Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 46

Orðlaus - 01.12.2005, Blaðsíða 46
Þegar rúmar þrjár vikur eru eftir af árinu 2005 eru margir fárnir að spá og spekúlera í því hvernig árið sem tekur við muni líta út hvað varðar efnahagsmáí/stríðsmáirheilSufarsvandamál, kvikrhyndaiðnaðinn og tónlistarflór- una. Auðvitað getur enginn séð fyrir sér framtíðihð^Bf^því þarf að taka öllum stáðhæfingum með fyrirvara. 46 Alþjóðamál Tímaritið The Economist gerði skoðana- könnun meðal lesenda sinna um stððu mála í heiminum árið 2006. 45% þeirra bjóst við hruni á fasteignamarkaðnum, 31% spáði hruni dollarans, einungis 30% taldi ástand- ið í (rak lagast á næsta ári og 53% að álit um- heimsins í garð Bandaríkjanna myndi versna á árinu. Mörg einkenni ársins 2005 munu miðað við þetta að öllum líkindum halda áfram að ein- kenna komandi mánuði. Má þar nefna að efnahagslífið í Kína heldur áfram að vaxa og sama má segja um Indland, Bush heldur baráttu sinni gegn hryðjuverkum áfram um leið og traust I hans garð fer minnkandi og hinum megin Atlantshafsins stendur Evrópu- sambandið í strögglum í leit sinni að stefnu sem öll aðildarríkin sætta sig við. Menn velta því fyrir sér hvort samsteypustjórn Angelu Merkel kanslara Þýskalands eigi eftir að ganga upp og hversu erfiðlega það mun ganga hjá Tony Blair að fá samþykki fyrir alþjóðlegri álitsgerð gegn aukinni mengun i heiminum. Á sama tíma bíða menn eftir því að sjá hvort ieiðtogar G8 ríkjanna muni standa við samkomulagið sitt frá því í júlí um framlag til Afríkjuríkjanna og ESB um að tvöfalda fjárhagsaðstoð til Afríku. Bob Geld- of minnir á það að meirihluti afrískra barna muni fara svangt að sofa á næsta ári ef ekk- ert verður gert. Þrátt fyrir að olíuverðið verði áfram hátt á heimsvísu spá menn því að túrismi muni auk- ast um 4,1 % á næsta ári og að ferðamenn eigi eftir að eyða meiru en áður í hótel og veitingastaði og spilar þar HM í fótbolta í Þýskalandi að sjálfsögðu inn í. Heilsa Ekki hefur tekist að stemma stigu við út- breiðslu alnæmis á árinu og samkvæmt UN- Aids hafa aldrei greinst fleiri HlV-smitaðir í heiminum eins og árið 2005, en það eru um 40,3 milljónir manns. Nú bíða menn því enn eftir því hvort hægt sé að takmarka út- breiðsluna og koma alnæmissmituðum í þró- unarríkjunum I lyfjameðferð. Á meðan milljarðar manns svelta heilu hungri heldur offita áfram að vera gríðar- legt heilsufarsvandamál víða í heiminum. Því er spáð að helmingur barna í Englandi muni vera orðin of feit árið 2020. Ríkisstjórn- ir reyna að fá íbúa sína til að lifa heilsusam- legra lífi og borða hollara fæði og líkur eru á því að Bretar og Bandaríkjamenn fari að grennast ögn á næsta ári. Tækni Jarðarbúar verða sífellt tæknivæddari með hverri mínútunni sem líður. Internetnotk- endur eru um billjón talsins og fer talan ört vaxandi og á sama tíma ná svokallaðir blogg- arar nýjum hæðum með 80.000 ný blogg stofnuð á hverjum degi á næsta ári. Sala á farsímum mun halda áfram að aukast og ná enn meira til þróunarlandanna. Árið 2006 munu 96,4 % íbúa V-Evrópu eiga gemsa og 2,5 milljón nýrra gsm-áskrifenda bætast við á mánuði í Indland einu saman. Mega júmbó flugvélin Airbus A380 fer í sitt fyrsta farþegaflug, en vélin verður þá stærsta farþegaflugvél heimsins. Hún get- ur tekið 850 farþega og er með 50% meira gólfpláss en Boeing 747. Hönnun og smíð vélarinnar er líka búin að kosta sitt, um 15 billjón dollara og hefur verkefnið staðið yfir í rúman áratug. Það sem strákarnir bíða þó eflaust spennt- astir eftir er nýja Sony Playstation 3 tölvan sem kemur væntanlega I verslanir á næsta ári. Átök Eyðsla Bandaríkjastjórnar í herinn mun halda áfram að aukast um 5% á næsta ári og á meðan búa írakar sig undir að ný ríkis- stjórn taki við stjórn landsins. Árið verður þó að öllum líkindum erfitt og ofbeldisfullt þar sem menn spá því að stjórnin verði of veik til þess að ráða við ástandið í landinu og er gífurlega mikilvægt að Sunní múslimar snið- gangi ekki kosningarnar. Ástandið í ísrael og Palestínu heldur áfram að vekja reiði heimsins. Ariel Sharon er nú búinn að stofna nýjan flokk, Þjóðarábyrgð- arflokkinn, og verða þingkosningar haldnar i mars á næsta ári. Kvikmyndir Eitthvað á eftir að vera af spennandi kvik- myndum í bíóhúsunum næsta árið. Meðal annars má nefna að Martin Scorsese er væntanlegur með löggu og bófa myndina The Departed sem skartar Leonardo DiCa- prio, Matt Damon, Martin Sheen, Mark Wahlberg, Alec Baldwin og Jack Nichol- son í aðalhlutverkum. Tom Hanks fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Da Vinci Code sem gerð er eftir samnefndri metsölu- bók Dan Brown og verður myndin frumsýnd í maí á næsta ári. Gamanmyndin Hail Ca- esar er væntanleg frá Cohen bræðrum og verður George Clooney víst einn aðalleikara, en hann vann áður með þeim bræðrum í O Brother, Where Art Thou?. Johnny Depp mun halda áfram að heilla áhorfendur sem kapteinn Jack Sparrow í Pirates of the Carri- bean 2 sem frumsýnd verður næsta sumar. Fleiri framhaldsmyndir eru væntanlegar og má þar nefna Basic Instinct 2, Mission: Im- possible 3, X-Men 3 og The Fast and the Furious 3. Michael Moore heldur áfram að gagnrýna landa sína, nú með myndinni Sicko þar sem hann beinir spjótunum að heilbrigðis- kerfinu í Bandaríkjunum og mun ekki taka lyfjaframleiðendurnar þar I landi neinum vettlingatökum. David Fincher sendir frá sér spennumyndina Zodiac sem byggir á sannsögulegum atburðum þegar Zodiac fjöldamorðinginn gekk laus í Bandaríkjun- um á sjöunda áratugnum og síðast en ekki síst taka félagarnir Robert Rodriguez og Quentin Tarantino höndum saman á ný við gerð myndarinnar Grind House. Myndin er I raun tvær myndir, þ.e sitthvor 60 mínútna hryllingsmyndin sem sett er saman þannig að þær tengjast I heila mynd. Auk þess má nefna myndirnar Munich frá Steven Spiel- berg, Oliver Stone myndina um 11. sept- ember , Woody Allen myndina Scoop auk aragrúa annarra. Húsnæði Meira en helmingur jarðarbúa mun búa I þéttbýli árið 2006. Þær borgir sem eru að vaxa hraðast eru þó ekki á ríkustu svæðum heimsins, heldur í Afríku og I kringum Ind- land og finnst mörgum sem borgirnar séu að vaxa aðeins of hratt þar sem slíkur vöxtur hefur oft I för með sér atvinnuleysi, fátækt og húsnæðisskort. Plötur Ekki verður tónlistarflóran síðri. Platan First Impressions Of Earth með The Strokes kemur út í janúar og bíða fimmmenningarn- ir víst í ofvæni með að leyfa almenningi að heyra það sem þeir hafa verið að vinna að síðustu 12 mánuðina. Rólyndisrokkararnir í Belle & Sebastian senda frá sér Life Pursuit í febrúar, Mr. Beast með Mogwai er væntan- leg í mars, The Rapture sendir frá sér plötu meðsumrinu, Damon Albarn hefurtalað um nýja plötu frá Blur á næsta ári og stórsveitin The Cure stefnir I stúdíó næsta sumar. Kanadísku rokkararnir í Arcade Fire senda frá sér nýja plötu eftir gífurlegar vinsældir Funeral á árinu 2005. Sveitin hefur verið að vinna að nýju efni á meðan á löngu tónleika- ferðalagi hefur staðið og verður spennandi að sjá hvort næsta plata nái að toppa frum- burðinn. Aðdáendur Bloc Party bíða spennt- ir eftir næstu partýplötu frá þeim, en sveitin stefnirá upptökur ífebrúará næsta ári. Upp- tökur á annarri plötu The Futureheads eru þegar hafnar og vonir eru bundnar við að fyrsta plata Pixies i 14 ár líti dagsins Ijós á ár- inu. Auk þess má nefna nýjar plötur frá Yeah Yeah Yeahs, Radiohead, Fiery Furnaces, The Flaming Lips, Peaches, The Stills, Podigy, Portishead, Pearl Jam, The Hives, Massive Attack, TV On The Radio, Travis og OutKast og er þetta bara brot af öllu góðgætinu sem kemur I verslanirnar á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.