfileikum hér. Fólk er heldur ekki hrætt við að skapa sinn per- sónulega stíl og að stíga út úr þess- um litla kassa." Ég kveð þær Önnu og Helle að sinni og held áfram minni leið og get ekki annað en fyllst þjóðern- iskennd, við erum best í öllu ... meira að segja í að klæða okkur... allavega verðum við það eftir að námskeiði þeirra lýkur Hrefna Björk Hilmar Smári -18 árs Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík? I don't know. Hvað heitir höfuðborg Sviss? I don't know. Hver fékk bókmenntaverðlaun Nóbels íár? I don't know. Hvað heitir utanríkisráðherra? I don't know. Hvað heitir maðurinn hennar Gwyneth Paltrow? Ég veit það ekki. Emil Ásgrímsson - 20 ára Hvað heitir borgarstjórinn í Reykjavík? Hún heitir Ragnheiður Ásta eða eitt- hvaö svoleiðis. Hvað heitir höfuðborg Sviss? Zurich eða Bern. Hver fékk bókmenntaverðlaun Nóbels í ár? Ég hef ekki hugmynd um það Hvað heitir utanríkisráðherra? Það var Davíð Oddsson en ég veit ekki hver það er núna Hvað heitir maðurinn hennar Gwyneth Paltrow? Chris Martin Rétt svör: Hvað heitir borgarstjórinn í Reykja- vík? Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hvað heitir höfuðborg Sviss? Bern Hver fékk bókmenntaverðlaun Nóbels í ár? Harold Pinter Hvað heitir utanríkisráðherra? Geir H. Haarde Hvað heitir maðurinn hennar Gwy- neth Paltrow? Chris Martin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.