Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 29

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 29
SKÁLDIÐ: Hvort værirðu til í að vera kona, eða karl með brjóst? KLIPPARINN: Karl með brjóst, en þú? SKÁLDIÐ: Karl með brjóst. Þá gæti ég haft barn é brjósti. KLIPPARINN: Næs, heima að horfa á Sex and the city með barn á brjósti. SKÁLDIÐ: Tótallí. Meat Loaf SKÁLDIÐ: Talandi um Meat Loaf, þá lék hann mann með brjóst í myndinni Fight Club. KLIPPARINN:Já, skemmtilegteng- ing þar. Meat Loaf hefur einmitt lengi verið mikill talsmaður kven- réttinda og þess vegna lét hann græða á sig brjóst í þágu þeirra. Neihhh... SKÁLDIÐ: En, bíddu. Maður hef- ur ekkert heyrt af honum lengi. Er hann að gera eitthvað. Var hann á Airwaves? KLIPPARINN: Nei, hann var á Ha- irwaves. SKÁLDIÐ: Já, heyrðu. Hann var með svona metal klippingu. Er það ekkert að koma inn aftur. KLIPPARINN: Jú, jú, en það voru alltaf flott plötukoverin hans. Það var alltaf svona aðalið með Meat Loaf. Girnileg kover. Ég man eftir því að pabbi átti eina plötu með honum þegar ég var lítill. Bat out of Hell. Var alltaf að skoða umslag- ið. Svo þegar ég setti plötuna á þá varð ég alltaf fyrir sömu vonbrigð- unum. SKÁLDIÐ: Ég man að ég heyrði stundum þessa plötu í partíum úti á landi og oftar en ekki var svona lítill bar í horninu á stofunni á þeim heimilum sem þessi plata var til á. KLIPPARINN: Já, hornbar. Einmitt. Þá var ekki svona heitur pottur í horninu, heldur hornbar. SKÁLDIÐ: Heiti potturinn kom síð- ar. Þegar Islendingar urðu sáttari við líkama sinn. Tóku hann í sátt. KLIPPARINN: En Meat Loaf tók aldrei líkama sinn í sátt. Þú veist. Hann er með brjóst. SKÁLDIÐ: Kannski er hann með börn á brjósti. KLIPPARINN: Já, ég held að hann vinni við þetta. Sé með svona þrjú til fjögur börn á brjósti. Þetta er víst voðalega mikið í gangi í New York í dag... Unglingar í sjoppum KLIPPARINN: Hékkst þú eitthvað í sjoppum? SKÁLDIÐ: Nei, gerði það aldrei. En þú? KLIPPARINN: Já, ég hékk mikið á Hlíðarenda sem var sjoppa á Hvol- svelli. SKÁLDIÐ: Vinur minn, sem hékk einmitt í sjoppu þegar hann var unglingur, sagði mér að það hefði alltaf bara verið pissað í hornið á sjoppunni. KLIPPARINN: Hvarvarþað? SKÁLDIÐ: Það var einhver skrít- in sjoppa. Held að það hafi verið dónakall sem átti hana. KLIPPARINN: Sem fílaði kannski bara að láta pissa í hornin? SKÁLDIÐ: Já. KLIPPARINN: Ég pissaði bara alltaf á fatlaða klósettinu. Það var geð- veikt næs. Ég settist alltaf bara... ég sit sko þegar ég pissa... og setti hendina svona on á gaurinn sem er auka þú veist og.... SKÁLDIÐ: Á maður að gera þetta? Sitja bara þegar maður þarf að pissa? KLIPPARINN: Já, og bara slappa af þú veist. Njóta þess að pissa. Óþarfi að standa þegar maður get- ur setið. Eins og núna ef við mynd- um standa i þessu viðtali. Það væri fáránlegt. Það væri allt miklu þvingaðara... SKÁLDIÐ: Gætirðu hugsað þér að eiga sjoppu? KLIPPARINN: Nei, en ég gæti hugsað mér að Maggi Lego ætti myndbandaleigu (innskot blaða- manns; Já, ekki spurning. Þó ekki útdautt. Ætlaði að fara hringinn og gera heimildarmynd um þetta fyrirbæri. SKÁLDIÐ: Já, nú eru þeir bara heima hjá sér. KLIPPARINN: Bara í tölvunni. SKÁLDIÐ: Bara í einhverri net- sjoppu. KLIPPARINN: Já, einmitt. En ég kann sjoppusögu. Vinur minn var einu sinni að reyna að höstla stelpu og þegar hún spurði hann hvað hann gerði þá svaraði hann: Ég rek lúgusjoppu í Smugunni.... Hún alveg -vá, er það? Og hann... Já, en ég er samt oft bara einn þarna. Stundum koma ekki skip svo dögum skiptir... Ást KLIPPARINN: Vá, það er bara úr unglingum sjoppum yfir i ást! Hvað með ást í sjoppum? SKÁLDIÐ (leikrænn): „Hvar hittust þið?" „í sjoppu..." KLIPPARINN: Sjoppa getur verið svo margt líka. Eins og til dæmis á hárgreiðslustofunni. Stundum kemur einhver inn og það er lítið að gera... Þá segir fólk: „Kva, er ekkert að gera í sjopp- unni?" Sjoppa getur verið allt sem fólki langar til. Það má segja að ég hafi orðið ástfanginn í sjoppu. Eða byrj- að að deita í sjoppu. SKÁLDIÐ: Ég varð einu sinni hrif- inn af stelpu sem var að vinna í sjoppu. KLIPPARINN: (hlær)...ég líka... SKÁLDIÐ: Ég hafði aldrei talað við hana og haföi aldrei heyrt hana tala. Svo kom að því að ég unni sem varð ekki... hefði hún bara haft vit á því að halda kj.... Einkaþjálfarar KLIPPARINN: Vinur minn er einka- þjálfari. Hann bauðst til þess að gera mig að köttaðasta klippara landsins. Ég átti að mæta klukk- an átta á morgnana í einvígi gegn öðrum klippara, og ég haaattta hlaupabretti. Þannig að ég sagði bara neeeeiii - ég ætla ekki að verða köttaðasti klippari landsins. SKÁLDIÐ: Vinur minn var með einkaþjálfara sem var víst svo leið- inlegur. Talaði og talaði og talaði og talaði bara um prótein og kol- vetni. Hann var bara leiðinlegur. KLIPPARINN: Minn vinur er skemmtileguroggóðurgaur. Þann- ig að ég hugleiddi það einmitt í fyrsta sinn að fara í einkaþjálfun. Af því hann er kúl gaur. Byrjaði á þessu af því hann er að spila körfubolta með Fjölni. Svo bauðst honum vinna sem einkaþjálfari og hann smalaði saman vinum sínum í þjálfun. Svo er þetta bara morgun- partý. Allir léttir á bárunni. Ekkert að tala um prótein. Bara bernsku- brekssögur. SKÁLDIÐ: Maður á bara að spila fótbolta. KLIPPARINN: Já, ég er líka á því að maður eigi bara að gera eitthvað tvisvar í viku. Einhverjar bolta- íþróttir. Eitthvaðsem manni finnst skemmtilegt. SKÁLDIÐ: Old boys fótbolti. KLIPPARINN: Ég var í bumbunni í KR. Það er einmitt þannig. Er ekki hægt samt að einkaþjálfa eitthvað annað en líkamann? Er ekki hægt að þjálfa fólk í að vera í stuði. Stuð- þjálfun. Eða til dæmis í að fara i svona viðtöl eða eitthvað? SKÁLDIÐ: Eða bara í að vera mann- eskjur. Svona life coaching. Vinur minn er einkaþjálfari. Hann bauðst til þess að gera mig að köttaðasta klippara landsins. Hvort værirðu til í að vera kona, eða karl með brjóst? væri nema bara fyrir nafnið: Mynd- bandaleiga Magnúsar Lego)... Ég myndi hanga svolítið þar. Þetta var alltaf þannig að maður fékk gefins franskar sem átti að henda - og vatn. Svo var maður bara að hanga í sjoppu. Það var svolítið mikiðþannigþúveist...enungling- ar í sjoppum. Ég held að þetta sé spurði hana hvort hún ætlaði að gera eitthvað um kvöldið. Þá svona rumdi í henni eins og Ijótum karli... „Kvvaaa... ég veitðagiiii"... Þá hafði hún rosalega fráhrindandi rödd. Svona skræka og dimma rödd. Bæði í einu. Ógeðslega skrít- in rödd. Þá gekk þetta ekki. Átti bara ekki að verða. Ástin í sjopp- KLIPPARINN: Ég hef reyndar farið til þannig einkaþjálfara. SKÁLDIÐ: Það er víst mikið í New York... Hvað ætlaði ég að verða þegar ég var lítill? KLIPPARINN: Ég vildi verða klipp- ari eða rokkstjarna og núna er ég bæði. Svo ætlaði ég líka að verða kafari. En ég tek það bara þegar ég fer til Kanarí um jólin... en þú? SKÁLDIÐ: Ég ætlaði að verða slökkviliðsmaður en svo fór ég til námsráðgjafa og hún spurði: Hva, af hverju viltu verða slökkviliðs- maður... og þá sagði ég: Af því eld- urinn kallar á mig... KLIPPARINN: Jaaajájájájá.... SKÁLDIÐ: Hún sagði: Nee- eiiiiiiii... KLIPPARINN: Fórstu í svona próf? SKÁLDIÐ: Já... KLIPPARINN: Og hvað kom út úr því? SKÁLDIÐ: Það var ekki sagt beint út, en það var ýjað að því að ég ætti að reka stórfyrirtæki. IBM eða Boeing, eitthvað á þeim skala. KLIPPARINN: Og þú ert í svipuð- um pælingum í dag er það ekki? SKÁLDIÐ: Jú, ég er bara að bíða eftir að þeir hringi frá Hewlett Packard. Bindi KLIPPARINN: Notar þú bindi? SKÁLDIÐ: Stundum. En ég kann ekki að binda bindishnút. Ég er al- inn upp af konu. Þær kunna þetta. En ekki ég. KLIPPARINN: Pabbi kenndi mér að gera bindishnút. Mjög klass- ískt. Ég kann samt bara að gera eina tegund sem er frekar slappt af því ég á að vera svona tísku- gaur sem kann að gera fjóra, fimm hnúta. Stúdera blaðið sem Sævar Karl sendir í pósti. En það er kúl að kunna að gera þetta af því þá get- ur maður reddað svona eldri körl- um í veislum sem eru komnir með rugl í hnútinn og þannig kemur maður sér í mjúkinn. En ég á samt ógrynni af bindum. En þú? SKÁLDIÐ: Ég á tvö eða þrjú bindi. Þeirra á meðal er fermingarbind- ið. Bindindi SKÁLDIÐ: Ertu í bindindi? KLIPPARINN: Nei, ég er í engu bindindi. Ekki núna. SKÁLDIÐ: Er það ekki bara svona þannig að allt er keyrt í botn og svo er farið í bindindi? KLIPPARINN: Jú, þú ert í bindindi er það ekki? SKÁLDIÐ: Jú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.