Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 42

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 42
áhugaverðar greinai »nir lesenda í hverjur tðtuverðar breyting það er se Sálfræðingar hafa lengi stúderað hugmyndir manna um fegurð og reynt að varpa Ijósi á það í hverju hún felst. Rannsóknir hafa sýnt fram á að breytingar verða á því sem fólki finnst fallegt. Ákveðin trend eru gjarnan í gangi en með tímanum eiga breytingar sér stað. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um eðli þessarra breytinga. Þar á meðal kenning sem snýst um það að umhverfið sem einstak- lingurinn býr við hafi áhrif á það sem honum finnst ákjósanlegt eða aðlaðandi í andlitsdráttum eða lík- amsvexti annarra. Þessar breyting- ar eru þannig meðal annars háðar samfélagslegum þáttum eins og breytingum á efnahags- og at- vinnuástandi eða öðru sem ýmist ógnar eða ýtir undir það öryggi sem hinn almenni borgari upplifir í gegnum umhverfi sitt. Ef félagslegt dálæti er skoðað út frá breyttum þjóðfélagsaðstæð- um má sjá að samfélagið hefur tilhneigingu til þess að velja eða kjósa ákveðið útlit fram yfir annað. Ef fólk býr til dæmis við óöryggi eða óstöðugleika leitar það eftir auknu öryggi sem endurspeglast til dæmis í því að sumir leiðtogar eru taldir hæfari en aðrir útlits síns vegna. Svo virðist vera sem einstak- lingar með minni augu, sterklegri kjálka og grennra, mótaðra and- litsfall veki frekar upp tilfinningar tengdar trausti þegar hart er í ári heldur en hinir sem hafa barns- legra andlitsfall, stærri augu og fíngerðari vangasvip. Þetta kem- Playboy var meö fyrstu miðlunum til að fjalla um og gefa upplýsingar um AIDS Einu sinni hefur löm- uð kona verið leikfé- lagi á síðum Playboy. Ellen Stohl sem lam- aðist í bílslysi skrifaði blaðinu og bað um að það yrðu teknar myndir af henni. Hún vildi vekja athygli á því á að lamaðir væru líka kynverur. einu sinni á ári. Tölur sem gáfu til kynna aldur, hæð, þyngd, brjósta- , mjaðma og mittisummál fjörutíu Playboy stúlkna sem höfðu verið valdar leikfélagar ársins frá 1960 voru skoðaðar. Samhliða þessu var Fyrsta Playboy blaðið kom út í nóvember árið 1953. Hugh Hefn- er var aðeins 27 ára gamall þeg- ar hann gaf út það sem átti eftir að verða eitt mest lesna tímarit sögunnar. Forsíðu fyrsta blaðsins prýddi Marilyn Monroe en blaðið var ódagsett svo það gæti staðið sem lengst í hillum búðanna vegna þess að ekki var víst að annað Play- boy tímarit kæmi út. Vinsældirnar létu hins vegar ekki á sér standa. Blaðið hlaut viðtökur sem voru framar vonum og seldist í 50.000 eintaka. Á innan við ári var blaðið það vinsælasta á markaðnum og í lok 6. áratugarins var fjöldi les- enda í hverjum mánuði farin að nálgast milljón. í blaðinu hafa birst mikið af góð- um greinum og viðtölum við mjög þekkta einstaklinga eins og Malc- olm X, Martin Luther King, Ara- fat, Salvador Dali, Orson Wells og Stephen Hawking. Blaðið er þó lík- lega frægast fyrir leikfélaga mán- aðarins, myndir af fallegum nökt- um konum sem hafa prýtt blaðið, en Hefner lagði áherslu á það til að byrja með að konurnar sem birt- ust í blaðinu líktust „stúlkunni í næsta húsi" frekar en fjarlægum draumi. Samt sem áður hafa marg- ar þekktar konur setið fyrir í blað- inu (þrátt fyrir mikla gagnrýni fem- inista) og má þar nefna konur eins og Sophiu Lauren, Brigitte Bardot, Kim Basinger og Cindy Crawford. En hvað er svona eftirsóknarvert við naktar konur? Eru menn svona hrikalega sammála um hvers kon- ar konur eru fallegar? Vilja menn bara grannar konur, með stór augu, lítið nef, fíngerðan kjálka og þrýstnar varir, brjóstastórar og mittisgrannar? ur til dæmis í Ijós þegar litið er til þess hvaða leikkonurvoru frægast- ar um og eftir seinni heimstyrjöld- ina (1939-1945) þegar fólk hafði þörf fyrir aukið öryggi vegna óstöðugleika í þjóðfélagsmálum. Leikkonur á borð við Ingrid Berg- man og Katherine Hepburn voru vinsælastar en þessar konur höfðu mjóleitt, fullmótað andlit, ákveð- in kinnbein og lítil augu, andlit sem vakti upp ákveðnartilfinning- ar hjá almenningi sem hreifst af einstaklingum sem virtust sterkir og þroskaðir. Með bættum hag almennings urðu hins vegar ítur- vaxnari konur með mjórra mitti og barnslegra andlit eins og Brigitte Bardot vinsælli. Playboy playmate of the year! Svipaðar niðurstöður komu fram í rannsóknsemvargerðáopnustúlk- um Playboy tímaritsins og birtust í tímaritinu Personality and Social Psychology Bulletin. Skoðaðir voru leikfélagar ársins hjá Playboy á 40 ára tímabili frá árinu 1960 og fram til ársins 2000, en leikfélagi ársins er kosinn af lesendum blaðsins Mest selda Playboy blaðið kom út í nóv- ember 1972 en þá seldust 7,161,561 ein- tök. Leikfélagi mánað- arins var hin sænska Lenna Sjööblom. Fyrst sást í skapahár á síðum blaðsins í janúar 1971 en þá sást rétt glitta í skapahár Liv Lindeland en í kjölfarið var hún kos- in leikfélagi ársins. Fyrsta tímaritið sem ekki voru nein skapa- hár til staðar var í september 2001 en þá var leikfélaginn Dal- ene Kurtis algjörlega strippuð að neðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.