Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 27

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 27
1950-1960 1980-1990 1990-2000 1950-1960 Eftir að stríðinu lauk ríkti bjart- sýni aftur meðal almennings sem hafði núna meiri peninga á milli handanna. Húsmæðurnar dres- suðu sig upp í finum dröktum og pilsum á meðan karlarnir voru í dökkum jakkafötum með hatta á höfðinu. Konan átti að vera heima á meðan karlinn vann fyrir heimilinu og eyddu þær tímanum á hárgreiðslustofum og máluðu sig í öllum regnbogans litum, vöxuðu á sér lappirnar og fóru á ströndina í bikiníinu sem var farið að skj óta föstum rótum. Skyrtublússukjólar, aðskornar kápur og ermalausar peysur voru vinsælar en þegar tískudrottningin Chanel, sem þoldi ekki New Look línu Dior, kom með kombakk breyttist margt. Hún fór að hanna þægileg föt á konurn- ar og breytti tískunni á ný. Hin svokallaða Chan- eldragt varð fljótt klassísk en hún samanstóð af stuttum jakka með aðskornu mitti og þröngu hné- með klauf að aftan. Undir lok áratugarins kom hönnuðurinn Yves St. Laurent fram á sjónarsviðið með línu sem sió í gegn með mittislausum kjólum og unglingatískan tók að ryðja sér til rúms. síðu pilsi 1990-2000 Margt breyttist í tískunni á tíunda áratugnum. Litagleðin frá áratugnum á undan var grafin og fatnaðurinn var meira í anda mínimalisma með jarð- bundnari litum, minna skrauti og einfaldari og þægilegri útlínum. Merkjavör- ur voru núna aðal málið en í götutískunni blönduðust saman alls kyns stílar. Á sama blettinum mátti sjá hip-hopara í víðum gallabuxum, stór- um hettupeysum eða joggingöllum merktum þekktum röppurum, grungeara í rifnum gallabuxum og köflótt- um skyrtum og stelpur í stuttum pilsum og magabolum í anda Spice Girls. Second hand föt nutu líka gífurlegra vinsælda og voru slík áhrif einkennandi einnig í hátísku- klæðnaðinum. Þessi fjölbreytta blanda gerði áratuginn einstaklega skemmtilegan og að lokum vissi enginn í raun hvað var í tísku. 1980-1990 Einkennandi fyrir níunda áratuginn var glamúr, gleði og græðgi með MTV tóniistarmyndbönd- um, stórum partýum og líkamsræktaráráttu. Allt var stórt, ýkt og flott. Spandexbuxur og axl- apúðar voru aðal málið og eytt var í alls kyns glingur, eins og risavaxnaeyrnarlokka,glans- andi sokkabuxur, iegghlífar og grifflur og því meiri litir því betra. Hárið var túberað og spreyjað og fólk kepptist við að vera fínt og flott. Ríka fólkið eyddi í dýr Armani jakkaföt og konurnar sem voru að stíga upp stigann á vinnumarkaðnum áttu fínar dragtir og púffkjóla til skiptanna eftir að vera búnar að brenna aukakíló- unum i ræktinni. 1960-1970 I I Unglingarnir höðu nú meiri peninga á milli handanna og \ fóru að eyða þeim í alls kyns tískuvöru. Hönnuðirnir tóku A lA ^_ vel i þenn- ,<\. m an nýja og ffwjfim •E eyösluglaða . zjHMÍm _ markhóp og _ ’ jgflP sóttu hug- ? . myndir sinar í götur stór- Isk' F borganna Pt 4 þar sem 'jgHflr* Wá áherslurnar voru allt frá S Þv' vera ■ ögrandi í að vera barns- legur. Twiggy er ímynd six- tíslúkksins, hávaxin og þvengmjó, og vildu stelpurnar gera allt til að líkjast henni. London var orðin risavaxin tískuborg og þaðan kom ögrandi klæðaburður, mínípils og litríkar sokkabuxur, rúllukragapeysur og upphá stígvél við. Línurnar voru beinar og barnslegar og stelpurnar klipptu sig stutt og settu á sig gerviaugnhár til að ýta undir lúkkið. Á meðan gengu strákarnir í litríkum aðsniðnum jakkafötum og söfnuðu hári og börtum. Yves St. Laurent setti á markaðinn kvenjakkaföt, og undir lokin var einskonar geimfarastíll í gangi þar sem pallíettur, rennilásar og málmarvoru notaðirtil aðskreyta klæðn- aðinn. En blómlegir tímar voru framundan í orðsins fyllstu merkingu. Unga fólkið var búið að fá nóg af ríkjandi hefðum og skapaði sinn eigin fatastíl, stóð fyrir mótmælagöngum, reykti hass og gleypti LSD. Hippatískan var komin. 1970-1980 Litagleði, sítt hár, útvíðar buxur, písmerki og blómabörn einkenndu ■F"-4^~ byrjun áttunda áratugarins. ¥ „ Y\ Athyglin fór auk þess að beinast meira að yngri hönnuðum eins og k AfcÁ' Yves St. Laurent, Mary Quant, Calvin Klein, Ralph Lauren og Kenzo. Lbw# Engar fastar reglur voru í gangi í tískunni heldur gekk fólk bara í ^ því sem því þótti þægilegt allt frá síðum pilsum í „hot pants", sem . fi&mmm voru mjög stuttar stuttbuxur og gengu i hnésíðum stígvélum eða KflH þykkbotna klossum við. Hekluð vesti, húfur, sjöl, sigaunapils, stór- ir skyrtukragar, buxnadragtir og útviðar buxur voru einnig gríðar- I lega vinsæl og gleraugu með stórum umgjörðum urðu tískuvara. É Tónlistin á þessum tíma var líka algjör lífstíll og diskósenan sem || var gríðarstór hafði mikil áhrif á tískuna sem einkenndist af spandex-toppum og sa- tínjökkum. Brétt dró þó úr litagleðinni og þegar diskóið datt út tók pönkið við og bylgjan fór að breiðast um allan heim. 2000-2005 Ákveðnar bylgjur hafa riðið yfir tískuheiminn undan- W fT&Sjt farin ár. Stuttu gallapilsin við neonlitaða hlýraboli og há leðurstigvél voru áberandi fyrir tveimur sumrum og flPjfl| halda enn velli þó að neonbolirnir séu komnir aftarlega flf í fataskápinn. Strákar eru farnir að vera meira metro og fl ganga í bleikum skyrtum, kúrekastígvélin slógu i gegn á ný hjá stelpum og strákum og alls kyns aukahlutir, nælur, eyrnalokkar og síð hálsmen urðu jafn nauðsynleg og gsm sím- inn. Alls kyns stílar eru búnir að vera í gangi, blingið hefur aldrei verið meira og það þótti meira að segja flott að láta g-strenginn standa uppúr buxunum. Aðrar stelpur sóttu í sixtískápur og þykkar síðar prjónapeysur, stuttermaboli með slagorðum eða hljómsveitum, stór sólgleraugu, leðurjakka og mynstraða kjóla, boli og pils. Gallaefni er búið að vera gífurlega vinsælt síðustu ár og úrvalið af alls kyns gallabuxum, gallapilsum og gallajökkum hefur aldrei verið meira og eru fiikurnar notaðar við hvaða tækifæri sem er. Alls kyns gamaldags aukahlutum og fötum er blandað saman við nýjar buxur og skó og fólk reynir að finna sinn eigin stíl. g/rroH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.