Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 48

Orðlaus - 01.11.2005, Blaðsíða 48
Gegqjaðar búðir á ^ - ódýrt, falleqt og þægilegt. Ekki missa af þessul! ATTA BOÐORÐ HINNAR FULLKOMNU KÆRUSTU goðsögurnar upprættar Your Best Friends Closet: http://stores. ebay.com/your- best-f riends- doset Ó t r ú I e g a flottir glimmer- og glanskjólar, jakkar og peysur. Bjóðið nú í þetta áður en þið missið af þessu, alltaf eitthvað nýtt í boði. Saoirse Fine Vintage: http://stores.ebay.com/Saoirse-Fine- Vintage Allskyns fínerí, síðir kjólar í skemmtilegu sniði úr flottu efni. Retrochicque: http://stores.ebay. com/retrochique. Geggjaðir 80's kjólar og fleira sem leynist þarna, mikið í boði en það þarf svolítið að gramsa. VintEdge Castle: http://stores.ebay. com/the-vintedge- castle Allskyns kjólar, jakkar, Selongta Vintage Store: h t t p : / / s t o r e s . ebay.com/ s e I o n g t a - v i n t a g e - store Ef þig langar í flotta skyrtu kíktu þá hingað. Texti: Katrln Rut Bessadóttir 1. Leyfðu honum að fara að djamma með vinunum og ekki tuða ef hann gerir það. Þú getur verið heima og horft á Titanic og sett á þig andlitsmaska á meðan. (Stelp- um finnst sem sagt ekkert gaman að djamma og gera það helst ekki og vilja alls ekki að kærastinn djammi.) 2. Vertu sæt. Alltaf. Sérstaklega þegar þið eruð saman og líkur eru á að þið hittið einhvern sem hann þekkir. (Það skiptir meira máli að líta vel út en að heilla fólk með því sem þú hefur að segja) 3. Ekki tala "um framtíðina" og "hvert stefnir" þegar hann er að horfa á sjónvarpið og helst aldrei. (Stelpur horfa ekki á sjónvarp. Þær fá hins vegar ekki nóg af því að tala um sambandið og hvert það er að fara.) 4. Aldrei neita honum um kynlíf. Horfðu síðan á nokkr- ar klámmyndir til að læra af fagfólki hvernig kynlíf á að vera. Láttu alltaf eins og hann sé bestur í heimi, sama þó að þig langi frekar að lakka á þér neglurnar. (Stelpur hafa alls ekki gaman af kynlífi, stunda það þó stundum til þess að gleðja kærastann og halda honum góðum.) 5. Láttu hann sjá um að keyra, hann ratar miklu meira en þú og þekkir umferðarreglurnar líka betur. (Stelpur kunna ekki að keyra) 6. Ekki vera alltaf að hringja í hann, er ekki nóg að þið hittist á kvöldin og á morgnana? (Stelpur eru óþolandi uppáþrengjandi) 7. Ef þú ert með lítil brjóst, farðu í sílikon aðgerð. Ef þú ert með stór brjóst, flaggaðu þeim. Ekki of mikið samt. (Fullkomin brjóst eru lífsnauð- synleg) 8. Ekki röfla ef hann horfir á aðrar stelpur. Hann er nú einu sinni karl- maður, ekki satt? (Stelpum myndi ekki detta í hug að horfa á aðra karl- menn. Verða hins vegar snælduvitlausar ef kærastinn gjóir augunum í áttina að annarri stelpu) Samkvæmt þessum boðorðum - sem má finna á netinu og í fjölda kvennatímarita í mörgum og mismunandi útgáf- um - má ætla að allar konur séu sítuðandi, kynkaldar, móðursjúkar, tortryggnar, skertar af öllum sjálfstæðum vilja og algerlega háðar hinu kyninu. Hins vegar er minna til af boðorðum fyrir karla - sem segir þeim að vera hinn fullkomni kærasti. Hvers vegna er hulin ráðgáta. Reynum nú að greina þessi boðorð og komast að sannleikanum. Boðorð 1 Byrjum bara á 1. boðorðinu. Ef það væri staðreynd að karlmenn væru alltaf á djamminu á meðan stelpurnar bíða heima, arfavitlausar yfir út- stáelsi kærastans, væru þá ekki mikið fleiri strákar á djamminu en stelp- ur? Skemmtistaðirnir væru troðfullir af einhleypu fólki og guðslifandi fegnum kærustum sem skála við hvor annan á meðan kærusturnar bíða heima með tárin í augunum. Allir vita þó að svoleiðis er það ekki. Boðorð 2 Við verðum að gefa karlkyninu aðeins meiri viðurkenningu en svo að við trúum að þetta sé á óskalistanum. Við gerum allavega ráð fyrir því að þeir séu ekki alveg svona grunnhyggnir, annars getum við sem neitum að gera okkur sætar til að þóknast öðrum en okkur sjálfum bara farið að óska eftir sæðisbanka hér á landi. Boðorð 5 Hvað varðar boðorð númer fimm þá er það sannað að karlmenn valda mikið fleiri slysum en konur. Þeir eru hins vegar kaldari, ósvífnari og hrað- skreiðari undir stýri - sem kannski skýrir hvers vegna þeir valda fleiri slysum. Leyfið okkur bara að keyra þó að við verðum kannski 5 mínútum seinni á áfangastað. Boðorð 6 Ef staðreyndin væri sú að karimenn þyldu ekki þegar kærusturnar hringdu í þá eins og boðorð númer sex segir okkur, væri þá ekki eitthvað að í sambandinu? Að vilja ekki heyra í elskunni, undurfagra rödd henn- ar? Fyrir utan það að ábyggilega er hægt að finna fleiri karlmenn sem hringja í kærustuna sína oftar en hún í hann. Bara svona til að spyrja hvar Levi's buxurnar eru... Boðorð 3 Ef stelpur eru með framtíðina svona mikið á heilanum á meðan strákar forðast umræðuna eins og heitan eldinn, hvers vegna ganga þá svona mörg pör upp að altarinu? Varla eru það konurnar sem draga þá nauð- uga þangað? Ef karlmenn væru svona skíthræddir við framtíðarplön og vildu lifa í núinu værum við líklega allar giftar hvor annarri og ísland væri krökkt af sæðisbönkum. Jorö 7 Þá er það hin endalausa og þreytandi brjóstaumræða. Karlmenn hafa jú afskaplega gaman að því að horfa á brjóst og tala um brjóst en ef einhver setur það fyrir sig í tilhugalífinu að stúlkan að tarna sé ekki með nægilega stóran eða fagran barm ætti sá sami að láta sig hverfa. Þeir sem hafa náð nægilegum þroska átta sig á að brjóst eru eins misjöfn og þau eru mörg og eru þrátt fyrir allt til þess gerð að fæða börnin okkar. Boðorð 4 Þá er það kynlífið. Alla tíð hefur okkur verið sagt að karimenn njóti kynlífs og sækist eftir því á meðan konur láta það eftir þeim eftir mikið tuð. Hins vegar þekkir undirrituð ekki eina einustu konu sem ekki nýtur kynlífs og þorir ekki að segja nei þegar hún er ekki í stuði. Svo má heldur ekki gleyma að karlmenn eru heldur ekki alltaf í stuði, þeir segja í alvör- unni stundum "Æ, gerum það seinna." Boðorð 8 Hvað er þetta, stelpur horfa alveg jafn mikið í kringum sig og strákar þó að þær kunni að hemja sig. Það er líka enginn áfellisdómur yfir því hversu mikið par er hrifið af hvort öðru. Blóðið hættir ekki að renna þó að maður sé kominn í fast samband og konur vita það líka. Eins og góð kona sagði - married, not buried!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.