Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 38

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 38
Árið hefur einkennst af mikilli grósku í íslenskri tónlistarútgáfu og í nóvembermánuði bætist enn í plöturekkanna. Systkinin KK og El- len senda frá sér diskinn Jólin eru að koma þann 15. nóvember hjá 12 Tónum og á svipuðum tíma koma þar út plötur frá Úlpu og Mugison. Hafnfirsku rokkararnir í Úlpu hafa átt gott ár og Ijúka því með útgáfu plötunn- ar Attempted Flight By Winged Men. Úlpa er þrusuflott tónleika- band og þeir sem hafa fylgst með strákunum bíða spenntir eftir nýjustu afurðinni og þeim tónleikum sem eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Mugison hefur fengið frábæra dóma fyrir fyrri plötur sínar og væntingarnar fyrir nýjustu plötunni, A Little Trip, eru því miklar en ekki er hægt að kvarta yfir frammistöðu á árinu þar sem hann heillaði til að mynda Hróarskeldugesti upp úr skónum og hélt alveg hreint brjálaða tónleika á Innipúkanum. íslensku Idol-stjörnurnar taka að sjálfsögðu þátt í jólaplötuflóðinu og bæta í koverplötusaf nið. Jón Sigurðs- son sendir frá sér aðra plötuna í röð, Heiða gefur út sjálftitlaða frumraun og Idol-kvartettinn Heitar Lummur syngjur íslensk dægurlög á fyrstu breiðskífu sveitarinnar. Smekkleysa er auðvitað líka með fullt í gangi og má þar meðal annars nefna væntanlegar plötur frá Diktu, Sigga Ármann, Hairdoctor, Eyjólfi Þorleifs og Megasukk. Hunting For Happiness er önnur breiðskífa Diktu en fyrsta plata þeirra, Andartak, kom út árið 2002 og fékk mjög góðar viðtökur og það er enginn annar en Ace, gítar- leikari Skunk An- ansie, sem sá um upptökustjórn á nýju plötunni. Ha- irdoctor, sem eru þeir Jón Atli og Árni voru alveg frábærir á Airwa- ves og þrátt fyrir að spila snemma á löngu kvöldi náðu þeir upp ríf- andi stemmningu á Nasa. Það verð- ur því hressandi að geta skapað sömu geðveikina heima í stofu með Shampó í græjunum. Frægðarstjarna Sigga Ármanns fer vaxandi eftir því sem fleiri sjá hann spila á tónleikum og eru til að mynda einhverjir útlend- ingar að vinna að heimildarmynd um hann. MusicForThe Addictederönn- ur breiðskífa hans auk tónleikaplötu sem hann sendi frá sér í fyrra og má búast við einhverju eðalefni. Að lokum er platan In Cod We Trust með Ghostigital alltaf á leiðinni, von- andi kemur hún bara sem allra, allra fyrst. 38 Tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson hefur verið að vinna að plötunni Ósögð orð og ekkert meir og er hún sérstök fyrir það leiti að á henni still- ir hann saman tveimur kynslóðum tónlistar- fólks sem saman leika tilraunakennda rokk- tónlist samda af Rúnari sjálfum auk Láru Rúnarsdóttur og Karls Henry. Á plötunni má finna auk Rúnars þá Sigtrygg Baldursson, lirni'ili —nr ;r~- —— Harald Þorsteinsson og Jens Hansson sem fulltrúa eldri kynslóðarinnar og Kalla úr Tenderfoot, Bigga Maus, Katrínu úr Mammút, Daða fyrrum Jagúarmeðlim, Egil og Ragnar úr Sign og Láru Rúnarsdóttur úr yngri kynslóðinni. Hvert lag á disknum er síðan flutt af mismunandi samsuðu úr þessum hópi þar sem ólíkum hljóðfærum og söngröddum er blandað saman. „Ég var í námi í vetur og las mikið menningarfræði og heimsspeki og fékk mikinn áhuga á því hvernig kynslóð tekur við af kynslóð" segir Rún- ar og kviknaði þá konseptið á bakvið plötuna. „Þessi músík sem ég er að spila er kannski ekki dæmigerð fyrir mann á mínum aldri. Ég er að reyna að búa til skapandi rokktónlist og fylgist með því sem er að gera hjá böndum í dag og hef áhuga á að starfa með skapandi fólki" bætir hann við. Allur þessi hópur sem að plötunni koma er nefnilega að skapa ólíka tónlist hvert í sínu horni en kemur hér saman og nær að skapa mjög heilsteypt og glæsilegt verk, ólíkt öðru sem við höfum heyrt í lengri tíma. Platan kemur í verslanir á næstu dögum. það er einhvernveginn þannig: yfirfullir öskubakkar og brotnar bjórflöskur, slitnir skór og skítugar buxur líka. Staðinn bjór, daginn eftir partý eftirpartý & það sem virtist góð hugmynd kvöldið áður nagar þig í magann og að innan. Skynsemi - hey! Skynsemi - nei! Skynsemi lönd og skynsemi leið, í nokkra daga. Partýið er búið, en það þurfti einhverntíma að enda því annars hefði það varla, getað kallast partý. Of oft kveðin vísa segir sem svo að „það er ekkert fjör að hafa alltaf fjör, því þá, tæki maður aldrei eftir fjörinu". Og þetta er satt - lífið er búið til úr allskonar reynslum og tengslum og ekkert er í rauninni eftirsjárvert nema miðjumoð og statuskvó. Og þetta var gaman - í nokkra daga fylltist miðborg Reykjavíkur af krafti, gleði, tónlist, hóreríi, plöggi, plöggi, plöggi, plöggi, plöggi, plöggi, plöggi og - í röðum laugardagskvöldsins og reyndar annarra kvölda líka - gremju. En eftiráaðhyggja var þetta gaman, ég er syfjaður og ef ekki væri fyrir froststillur og sólskin dagsins i dag myndi ég sennilega tárast lítið eitt. Nei. Ég er mjög harður gæji. En afstaðin Airwaves var fyrir mestanpart mjög jákvæð reynsla (allavega ef maður þekkti gott passa-lið) og þar báru íslensku böndin af. Eins og Jakobínarína, til dæmis. Þeir þóttu slá í gegn - og það af góðu tilefni. Allar sveitir sem hafa þybbna, Ijóshærða gítarleikara innbyrðis voru líka magnaðar á hátíðinni. Skátar, t.d. Og ein eða tvær fleiri. Mæli með þeim. En nóg um Airwaves; ég er eiginlega orðinn leiður á tónlist. Og þá er mikið sagt. En það þurfti líka mikið til. Stakt lag, sé það vel gert og af natni, getur þrýst hundrað árum af mennsku í þrjár mínútur og þrjátíu sekúndur. ■U Það er annars áhugavert að velta m því fyrir sér hvaða gildi við leggjum í tónlist. Hverju sækjumst við eftir þegar hún er annars vegar og hvað viljum við forðast. Ég held að það sé mjög mismunandi og jafnvel tilfallandi hvaða merkingu fólk yfirfærir á músíkina sem það hlustar á. Tungumálið er mjög ófullkomið, það dugar enganveginn til þess að skýra allt sem hrærist inni í okkur. Það eru ekki til orð yfir allt. Oft er í samræðum meira sagt með því sem látið er ósagt. Það er önnur klisja. En það er líka þess vegna sem við misskiljum hvert annað og förum í stríð og erum stundum leiðinleg og vond og lokuð af, en það er líka þessvegna sem við þurfum og höfum fyrirbæri eins og list til þess að gera okkur lífið bærilegt. Tónlist, myndlist, dans, leiklist, Ijóð og svo bókmenntir. Ein listgrein fyrir hvern stakan hlut sem fyrirbærið manneskja samanstendur og er gerð af. Fleiri. Sumir hafa þróað og þroskað form- og litaskyn og með það að vopni geta þeir hinir sömu tjáð sig gegnum myndræna miðla og tekið á móti tjáningu annarra á sama máta. Þetta á reyndar við um alla, en mismikið. Tónlist er aðeins öðru marki brennd, því hún hefur líka orð og takt og harmóníur. Allir eru þeirrar skoðunar að þeir eigi að „fatta" tónlist, en ég held að það sem aðskilji heltekna, eins og mig sjálfan og rosa rosa marga aðra (mér dytti aldrei í hug að þykjast einstakur. „You are not a beautiful, unique, snowflake.") sé hæfileikinn til þess að draga tilfinningar og hugmyndir úr því sem á endanum er ekki annað en flöktandi bylgjur af ögnum, búnar til úr flöktandi bylgjum af ögun. Það geta allir haft gaman af næs melódíu sem sett er fram á ó-móðgandi máta, en þessir geðveiku verða að finna rétta samsetningu tóna, takta og texta (í mismunandi hlutföllum enginn einn hluti er nauðsynlegur en allir eru þeir nægjanlegir fyrir heildarmyndina) til þess að lifa og fá fróun fyrir það sem býr innan í þeim. Stakt lag, sé það vel gert og af natni, getur þrýst hundrað árum af mennsku í þrjár mínútur og þrjátíu sekúndur. „Og hver er þá punkturinn? Hvað varstu eiginlega að meina sem er svona merkilegt að til þess hefurðu þurft 376 orð - heil 2149 slög (með bilum) - til að segja?" Kannski þetta: „Öll tónlist er mér mjög mikilvæg vegna þess að hún hjálpar mér að segja það sem ég á ekki orð yfir - og að hugsa án þeirra. Fyrir mér er tónlist það listform sem hlutgerir þau huglægu fyrirbæri sem gera mig að manneskju og þessvegna þarf ég að hlusta á hana eða jafnvel búa hana til; hún hjálpar mér að vera til og það er þessvegna sem ég verð reiður eða leiður þegar mér þykir illa með hana farið eða henni sýnd óvirðing, því óvirðingin er ekki aðeins við listformið heldur líka við mannleikann sem það samanstendur af. Og ég held að hún gegni svipuðu hlutverki fyrir marga þarna úti, en ég held líka að mjög margir fái sína fróun annarsstaðar. í bíó eða ballett, t.d. Og auðvitað eru línurnar stundum óskýrar og maður sviptist á milli. Og auðvitað eru engin stigveldi þarna að verki .Og auðvitað er ekkert af þessu er meðfætt - það þarf mikla vinnu til þess að njóta einhvers fyrirbæris til fullnustu. En hún er þess virði. Því maður lærir nýjan orðaforða og nýjar leiðir til tjáskipta og til þess að horfa á lífið. Og til að vera manneskja. Það er mikilvægt að vera manneskja." Plata til að kaupa eða stela í þessum mánuði: Sun Kil Moon - Tiny cities. Stórmeistarinn Mark Kozelek (Red House Painters) spilar lög stórmeistarans Isaac Brock (Modest Mouse) og úr verður stórmeistaralegt stórmeistarastykki sem hentarjafnt ísaumaklúbbinn sem danspartýið. Ég myndi mæla meðfleiri diskum, en það þarf eiginlega ekki. Og þó. Ég hitti Þóri niðrí bæ um daginn og svo fékk ég diskinn hans, "Anarchists are hopeless romantics." Það er magnaður diskur og þessi Þórir er vinalegur náungi. Nú vantar bara disk frá Gavin Portland. hauxotron@hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.