Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 10

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 10
TIahh fyrtr síðast Ungir og ferskir íslenskir hönnuöir skipa hönnunarteymið Takk fyr- ir síðast. Þau hafa vakið athygli hönnunarheimsins fyrir góðar hug- myndir en svo eru þau líka bara svo skemmtileg. Nýlega settu þau upp sýninguna Sigurvegari Dagsins sem á að vekja athygli fólks á athöfnum hversdagsins og þeim sigrum sem vinnast á hverjum degi. Fyrri sýning þeirra kallaðist Designer For a Day og snerist um að hanna og gefa fólki hugmyndir af hlutum sem hægt var að útfæra á persónulegan hátt. Guðrún Edda Einarsdóttir, Phoebe Jenkins, Brynhildur Pálsdóttir, Ragnheiður Tryggvar Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og það vantar á myndina Sighvat Ómar Kristinsson. Hvað eruð þið mörg í Takk fyrir siðast hópnum? Við erum núna sjö og erum bekkjarfélagar úr vöruhönnunardeild Listaháskólans. Við vorum upphaflega níu en tveir duttu út eft- ir fyrstu sýninguna okkar þegar við fórum til Mílanó, en þá kölluðum við okkur The Amazing Design Kids, en núna heitum við Takk fyrir síðast. Hvenær hófst samstarfið? Þetta byrjaði allt saman í LHÍ þegar við fór- um til Mílanó í apríl 2003 en þá fórum við á Salone de Satelite sýninguna sem er fyrir unga hönnuði en við ákváðum að sækja um sem hönnunarhópur fyrir hönd Listaháskól- ans. Hvernig gengur samstarfið? Það verða alveg milljón árekstrar en þetta verður yfirleitt á endanum þannig að meiri- hlutinn ræður eða það næst eitthvað sam- komulag. Við erum mjög ólík en við erum að reyna að nýta það að við vinnum misvel að ólíkum hlutum, sumir eru góðir í einu og aðrir í öðru, en það er auðvitað hollt að vinna svona saman og maður lærir mikið á því. Þið fóruð með Designer For a Day sýning- una til Mílanó, hvernig var ykkur tekið? Við fengum rosalega góð viðbrögð og fólki fannst þetta léttir í öllu vöruflæðinu og fannst þarna vera komin öðruvísi nálg- un í hönnun. Við gerðum neytandann að hönnuði þannig að hönnunin fer beint til neytandans í staðinn fyrir frá hönnuði til framleiðanda til neytanda. Þetta gerðum við með því að gefa út blað sem var prentað á sýningunni þannig að sýningargestir gátu tekið sér eintak og farið svo heim og búið til sína eigin vöru út frá okkar hugmyndum. í blaðinu okkar voru hugmyndir að 30 hlut- um eða athöfnum þar sem við gáfum not- andanum fullt leyfi til þess að útfæra og nota hugmyndirnar okkar á sinn hátt. Um hvað snýst sýningin Siguvegari Dagsins? í Sigurvegari Dagsins er nálgunin sú sama en okkur fannst sniðugt að gera þetta ekki grafískt núna eins og síðast heldur setja þetta upp á einhverju öðru formi eins og með tónlist. Við gáfum út plötu þar sem fólk hlustar á leiðbeiningar og býrtil vöruna sjálft eins og hugmyndin var með Designer Um hvað snýst hönnun að ykkar mati? Fagið hönnun er ótrúlega breitt. Þetta snýst ekki allt um húsgögn og einhvern stíl. Hönnun fjallar líka um að horfa á þann sem er að fara að nota hlutinn og horfa svolítið á athafnir fólks og líta inn á við. Hönnuðir eiga líka að hugsa um að gera lífið skemmti- legra. Það er auðvitað búið að bæta heim- inn þannig að allt er ótrúlega þægilegt en þá er kannski um að gera að bæta andlega þáttinn líka. Við getum alveg átt stóran þátt í því og viljum að hönnun sé ekki alltaf tengd við eitthvað lífsgæðakapphlaup þar sem allirtelja sig hafa einhvern status af því að þeir eiga maurinn eða sjöuna. Það sem við erum að gera er einmitt andsvar við því. En hvað finnst ykkur um hönnun á ísiandi í dag? Vá, við erum alltaf að rífast um þetta. Sko núna eru t.d. hönnunardagar ný yfirstaðn- ir sem er frábært og vonandi byrjun á ein- hverju öðru. Umræðan er að fara í gang og það er frábært eins og með Listaháskólann að það sé verið að útskrifa um 10 vöruhönn- uði á ári. Samt sem áður er umræðan oft voðalega mikil klisja sérstaklega þegar það eru þarna tveir hönnunarþættir i sjónvarp- inu sem gefa kannski svolítið brenglaða mynd af því sem hönnun snýst um. Okkur fannst líka áherslan á hönnunardögum ekki rétt þar sem aðaláherslan var á sölusýningu í Laugardalshöll þar sem fyrirtæki voru að sýna söluvarning sem nú þegar er á mark- aðnum. Þessi fyrirtæki hefðu alveg getað For a Day. Mörgum fannst sýningin Sigurvegari dags- ins auðvitað mjög furðuleg og botnuðu ekk- ert í þessu og sumir sýningargestanna héldu meira að segja að við værum frá einhverju kristilegu félagi vegna þess að sýningin snér- ist um að upphefja hversdagslífið og líta það öðrum augum. Kannski pínu væmið en engu að síður þörf á þessu. auglýst sig sjálf þannig að það hefði átt að veita íslenskri framsækinni hönnun meiri at- hygli og það vantaði alveg að vekja athygli fólks á þeim 30 hönnunarsýningum sem voru í gangi á sama tíma. Þetta voru eigin- lega bara mistök. Eins er ekkert nóg að það sé bara einu sinni á ári eitthvað að gerast í hönnun. Það á bara að vera hönnunargallerý sem er með opnun í hverjum mánuði vegna þess að þetta er svo ótrúlega lifandi fag. “Það þarf að eyða í hugvit en við erum bara svo mikil bændaþjóð að við höldum að stóriðja bjargi landinu" unum okkar meira til almennings en við er- um líklega ekki að fara að vinna svona stórt verkefni á næstunni en stefnum að því að láta það sem við höfum gert lifa áfram. Svo höfum við líka komist í nokkrar hönnunar- bækur og ætlum komast í fleiril! Hilda Cortez Er erfitt að vera hönnuður á Islandi? Já, það er nefnilega ekki nógu mikill vettvangur fyrir hönnuði á íslandi og það er mikil synd að þegar fólk útskrif- ast úr Listaháskólanum þá týnist það bara af því að það er ekkert sem tekur á móti því. Það vantar algjörlega að samfé- lagið og ríkisstjórnin og peningahausarnir hafi skilriing á mikilvægi hönnunar. Þjóðir nota hönnun til þess að útskýra menning- una sína og presentera hluti og segja þetta erum við. En Islendingar eiga enga þannig hluti í dag. Við eigum fullt af gömlum hlut- um sem segja þetta vorum við en hvað er- um við í dag? Það þarf að setja peninga í þessa grein eins og lönd eins og Holland og Finn- land hafa gert og staðið sig vel i. Þau hafa ákveðið að leggja pening í það að byggja upp hönnun sem áhugaverða grein en það er það sem vantar í stefnu stjórnvalda á íslandi. Ætlum við bara að halda áfram að virkja þetta land með áli eða ætlum við að gera það með hugviti. Við erum alltaf að bera okkur saman við önnur lönd en samt erum við að gera mistök i dag sem þau eru löngu búin að átta sig á. Það þarf að eyða í hugvit en við erum bara svo mikil bændaþjóð að við höldum að stóriðja bjargi landinu. Hvað er næst á dagskrá? Hópurinn lifir eiginlega núna bara á heima- síðunni og við ætlum að reyna að koma hlut-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.