Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 44

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 44
Sænski Ijósmyndarinn Filip Cederholm tók forsíðumynd Orðlaus að þessu sinni, en hann var staddur hér á landi í síðasta mánuði ásamt að- stoðarmanni sínum Gambo við tökur fyrir karlablaðið FHM í Svíþjóð. Þrátt fyrir að vera einungis á miðjum þrítugsaldri hefur Filip upplifað fleira en flesta dreymir um - allt frá því að mynda jógabók í Indlandi, vera fótboltadómari í Portúgal, strippa fyrir peninga og ferðast um heiminn sem Ijósmyndari fyrir tískublöð. Filip og Gambo komu hingað til lands með sænskt módel sem mun prýða forsíðuna á jólablaði FHM í Svíþjóð. Þeir ákváðu þó að gera meira úr ferðinni og taka í leiðinni myndir fyrir sænskan ferðabækling og munu koma aftur hingað til lands til þess að vinna að því og ýmsum öðrum verkefnum sem detta í hendurnar á þeim. Það var margt sem heillaði félagana á klakanum, bæði kvenfólkið, náttúran og skemmtanalífið og þegar Orðlaus hitti þá á Ólíver voru þeir búnir að skoða hvern krók og kima af börum bæjarins milli þess sem þeir þeystust út fyrir borgina í leit að flottum tökustöðum. „Þetta er alveg ótrúlegt land. Það lítur út einsog tunglið þegar þú lendir í Keflavík en þegar maður kemurtil Reykjavíkur opnast bara stórar dyr þar sem er stanslaust partý" segir Gambo og Filip tekur undir það og pantar sér meiri bjór: „Reykjavík er mjög lítil borg og ef maður ber hana saman við smáborg í Svíþjóð þá eru svo miklu fleiri litl- ir og skemmtilegir barir og klúbbar hér. Ég var til dæmis búinn að heyra mikið af Sirkus og hélt að sá staður væri risastór vöruskemma en síðan er þetta vara pínkulítill skúr þar sem allir voru í miklu stuði." Byrjaði framann í fangaklefa Filip er þekktastur fyrir að taka myndir af konum, þá bæði fyrir tímarit og plötuumslög, en auk þess hefur hann verið að taka náttúrumyndir fyrir sjónvörp og vinnur að sínum eigin sjónvarpsþætti sem fjallar um Ijósmyndara sem ferðast um strendur heimsins til þess að fara á brimbretti og taka myndir af kvenfólki. Verkefnin hrannast upp og eflaust margir sem væru til í að vera í hans sporum. En hvernig byrjaði þetta ævintýri? „Þegar ég var 16. ára, fullur á tónlistarhátíð henti ég epli í hausinn á löggu og var hand- tekinn. í fangaklefanum hitti ég Ijósmyndara sem vann við að taka myndir af stelpum fyrir tímarit í Svíþjóð og komst í vinnu hjá honum við að bera draslið hans. Ég vann með honum í fjögur ár, eða þar til árið 2000, þegar ég skellti mér í ferðalag um heiminn. Ég ferðaðist um alla Evrópu, var í Indlandi, vann sem strippari, bjó í rúgbrauði í Mexíkó, vann sem köf- unarleiðbeinandi, bjó í Karabíska hafinu og flutti um tíma til Miami. Ég kom til baka til Svíþjóðar tveimur árum seinna og í september sama ár fór ég í fyrstu myndatökuna mína. Hún vatt upp á sig og ég er nú með stúdíó ásamt 5 öðrum í Stokkhólmi og fæ að ferðast út um allt." -Eitthvað sérstakt verkefni sem stendur upp úr? „Já, það er eitt sem ég gleymi aldrei. Ég og hópur af sænskum stelpum var fenginn til að koma á fótboltaleik á vegum UNICEF í Portúgal þar sem bestu fótboltamenn heimsins voru að spila, eins og Ronaldo og Figo. í hálfleik áttu stelpurnar að spila til þess að skemmta áhorfendum og ég var fenginn til þess að vera dómarinn. Ég sem hef ekkert vit á fótbolta stóð fyrir framan 30.000 manns á leikvanginum og varð að byrja á því að spyrja vin minn hvernig leikurinn færi fram. Ég blés í flautuna en fattaði ekkert að taka tímann og lét stelp- urnar bara spila og spila og var kominn langt yfir tímann þegar ég sé systur Figo sitja við leik- vanginn og kalla á mig að stoppa leikinn. Ég fór á svipaðan fótboltaleik árinu seinna í Sviss, en þarf varla að taka það fram að ég var ekki fenginn til að vera dómarinn í það skiptið." Lifa í drauminum Það eru ekki margir sem fá það tækifæri að sameina áhugamál sín og vinnu eins og Filip nær að gera með því að ferðast um heiminn með brimbrettið í annarri hendi og myndavél- ina í hinni og gerir hann sér vel grein fyrir því að hann hefur dottið í lukkupottinn. „Já, við erum að lifa í algjörum draumi. Mig hefur til að mynda alltaf langað til að koma til íslands og nú fæ ég tækifæri til að gera það á átta vikna fresti sem er alveg frábært. ( þessum bransa veit maður samt ekkert hvar maður á eftir að enda, ég hef til að mynda alveg örugg- lega ekki áhuga á að mynda stelpur fyrir tímarit eftir 10 ár. Ég vil bara halda öllum dyrum opnum og skemmta mér í leiðinni. Ljósmyndun er nefnilega lífsstíll og mestu skiptir að hafa gaman og njóta hvers dags" segja þeir félagar að lokum áður en þeir þurfa að yfirgefa b arinn og bruna upp á völl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.