Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 14

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 14
Nýljóðaritröð f rá Nyhil Nyhil-hópurinn er búinn að vera ötull í útgáfustarfemi sinni und- anfarin misseri og ungskáldin sem mynda félagsskapinn hafa stað- ið fyrir alls kyns uppákomum og Ijóðakvöldum viða um borgina. Nú eru fjórar nýjar bækur búnar að bætast í hópinn, en það eru Ijóðabækur sem tilheyra ritröðinni Norrænar bókmenntir. Allt í allt verða bækurnar níu talsins en nú fyrir jólin koma út bækurnar Bland- arabrandarar eftir skáldið og þýð- andann Eirík Örn Norðdahl, Gam- all þrjótur eftir Örvar Þóreyjarson Smárason sem einnig er þekktur sem liðsmaður hljómsveitarinnar múm, Haukur Már Helgason gefur út ritið Rispa jeppa og Óttar Mart- in Norðfjörð sendir frá sér G/eð/ og glötun. „Hugmyndin á bakvið bókaröðina er aðallega hagkvæmnisleg" segir Viðar Þorsteinsson, sem auk Þórs Steinarssonar er seríustjóri ritrað- arinnar. „Við í Nyhil erum í sjálfsút- gáfu, og með því að gefa út svona pakka fáum við ódýrari prentun, getum selt seríuna saman og eig- um auðveldara með allt kynningar- starf. Auk þess má geta að Lands- bankinn keypi 130 seríur af okkur til að gefa í bókasöfn úti á landi og með því fáum við nýjan lesenda- hóp og landsbyggðin fær að kynn- ast þessum merkustu ungskáldum þjóðarinnar" bætir hann við. -Hvað er framundan hjá Nyhil? „Viðætlumaðhalda útgáfupartý í kvöld, 10. desember. Fyrst munum við þó lesa Ijóð á 50 ára afmælishá- tíð nóbelsverðlauna Halldórs Lax- ness í Þjóðmenningarhúsinu." Bókaröðin Norrænar bókmenntir er alveg kjörin jólagjöf fyrir for- eldra, ömmur, afa, vini, kærustur, kærasta eða vinnufélaga. Ef fólk langar að festa kaup á ritröðinni er hún öll seld í áskrift á aðeins 6.750 krónur og má panta hana í gegnum heimasíðu félagsins, nyhil.org. Síð- an býður Nyhil upp á heimsending- arþjónustu á bókunum þannig að þú þarft ekki einu sinni að skokka útínæstubókabúð,.Jólagjafakaup- in gerast bara varla þægilegri. Popp & kók & ógeð #4 "Og það sem meira er, hinar ágætu markaðs- fræðirannsóknir hafa sýnt okkur óumdeilan- lega að fólk, nei kúnnar, kunna illa að meta hið óvænta. Þeir vilja kunnugleg hljóð, kunn- uglegar útvarpsbylgjur, kunnuglegar raddir" mikils ama - ég vil vera sérstakur og einstakur og altækurl). Vel skil- greindur markhópur er t.d. svona: „Karlmenn á aldrinum 15-29 sem kaupa sér boli í Dogma" (þeir eru móttækilegir fyrir pízzuaug- lýsingum, eða bifvélavarahlutum. Og svona krassandi stöffi). Eða: „Hresst fólk með strípur á aldrin- um 14-33" (þú getur selt því Ijósa- tíma, dýr föt og plasmasjónvörp). Svona virkar þetta. Svo segir aug- lýsingasölumaður útvarpsstöðv- arinnar við væntanlegan auglýs- anda: „Sjá, vinur, ég færi þér vel skilgreindan markhóp, sem er ná- kvæmlega sniðinn að þeirri snáka- olíu sem þú þarft að selja þennan mánuðinn. Við spilum tónlist sem markaðsrannsóknir okkar hafa sýnt að pízzukaupendur-á-aldrin- um-19-29-sem-búa-í-Grafarvogi hlusta á og kunna að meta. Og þessi tiltekni vel-skilgreindi mark- hópur kann vel að meta rokk og nýbylgju. Þessu fylgir auðvitað að þessi tiltekni markhópur kann ekki að meta hiphop eða skitsó arrenbí eða þjóðlagatónlist eða drömmen- beis eða nokkurn skapaðan hlut annan. Rokk og nýbylgju! Það var og. Og það sem meira er, hinar ágætu markaðsfræðirannsóknir hafa sýnt okkur óumdeilanlega að fólk, nei kúnnar, kunna illa að meta hið óvænta. Þeir vilja kunnugleg hinu kunnuglega og viljum bæði vel- og auðskilgreinda veröld. Nú spyr ég: Þekkir þú einhvern sem er svona? Einhvern? Nei, ég hélt ekki. Tja, ókei, kannski einn eða tvo. En flest erum við öll frekar sniðug og klár, opin fyrir nýjungum, nýjum hug- myndum og nýju fólki. Guð hvað ég vona það. Þeir sem hafa nennt að lesa þennan pistil hingað (ef einhverjir eru) hljóta allavega að vera það. Þessvegna er vinsælasta popp- útvarpsstöð landsins sú eina sem fylgir ekki hinu afdankaða pleilistaformatti. Og þess vegna hlusta ekki margir á útvarp þessa dagana, ekki eins og áður. Ekki eins margir. Ég bæði held og vona að fólk kunni illa við að láta njörva sig niður í kjánalega kassa. Fólk er margbrotnara en svo. Vona ég. Muniði eftir gamla X-inu? Fyr- ir tíu árum síðan? Þegar maður heyrði Josh Wink, Hole, Sonic Vouth, Beastie Boys og eitthvað óldskúl hardkor hlið við hlið? Það var ein fyrsta stöðin sem hafði markhópinn „ungt fólk sem hefur áhuga á áhugaverðum hlutum" - innan þess ramma rúmast allt sem vel er gert. Væri ekki lag að búa til útvarps- Rigningin byiur á þessum Norð- urmýrarglugga eins og læti úr svo mörgum rúnturum á leið nið- ur Laugaveginn að hlusta á tónlist sem er sérhönnuð til þess að reyna á þanþol sérsmíðuðu bassaboxana þeirra. Ég ætla ekki að þykjast skilja þá eða hana, en ég vona þeir hafi gaman af þessari tónlist sem þeir blasta svona hátt. Ég vona hún sé á einhvern hátt til þess fall- in að veita þeim einhverskonar útrás fyrir tilfinningar sínar, eða skilning á sjálfum sér. Ég vona hún sé ekki bara tómt uppfyllingarefni í eyrum þeirra, að minnsta kosti ekki öll. Því þá væru þessir veslings menn að fara á mis við ýmislegt fallegt og skemmtilegt í lífinu. Eða það sem mér finnst fallegt og skemmtilegt. Og merkilegt. Ég vildi annars að einhver tæki sér tíma í að kenna mér á svoleið- is tónlist. Hún höfðar ansi lítið til mín, en það er kannski bara vegna þess að ég kem frá einhverjum svona bakgrunni sem hún límist ekki við. „Menning er það sem vei er gert" sagði góður maður einu sinni (einn sá besti, reyndar) og ég er þokkalega vel sammála honum. Þannig að ef dísiltúrbódrunurn- ar sem ég heyri stundum bruna framhjá þegar ég er úti í göngutúr eru vel gerðar, eiga að merkja eitt- hvað eða vera eitthvað annað en desíbelamælieining, þá er ég til. Sendið mér bréf. Annars hlusta ég aldrei á útvarp- ið. Svona, eiginlega aldrei. Oft á ieiðinni í vinnuna. Og úr henni. Ég vinn sko í Kópavogi, þannig að ég heyri sæmilega mikið af útvarpi yf- ir daginn. Glatað, annars, að vinna í Kópavogi. Það er ýkt langt þang- að! Nema hvað, hlustar þú á út- varpið? Talar það við þig, til þín... eða á þig? Ég veit það ekki. Mér finnst unglingaútvarp í dag skrýti- lega unnið. Eða eiginlega ekki til. Og þá er ég ekki að meina Útvarp Samfés, heldur svona útvarp sem er ætlað að höfða til ungs fólks með breiðan og ríkan áhuga á tón- list. Ég held að það sé nóg af svo- leiðis fólki til, fjandakornið. Nógu langar voru raðirnar á helvítis Air- waves. Og barinn var alltaf stíflað- ur á Innipúkanum. Samt sitjum við föst með steingelt og löngu úr sér gengið pleilistaformatt sem ein- hverjir frábærir amerískir snilling- ar innleiddu á sínum tíma. Þetta virkar svona: Útvarp geng- ur út á að selja auglýsingar, til auglýsenda. Og auglýsendur vilja selja vörur, til hlustenda. Neyt- enda. Nema hvað, ef auglýsandi á að tíma að nurla krónunum sín- um saman í útvarpsauglýsingu, þá verður að vera tryggt að sú skili sér á réttan stað. Þessvegna er mikil- vægt að vera með vel skilgreindan markhóp. Og þeir eru til. Þú ert í einum svoleiðis. Og ég líka (mér til hljóð, kunnuglegar útvarpsbylgj- ur, kunnuglegar raddir (hafiði velt fyrir ykkur af hverju útvarpsfólk á tilteknum stöðvum hljómar alltaf eins? Það notar sko svona raddfílt- era og kompressora). Það yrði súrt ef lag sem það hefur aldrei heyrt áður laumaðist á pleilistann. Nei, hann verður að samanstanda af 40 þekktum lögum og svo má læða nýjungum inn á milli, af og til, ef þær stinga ekki í stúf við heildar- sándið sem höfðar til hins ágæta markhóps. Og þessvegna heyrum við aldrei Björk á X-inu (nema í fylgd gítara Sykurmolanna) og aldrei Múgíson á Kiss FM. Aldrei Common eða Kanye West - eða My Bloody Valentine og Ride - á Xfm. Þessvegna. Því við unga, opna fólk, við erum líka hrifin af stöð sem hefði það að markmiði að spila það sem vel er gert? Mér er spurn. En spáðu í því: Mínus, svo Megas, svo Mice Parade, svo Meno- mena, svo Maus, svo Metallica, svo Modest Mouse, svo Meat Loaf, svo múm,... þetta eru bara emmin. Ar- vo Párt, At the drive-in, Anima... og öll íslensku böndin sem eru svo fín núna. Nóg af þeim. Ég myndi allavega hlusta. Og ég held það sé nóg af okkur þarna úti. Hr. Örlygur ætti kannski að splæsa í eina stöð? Gera TRUE ICELAND AIRWAVES? Hvernig væri það? Nema hvað. Hvað finnst mér gott? Hvað finnst þér gott? Sól- ófrumburður Daníels Ágústar er loks komin út, hann heitir Swallo- wed a Star. Er meistaraverk. Segi ég og skrifa. Meistaraverk. Nýtón- listarstefna. Nýr sjóndeildarhring- ur. Og ekki arða af náttúrubulli. Hvað meira? Já, góður maður benti mér á kanadabandið Kiss me deadly og plötu þess, Misty Medl- ey og ég hef dauðspilað hana í nokkra daga núna. Gott stöff. Svona melódískt indí-sjúgeizer með cool stelpunýbylgjuöskrum og fleiru. Æ, ég fíla það allavega. Annað band: Rogue Wave. Platan Descended Like Vultures kannski aðeins of grípandi, en kannski ekki. Gott, gott. Eins og blanda af Pale Saints, Death Cab for Cutie og einhverju öðru cool dóti. Lagið Publish my love fangar þetta vel og er æðislegt. Humm. Smoosh er líka voða sniðugt band. Tvær litlar stelpur. Söngkona Brúðarbandsins mærði þær á síðum þessa blaðs fyrir ekki löngu. Googlið þær. Test lcicles hafa ekki fengið margar at- rennur, en lofa mjög góðu með Blood brotherslegu stomp-l og góðri gítarvinnu. Nýja Broadcast rennur og vel niður, eins og þeirra síðasta. Early Man er svona... eig- inlega mjög töff. Eins og taktföst blanda af Ozzy Osbourne og Ri- de-the lightning Metallica (ég fíla Metallica partana betur); vonandi að metalhausar fatti að tsékka á henni. hauxotron@hotmail.com 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.