Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 28

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 28
Sex saman þrömmuðum við upp myrkvaðan stigaganginn í fjölbýlishúsi í Seljahverfinu. Það var ískalt úti og kolniða- myrkur. Svartar prjónahúfur voru okkar einkennismerki sem og víðar gallabuxurnar, Adidas Shelltoes og gríðarstórar dú- núlpur. För okkar var heitið til vinar okkar sem bjó það vel að vera með MTV. Við komum okkur fyrir i sófanum og biðum spenntir. Yo! MTV Raps var að byrja. Á þessum tíma var erfitt að vera hiphop aðdáandi. Þetta var árið 1995, löngu áður en orðið 'niðurhal' kom til sögunnar og áður en hiphop varð að þeim milljarðabissness sem við þekkjum í dag. Þetta var meira að segja fyrir tíma íslenskra rappara. Þeir síðustu sem höfðu gert rapplag voru gæjarnir í Tennurnar hans afa á Veggfóður plötunni. Við sáum reyndar nokkra gæja rappa á Tetriz (sem var lítill klúbbur í Fischer- sundi) eitt kvöldið. Þessir ungu menn urðu seinna að Subterr- anean, einni fyrstu 'alvöru' hiphophljómsveitinni á íslandi. Það var því mikill fengur í að eiga hvers konar hiphop tón- list. Við áttum reyndar nokkra geisladiska, Funkmaster Flex og Stretch Armstrong mixteipin voru alltaf gott efni í partý- músík. En það voru gatslitnar kasetturnar okkar sem inni- héldu bestu tónlistina. Þetta voru okkar ipodar. Við tókum upp diska vina okkar, tókum upp Chronic í útvarpinu og kó- peruðum aðrar kasettur. Þær gengu manna á milli, verðgildi þeirra eftir því hvaða listamenn komu fram á þeim. ODB, B.I.G. og M.O.P: þetta voru okkar spámenn. Það var einmitt ein af þessum kasettum mínum sem ég fann nýiega í geymsl- unni í gamla húsinu mínu í Breiðholtinu. Hérna eru nokkur lög sem voru á henni. 28 Mobb Deep Half-Way Crooks Margar af mínum minningum frá þessum tíma gerast í myrkri, eða réttara sagt á myrkum vetrarkvöld- um. Við tróðum snjóinn kappdúð- aðir í appelsínugulri birtu Ijósa- stauranna í áttina að Seljavideo í Teigaselinu, þar sem við eyddum miklu af okkar tíma. Við stóðum á pallinum fyrir utan og leituðum að einhverjum stað innandyra til aðeyða kvöldinu. Þaðvoruaðsjálf- sögðu engir gemsar til að hringja í fólk og leita að húsaskjóli. Við bið- um því oftast eftir því að einhver okkar gæfi sig af kulda og hleypti allri hersingunni heim til sín til að éta sig á gaddinn. Busta Rhymes Woo Hah! (Got You All in Check) Þetta var tvímælalaust partýlag okkar númer eitt. "WHOOO- HAAAA!!!" öskruðum við eins og raddböndin þoldu og börðum loft- ið. Busta gerði mikið út á geðsjúk- lings-ímyndina og við keyptum það alveg. Löngu fyrir tíma Lil' Jon og Crunk var Busta að geifla sig og öskra yfir ofvirkan takt. Við óð- um um eins og spassar og sungum með. Þetta var í raun pönktónlist okkar kynslóðar. M.O.P. feat. Kool G Rap Stick to Ya Guns Annar partýslagari. Við héldum klofinu á buxunum okkar uppi með annarri og héldum á landa- brúsa í hinni og röppuðum með, einn spurði og hinn svaraði. "What's the word? -Aint Nothin'! / Is it real? - Yeeaah, son! / What's today's knowledge of self? - Stick to ya guns!!" Mér blöskrar reyndar ofbeldis- dýrkunin í þessu lagi í dag, en þetta var tungumál þessara tíma býst ég við. Camp Lo Luchini AKA This is It Mér er alltaf spurn hvað varð um þessa gæja. Þeir gáfu út 'Uptown Saturday Night' sem var alveg hreint frábær plata. Algert tíma- mótaverk. Ég man þegar ég heyrði hana fyrst. Við sátum heima hjá vinkonu minni, platan rúllaði alla leið í gegn og við sögðum ekki orð á meðan. Þegar hún var búin horfðum við dösuð á hvort annað. "Settu á lag tvö aftur!!" 'Luchini' hefur elst mjög vel og er eitt af bestu lögum þessa tíma að mínu mati. Það er skrýtið að það heyrð- ist ekkert meira frá Camp Lo. GZA - Liquid Swords Wu-TangClanvoruauðvitaðkóng- arnir á þessum tíma og allt sem var brennimerkt með W merkinu var keypt. Þetta var lagið sem óvígðir kölluðu 'draugasögulagið'. Fyrstu 90 sekúndurnar eru nefnilega ógnvekjandi saga ungrar stúlku, fengin að láni úr gamalli kung-fú mynd, eins og Wu-Tang liðar voru þekktir fyrir. Þetta lag kom út á samnefndri plötu sem er alger klassíker þessa tíma. Ég var reynd- ar meira fyrir lagið '4th Chamber' sem varafarframúrstefnulegt hip- hop að mínu mati. Dr. Octagon Earth People (Remix) Ég var sá eini í vinahópnum sem þoldi þennan gæja. Algert abst- rakt hiphop áður en það hugtak varð til. Þessi gæji er einnig þekkt- ur sem Kool Keith og var í Ultra- magnetic MC's á sínum tíma. Hann lék líka í nokkrum klámmyndum. Keith, eða Dr. Octagon, vafst ekki tunga um tönn og flutti texta sem voru ógurlega flóknir, óþjálir og óhlutbundnir. Atómljóð blökku- mannsins mætti segja. Mér þótti það mikið afrek að kunna textann utanbókar (og geri enn, merkilegt nokk). Jeru the Damaja - You Can't Stop the Prophet Jeru var aldrei eins og aðrir rap- parar. Hann var gáfaður og vel lesinn og var annt um framtíð æskunnar. Hann var á móti öllu ofbeldi og þoldi ekki hvernig aðr- ir rapparar gortuðu sig af pening- um, kellingum og gulli. Jeru var að sjálfsögðu alveg drepleiðinlegur fyrir vikið. Hann vitnaði í kóraninn og predikaði yfir ungviðinu. En hann Jeru pungaði þó út þessum eina dúndurslagara sem enn er vel áhlustanlegur. Capone-N-Noreaga lllegal Life "We hate the law so we break it / Livin' in this life, there's no way to escape it / You either make it or you take it / If the game's in you, dedicated, stay true - lllegal life!" Þegar við vorum ungir, áhrifagjarn- ir piltar var ekki laust við að okkur fynndist lög einsog þetta tala til okkar. Við vorum svo sannarlega næsta kynslóð af gangsterum í Breiðholtinu, upphaflega gettói Reykjavíkur! Að sjálfsögðu fór meira af okkar tíma í að tala um glæpi með hor í nefinu en að gera eitthvað í því. En hugarfarið var svo sannarlega til staðar. Ol' Dirty Bastard Brooklyn Zoo Þó að það hafi verið nokkuð leiðinlegt að hann hafi látið lífið þá kom það alls ekki á óvart. All- ir þekkja snarsturlað lífernið sem einkenndi ODB. Ég var ákaflega spenntur fyrir fyrirætluðum tón- leikunum hans hér á landi og var einn af þeim fyrstu til að kaupa miða. Það hefði verið mikill hval- reki fyrir okkur rapp-þyrsta að fá hann hingað, en auðvitað var hann fjarri góðu gamni. Sögurn- ar um af hverju hann lét ekki sjá sig voru margar: Hann var of dóp- aður, hann var handtekinn, hann hafði lent í bílslysi, jafnvel að hann væri dauður. Hvað vissum við? það var ekkert internet til að komast að hinu sanna. Niðurbrotnir eydd- um við kvöldinu í að hlusta á plöt- una hans, 'Return to the 36 Cham- bers'. D'Angelo - Brown Sugar I partýum á þessum tíma, sem og í dag, var mikil barátta kynjanna um tangarhald á græjunum. Þær vildu mýkri tónana, en við vildum bara okkar grimma bófarapp. Það voru samt nokkur lög sem samein- uðu okkur. Þessi ástaróður vöðva- fjallsins D'Angelo til marijúana var svo sannarlega eitt af þeim. Það voru fleiri lög og listamenn sem kynin voru sammála um: Tony Braxton, Adina Howard og 'Renee' með Lost Boyz. Þetta voru lög sem sameinuðu strákana og stelpurn- ar í kringum græjurnar í áköfum dansi. Þess vegna voru þetta svo sannarlega dýrmæt lög. Outkast - Elevators Löngu áður en 'Ms. Jackson' og 'Hey Ya' komu til sögunnar var þetta málið. Rólegt og flott lag sem var oft spilað þegar partýið var á enda. Þetta var uppáhalds lag vinar míns sem er látinn í dag, þannig að það vakti margar minn- ingar hjá mér að hlusta á það aft- ur. Wu Tang Clan C.R.E.A.M. Fyrsta plata Wu-Tang Clan, 'Ent- er the Wu-Tang - 36 Cham- bers' frá '93 breytti lífi okkar allra. Skyndi- lega færðist rapp- tónlist áfram um mörg Ijósár og við komumst að því að það var hægt að rappa um annað en að drepa löggur og berja kellingar. Þessi merkilegi gripur var stór hluti af okk- ar tónlistarflóru næstu árin og allar plötur sem komu útá þess- um tíma voru miðaðar við þetta tím- amótaverk. Hvert einasta lag á '36 Chambers' var greypt í huga okkar og með- limirnir voru algerir dýrlingar í okkar augum. Næsta plata þeirra, 'Wu-Tang Forever' kom loksins út fjórum árum seinna eða árið 1997. Auðvitað gat sú plata aldr- ei jafnast á við snilldarverkið sem gerði þá að stjörnum, en hún var að mörgu leyti alveg ágæt. Mestu vonbrigðin voru reyndar að opna bæklinginn með diskinum og sjá að hann var ekkert nema vörulisti fyrir Wu-Wear, fatamerkið þeirra. Þetta var hluti af þeirri þróun sem hafði verið í gangi undanfarin misseri: peningarnir voru að koma inn og allir vildu græða. Allt var að breytast. Stuttu eftir þetta var Biggie dauð- ur, Puff Daddy og Ma$e stærstu stjörnurnar og maður gat ekkert farið án þess að vinsældar-popp- rappið væri í gangi. Vinahópurinn dreyfðist á framhaldsskólaárunum og önnur tónlist tók við. Yo! MTV Raps er hætt og Seljavideo er Bón- usverslun í dag. Ég hlusta mjög lítið á hiphop þessa dagana. Mér finnst að eftir 1997 hafi þetta eyði- lagst alltsaman. í hiphopi i dag er efnishyggjan svo mikil og innihald- ið svo rýrt að ég skil hvorki upp né niður i því. Helvítið hann Jeru hafði rétt fyrirsér. Björn Þór Björnsson balladofbob.biogspot.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.