Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 43

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 43
efnahags- og samfélagslegt ástand hvers árs metið út frá tekjum og hagvexti, atvinnuleysi, dánar- og fæðingartíðni, tíðni hjónabanda og skilnaða, fjölda morða og sjálfs- morða. Þessi atriði voru metin fyrir hvert ár frá 1960 og fram til ársins 2000. Mælingar á leikfélögum árs- ins hjá Playboy voru svo bornar saman við tölur á efnahags- og samfélagskvarðanum. Niðurstöðurnar studdu meðal annars kenninguna um að um- hverfi fólks hefði áhrif á félagslegt dálæti þar sem fólk hefur tilhneig- ingu til þess að leita eftir traust- vekjandi eiginleikum í fari annarra sem vegur upp skortinn á öryggi í umhverfi þeirra. Þegar hart var í ári þá voru eldri og hávaxnari Play- boy stúlkur, með breiðari mjaðmir, minni brjóst og minni augu frekar valdar sem leikfélagi ársins en þeg- ar hagur fór að vænkast voru hins vegar yngri og lágvaxnari Playboy stúlkur, með stærri augu, grennra / september 1991 birtust nektarmynd- ir af kynskiptingn- um Tulu Cossey. í Sinapore er bann- að með lögum að selja Playboy mitti og stærri brjóst valdar sem leikfélagi ársins. ÞegaraldurPlayboy leikfélaganna var skoðaður út frá mælingum á þjóðarhagnum mátti sjá ákveðna fylgni þar á milli. Á árunum 1964, 1980 og 1999 þegar ástandið var nokkuð gott í Bandaríkjunum þá voru þær stelpur sem voru valdar leikfélagar ársins mjög ungar eða á aldrinum 18-20 ára. Hins vegar á árunum 1972, 1986 og 1994 þegar ástandið var lakara þá voru valdir leikfélagar sem voru töluvert eldri eða 25-33 ára gamlar. Sömu sveiflur má sjá ef hæð leik- félaga ársins er skoðuð. Því verra sem ástandið var því hávaxanari stúlkur þóttu bera af. Til dæmis 1986 og 1994 þá voru stúlkurnar sem voru valdar um 180 cm á hæð en þegar ástandið var betra þá völdu lesendur frekar stúlkur sem voru undir 170 cm. Rannsakendur skoðuðu líka þyngd stúlknanna ásamt ummáli mittis- og mjaðma á 20 ára tima- bili frá árinu tæplega 1959-1978. Niðurstöður bentu til þess að stúlk- urnar voru að léttast og voru að verða mun léttari heldur en með- alkonan var á þessum tíma. Því meira sem var í boði til að bíta og brenna því grennri urðu konurnar. Ummál mittis- og mjaðma var líka minna heldur en meðalkvenna á þessum tíma og fór minnkandi yf- ir þetta 20 ára tímabil en ummál brjósta fór stækkandi á sama tíma. Playboy stúlkurnar voru að léttast og meðalþyngd þeirra var 13-19% lægri heldur en meðalþyngd með- alkonunnar. Árið 1960 var með- alþyngd Playboy stúlkna 91% af meðalþyngd meðalkvenna. Ef meðalkonan er um 63 kg þá væri meðalþyngd Playboy stúlkunnar árið 1960 um 57 kg. Tæpum 20 árum seinna var meðalþyngd Play- boy stúlkunnar hins vegar aðeins um84% af meðalþyngd meðalkon- unnar þannig að meðal Playboy stúlkan væri þá um 52 kg. Þannig hafa opnustúlkur Playboy og ann- arra tískutímarita með tímanum orðið grannari, leggjalengri, mitt- ismjórri og brjóstastærri. Þrátt fyrir mikinn glans og gla- múr sem hefur einkennt tímaritið þá hafa myndirnar með tímanum orðið grófari og mun meira sést af stúlkunum. Fyrstu Playboy fyrirsæt- urnar voru hversdagslegri enda var hugmynd Hefners í upphafi sú að leggja áherslu á kynþokka kvenna sem voru frekar líkar "stúlkunni í næsta húsi" heldur en konum sem voru eins og fjarlægur draum- ur. Stúlkurnar voru íturvaxnar og brjóstamiklar frá náttúrunnar hendi ólíkt því sem tíðkast í dag þar sem hver leikfélaginn á fætur öðrum er með uppblásinn brjóst á borð við risavaxnar blöðrur. í kringum 1960 og 1970 þá mátti finna ekta konur í blaðinu eins og Jane Fonda, Sophiu Lauren, Jayne Mansfield og Brigitte Bardot. En um þessar mundir birtast frekar mynd- ir af glímukonunni Chyna eða ruglu- dallinn Önnu Nicole Smith. Einstaka leik- konur láta mynda sig eins og Drew Barry- more og Shannon Doherty (úr Beverly Hills 90210) en engin hinna stóru stjarna á borð við Nicole Kidman og Angel- inu Jolie láta sjá sig þarna. Klassinn yfir myndunum er farinn og eftir stendur lítið annað en háir hælar og of mikill varalit- ur. "Þegar hart var í ári þá voru eldri og hávaxnari Playboy stúlkur, með breið- ari mjaðmir, minni brjóst og minni augu frekar valdar sem leikfélagi árs- ins en þegar hagur fór að vænkast voru hins vegar yngri og lágvaxnari Playboy stúlkur, með stærri augu, grennra mitti og stærri brjóst vald- ar sem leikfélagi árs- ins. " / blaðinu birtist viðtal við Ameríska nazistan George L. Rockwell. Hann leyfði blaðamann- inum að taka viðtal við sig eftir að hafa fullvissað sig um að hann væri ekki gyðingur. Blaðamað- urinn sagði honum hins vegar ekki að hann væri svartur en þegar Hr. Rock- well komst að því þá krafðist hann þess lífvörður væri viðstaddur og hafði byssu við höndina allan tímann sem á viðtalinu stóð. 1964 fékk leikfélagi ársins 250 doll- ara fyrir en 1994 fékk leikfélaginn 100.000 dollara. Cindy Crawford birtist í júli hefti Playboy árið 1988 Playboy klúbbarnir voru nýjung í skemmtanalífi sjöunda áratugarins. Þeir urðu fljótiega vinsælustu klúbbarnir enda var veglega veitt og þjónustan sérstaklega góð og ekki sak- aði að konurnar sem þjónuðu til borðs voru afskaplega kynþokkafullar. Helsta aðdrátt- araflið voru vissulega Playboy kanínurnar sem sáu til þess að engum leiddist. Stanslaust stuð, glaumur og gleði einkenndu Playboy klúbbana og árið 1984 voru þeir orðnir um 40 talsins víðs vegar um heiminn. Fyrstu klúbbarnir sem opnaðir 1961 voru í Chicago, New Orleans og Miami og voru klúbbmeðlimir um 120.000 talsins. Frægir skemmtikraft- ar stigu reglulega á stokk og á milli þess var djammað og djúsað fram á rauða nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.