Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 12

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 12
70 einkaleyfi í Indlandi á svokölluðu Neem tré... hafa verið gefin til Vestrænna ríkja. Tréið hefur alltaf verið notað af íbúunum sem lækningajurt við hita, snákabitum, holdsveiki og sem náttúrulegt skordýraeitur og sótthreinsunarefni. Nú mega þeir það ekki þar sem vestræni heimurinn á jurtina. Árið 1998 var það sama uppi á tengingnum þegar bandarískt fyrirtæki fékk einkaleyfi (núm- er 5,663,484) á basmati hrísgrjónum sem vaxa aðeins í Indlandi og í Pakistan. 49 fá lönd heims... hafa að geyma 10% mannkyns- ins en hluti þeirra af heimsvið- skiptum hefur minnkað um meira en 40% frá árinu 1980 og voru árið 1999 aðeins 0,4% af öllum viðskiptum. Þetta bil fer enn vaxandi. (UNCTAD, Conference on Least Developed Countries 1999) Ríkustu fimm prósent- in af heiminum... eiga áttatíu prósent af auðæf- um heimsins en fátækustu fimm prósentin aðeins eitt prósent af þeim. Þetta bil hefur tvöfaldast frá 1960 til 2000. (United Nations Human Devel- opment Report, 1999) Einkavæðing vatns hefur... á næstum öllum þeim stöðum sem hún hefur átt sér stað þýtt meiri verðhækkun á því ásamt verri gæðum. I Puerto Rico fær fátækasta fólkið ekki einu sinn vatn því ríka fólkið þar græðir á hreina vatninu þaðan en eftir einkavæðinguna á vatninu árið 1995 fengu bandarísk- ar herstöðvar og fínu hótelin ótakmarkaðan aðgang að þvi á meðan fátæka fólkið fékk ekkert. ( Argentínu þýddi einkavæðingin tvöfalt hærra vatnsverö og verri gæði. íbúarnir voru ekki sáttir enda gerðu þeir uppreisn og smánin sem vatnsfyrirtækið varð fyrir neyddi það til þess að skila einkaleyfinu til baka og leggja niður störf ... hefði The World Trade Organization verið starfandi þar hefði Argentina aldrei getað fengið einkaleyfinu hnekkt. í byrjun átjándu aldar... var hlutfall tekna á milli þeirra fátækustu og ríkustu þrír á móti einum. Árið 1900 var hlut- fallið orðið einn á móti tíu og árið 2000 var það orðið einn á móti sextíu. (1,740,000 á móti 35,000). (Angus Maddison, Oxford Review of Economic Policy, winter 1999, cited in Martin Wolf FT 26/1/2000) Hluti fólks sem lifir á undir 120 kónum á dag... hefur næstum því tvöfaldast frá árinu 1980 til ársins 2000. Árið 2000 voru 2,8 milljarðar fólks sem lifðu við þau kjör eða næstum því helmingur alls mann- kyns. Þrátt fyrir að þetta sé ein- mitt það tfmabil sem hefur verið hvað frjálslyndast. Það má búast við því að talan hafi aukist enn meira á þessum fimm árum. (World Bank, Global Econ- omicOutlook 2000) ■' ."■' ■■- > ■ ar áætla að fátæk- ustu löndin tapi... um tveimur milljörðum doll- ara á dag vegna ósanngjarna viðskiptareglna sem flestar eru settar af Vestræna heiminum. Þetta er fjórtánföld sú upphæð sem þriðji heimurinn fær I hjálp frá okkur. (UNCTAD, Conference on Least Developed Countries 2001) Hvernig metum við hlutina? 11. september létust 3000 manns vegna hryðjuverka þeg- ar tvíburaturnarnir hrundu. Sama dag dóu 24.000 manns úr hungri, 6,020 börn dóu vegna niðurgangs og 2,700 börn létust af völdum mislinga. (New Internationalist Magazine, November2001, pp. 18-19) Þú getur lagt þitt af mörkunum: www.one.org www.makepovertyhistory.org VESTR/ENI VIÐBJOÐURINN Nú þegar jólin eru að koma og eyðslubrjálæðið hellist yfir landann er um að gera að minna okkur á það hversu gott við höfum það í vestræna heiminum. Hér fyrir neðan eru óhugnalegar staðreyndir um auðæfi heimsins og skiptingu hans.... Maður hlýtur að hugsa þegar þetta er lesið “Er þetta rétt, er þetta svona sem við viljum að heimurinn sé?" 51 af 100 stærstu hagkerfum í heiminum eru fyrirtæki... Topp 500 fjölþjóða fyrirtækin standa fyrir 70 prósentum af öllum við- skiptum í heiminum. Þessi tala hefur vaxið jafnt og þétt síöustu 20 árin. (CorpWatch) Sex fyrirtæki ráða nú næstum... öllum fjölmiðlum í Bandaríkjunum. (Á móti 53 árið 1983) Það er alveg Ijóst að þessi staða gerir það að verkum að tjáningarfrelsið er mun minna og fyrirtækin hafa meira vald til að vernda hagsmuni sína og að stjórna almenningsáliti. Margar kannanir hafa sýnt fram á það hafi verið afgerandi hlutdrægur fréttaflutningur eftir sameiginlegt eignar- hald fjölmiðla. (Mediachannel.org, “Media concentration Chart”) (World Bank, “Global Econ- omic Prospectus 2002") Við höfum leyft vest- rænum ríkjum... að auka viðskiptahindranir sín- ar til að vernda fyrirtæki sín á meðan við höfum krafist þess að þriðja heimsríki dragi úr við- skiptahindrunum sínum meira og meira. Samkvæmt rannsókn frá World Bank kom í Ijós að ef við myndum leggja niður þær reglur sem vestræn ríki lúta I við- skiptum myndum við bjarga 300 milljón manns úr fátækt. Af 26,088 umsóknum um einkaleyfi... í Afríku á árunum 2000 - 2001 voru aðeins 31 af þeim frá íbúum Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.